Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 18
Oddný Harðardóttir er lengst til vinstri
af framjóðendunum. Ólíklegt er að
pólitískur þróttur Samfylkingarinnar
vaxi með henni. Hvorki í stefnuræðu
Oddnýjar né stuttri landsfundar-
ályktun er að finna eitt einasta orð
um stefnu flokksins í utanríkismálum
eða öryggis- og varnarmálum. Ekki
er heldur minnst einu orði á Evrópu-
sambandið sem hefur til þessa verið
burðarásin í stefnu flokksins.
á síðkastið um landsfund og að forysta
endurnýji umboð sitt". Taldi hann athyglis-
vert að fólk væri sammála um að frekari
aðgerða væri þörf og að skýringa á stöðu
Samfylkingarinnar væri„ekki að leita ein-
vörðungu hjá forystu flokksins".
Árni Páll dró að lýsa yfir framboði í for-
mannskjörinu en gerði það þó fimmtudaginn
28. apríl 2016. Honum var þó framboðið ekki
fastara í hendi en svo að hann dró sig í hlé
föstudaginn 6. maí og sagði í bréfi til flokks-
manna að staða flokksins væri óásættanleg,
hugsjónir jafnaðarmanna þyrftu„samhentan
og skynsaman flokk" sem bæri þær fram,
persónur gætu ekki staðið þeim framar, hann
hefði því ákveðið að bjóða sig ekki fram til
endurkjörs sem formaður flokksins.
Frambjóðendur til flokksformanns voru
fjórir:Tveir þingmenn: Helgi Hjörvar og Oddný
Harðardóttir, varaþingmaðurinn Magnús Orri
Schram og bæjarfulltrúinn Guðmundur Ari
Sigurjónsson.
Á landsfundinum 4. júní lá fyrirað Oddný
Harðardóttir fékk 42% atkvæða, Magnús Orri
31,2%, Helgi Hjörvar 23% og Guðmundur Ari
4%. Reiknireglur leiddu til þess að Oddný var
lýst formaður með 60% atkvæða og Magnúsi
Orra voru reiknuð 40%. Alls greiddu 3.877
atkvæði en kjósendur voru 5.589 árið 2013
þegar Árni Páll var upphaflega kjörinn flokks-
formaður. Kjósendum íformannskjörinu
fækkaði því um 1.713 á milli allsherjarkosning-
anna 2013 og 2016, fækkunin var um 30%.
Magnús Orri höfðaði til kjósenda með hug-
mynd um að leggja Samfylkinguna niðurtil
að auka samstarf við aðra flokka. Hann vildi
einnig að flokksskrifstofan yrði á jarðhæð
með lifandi kaffistofu.
Oddný Harðardóttir er lengst til vinstri af
framjóðendunum. Ólíklegt er að pólitískur
þróttur Samfylkingarinnar vaxi með henni.
Hvorki í stefnuræðu Oddnýjar né stuttri
landsfundarályktun er að finna eitt einasta
orð um stefnu flokksins í utanríkismálum
eða öryggis- og varnarmálum. Ekki er heldur
minnst einu orði á Evrópusambandið sem
hefur til þessa verið burðarásin í stefnu flokks-
ins. Panama-skjölin birtast nú sem samein-
ingartæki Samfylkingarinnar. Má ætla að
umræður um þau setji mikinn svip á boðskap
flokksins í komandi kosningum.
Því fer fjarri að samstaða sé um Oddnýju
Harðardóttur. Nægir að vitna til Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. formanns Sam-
fylkingarinnar, sem sagði í samtali við Frétta-
blaðið föstudaginn 24. júní:
„Það segir sig sjálft, ég get ekki stutt
Oddnýju. Hún er sjálfsagt vænsta kona en
ég get ekki stutt hana því mér fannst hún
bregðast. Mér fannst hún sýna dómgreind-
arbrest í Landsdómsmálinu sem nefndar-
maður. Ég veit ekki hvernig það gerðist
að hún gerði þetta, hvernig hún komst
að þessari niðurstöðu, ég hef aldrei getað
skilið það."
Oddný Harðardóttir var í hópi þingmann-
anna sem vildi ákæra Ingibjörgu Sólrúnu og
draga hana fyrir Landsdóms vegna banka-
hrunsins.
VI.
Fréttastofa ríkisútvarpsins taldi undir lok
júní að 12 flokkar kynnu að bjóða fram í
þingkosningunum haustið 2016. Fyrir utan
þingflokkana sex Bjarta framtíð, Framsóknar-
flokk, Pírata, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokk og
Vinstri græna kæmu Alþýðufylkingin, Dögun,
Flokkur heimilanna, íslenska þjóðfylkingin og
Viðreisn fram með lista. Framboðin voru 15
árið 2013.
Viðreisn varð formlega að stjórnmálaflokki
16 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016