Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 91
séð um kynjaaðskilnað í íslam, þvingaða
notkun á slæðum eða annað sem miðaði að
kúgun kvenna.9
Medínu-moskur Lundúnarborgar munu
einnig hafa breitt þetta hugtak kerfisbundið
út í herferðum gegn rithöfundinum Salman
Rushdie eftir að íranska klerkastjórnin kvað
upp fdfivo-úrskurð gegn honum 1989 sem fól
í sér dauðadóm gegn honum, útgefendum
hans og öðrum sem komu að bókinni.
Rushdie og verjendur tjáningarfrelsisins
mættu ásökunum um„glæpsamlega
íslamófóbíu" og var hótað Iffláti.„Hugtakið
íslamófóbía er þannig upphaflega vopn skap-
að af íslamistum til að þjóna þeirra mark-
miðum við að neyða alræðissýn sinni upp á
umheiminn, hverrar rætur er að finna í algerri
andlegri myrkvun," skrifar franski heimspeki-
kennarinn Robert Redeker.10 Hugtakið var
þannig vígorð í fyrstu og er nú orðið sam-
merkjandi með rasisma.
Ólýðræðisleg ríki á borð við Sádi-Arabíu
eru ráðandi innan Samtaka um íslamska
samvinnu (Organization of Islamic Coopera-
tion, OIC). Þau hafa barist af alefli á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna fyrir því að múlbinda
gangrýni á íslam um heim allan. Sú gagn-
rýni hefur af þeim verið skilgreind sem
íslamófóbía og„rasismi nútímans." Mark-
miðið með þessu er að gera gagnrýni á íslam
glæpsamlega.* 11 Fólksem notar hugtakið
íslamófób í því augnarmiði að ná undirtökum
í umræðunni er þannig gengið í félagsskap
og lið með sjeikunum.
Fólk verður að spyrja sig hvort það sé
rasismi að benda á misnotkun valdbeitingar
innan íslams, hvort heldur hún á sér stað í
Afganistan eða Ósló? Er það rasismi að hafna
stofnanavæddri mismunun á konum og
9 Sjá greinina„Hvad er islamofobi?" eftir Robert
Redeker á information.dk, 4. október 2006.
10 Robert Redeker: Op. cit.
11 Til dæmis skipulagði OIC ráðstefnuna„The
First International Conference on Islamophobia:
Law and Media" árið 2012. Þar var rætt um að
gera gagnrýni á trúarbrögð að glæpsamlegum
verknaði. Augljóst er að tilgangurinn með þessu er
að slá upp vörn gegn gagnrýni á íslam.
Það er stórhættulegt að gangast við
því athugasemdalaust að bannað sé
að gagnrýna trúarbrögð. Slíkt getur
haft hrikalegar afleiðingar fyrir
Evrópu framtíðar. Afleiðingarnar
verða þó ekki síst verstar fyrir mann-
réttindastöðu þess hóps sem stækkar
hraðast innan álfunnar í dag en það
eru múslimar sjálfir.
samkynhneigðum eða vísa guðdómlegum
sharía-lögum á bug? Er það rasismi að leggja
staðreyndir á borð sem sýna að virðingin
fyriralþjóðlegum mannréttindum Sameinuðu
þjóðanna er mjög oft fyrir borð borin í lönd-
um múslima?
Rasismi er algerlega óþolandi í mínum
huga og gegn honum verður að berjast
með öllum löglegum ráðum. Baráttan gegn
innleiðingu lagalegra trúarbragða ívestræn
samfélög er hins vegar langt frá því að vera
óþolandi. Sú barátta er algerlega nauðsynleg
ef takast á að færa frjálsa siðmenningu okkar
áfram til komandi kynslóða.
Það er jafn eðlilegt að gagnrýna íslam
eins og hverjar aðrar kennisetningar, nema
fólktelji í alvöru að íslömsktrúarbrögð séu
svo einstök og heilög að þau séu hafin yfir
hverja rökhyggjulega nálgun og rannsókn.
Að sjálfsögðu verða þau sem aðhyllast þessa
trú og félagar þeirra að fá að trúa því að íslam
sé bæði hreint og óhreyfanlegt, en leggja þá
skyldu á herðar annarra að þeir séu sama
sinnis er fullkomlega óásættanlegt og stang-
ast algerlega á við hugmyndir upplýsinga-
aldarinnar.
Útspilinu íslamófóbía er beitt markvisst af
Medínu-múslimum og velgjörðarfólki þeirra
sem ekki eru múslimar. Þannig fá Medínu-
múslimar að halda áfram ótruflaðir við sitt
kúgandi stjórnmálaverkefni og vinnu við að
auka þrýsting á veraldlegar stofnanir okkar á
Vesturlöndum. Það er stórhættulegt að gang-
ast við því athugasemdalaust að bannað
sé að gagnrýna trúarbrögð. Slíkt getur haft
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 89