Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 53
Tæpum 10 árum eftir að nokkrir helstu taismenn Samfylkingarinnar reyndu að gera hugmyndir Davíðs Oddssonar um dreift eignarhald tortryggilegar, sagði Geir H. Haarde, þá formaður Sjálfstæðisflokksins, að stærstu mistök fiokksins fyrir hrun bankanna hafi verið að hverfa frá hugmyndunum. Mynd: Magnus Fröderberg / norden.org um dreifða eignaraðild eru líkurá því að bankarnir hefðu ekki verið jafn sókndjarfir og áhættusæknir og raunin varð. I frægri ræðu á sama landsfundi gerði Davíð Oddsson stuttlega upp við fortíðina í þessum efnum og benti á að ekkert hafi farið á milli mála hvert hann hafi viljað stefna þegar kom að því að tryggja dreift eignar- hald. Með sama hætti hefði öllum verið Ijós hver hugur Samfylkingarinnar í þessum efnum var; hún hafi barist gegn dreifðri eignaraðild í bönkum: Og alltaf var ég sakaður um andúð á auðmönnum og ég væri að draga úr og skaða útrásarmöguleika snillinganna. Davíð benti á að allt sem fór aflaga hér á landi þegar bankarnir hrundu í október 2008 hafi einnig gerst í öðrum löndum. íslendingar hafi farið sérstaklega illa út úr alþjóðlegri fjár- málakreppu vegna þess að þær grundvallar- reglur sem hér giltu voru þverbrotnar og í mörgum tilfellum túlkaðar ótrúlega frjálslega. Þar vísaði hann til reglna sem snérust um krosseignatengsl og lán til einstakra aðila og hvað þau máttu vera mikil með hliðsjón af eignum viðkomandi banka og um lánafyrir- greiðslurtil eigenda bankanna sjálfra: Brjálæðisleg samþjöppun í viðskiptalífinu bætti ekki úr og á endanum var svo komið að einn aðili skuldaði öllum bönkunum Ijárhæðir sem voru því sem næst allt eigið fé allra bankanna og aðrir aðilar og eigend- ur höfðu einnig fengið að safna stórkost- legum skuldum. Átökin um FBA voru aðeins forsmekkurinn að því sem á eftir kom. Davíð Oddsson varð undir í baráttunni við að tryggja dreift eignarhald að fjármálastofnunum. Saga FBA er því mikilvæg í Ijósi þess sem síðar varð. Augljóst er að Davíð Oddsson hafði miklar áhyggjur af þeirri þróun sem átti sér stað í viðskiptalífinu. Skoðanir hans náðu ekki fram að ganga - Davíð varð undir í hugmynda- báráttunni um eignarhald Ijármálafyrirtækja. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.