Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 70
Gróðurvana auðnir, brennandi
sólarhiti, sandbyljir. Angistin hefur sest
að snemma í bernsku í sálum hinna
harðdrægustu þessara söðulbrúnu
manna, araba, og henni verður ekki
þaðan vikið. Hinir ósveigjanlegustu
kjósa gereyðingastríð, Jihad, í Ijósi
aðstæðna. Hryðjuverkasamtökin ISIS
eru byggð um hugarástand þess sem
velur fórnardauða frammi fyrir því
sem sýnist óhjákvæmilegt, að lönd
araba falli hvert af öðru lönd í faðm
fyrirtækja sem kaupa sig inn á þau
með rafrænum fjárdagsflutningum
fyrir jarðolíu sem dælt er upp úr
borholum í sandauðnum þessara
landa svo að aldrei verður hlé á þau ár
eða áratugi sem brunnarnir endast og
þar með olíuauðurinn.
Þegar svo er komið hefur alþýðan á mark-
svæðinu tekið við sér og er orðin ágeng við
yfirvöld í heimalandi sínu með kröfum um
frelsi á vestræna vísu, um einkalíf og atvinnu
sem staðið geti undir vestrænum lífsstíl.
Hvort tveggja kröfur sem leiða af sér sívax-
andi togstreitu milli almennings og yfirvalda
í heimalandinu uns upp úr síður svo sem nú í
Sýrlandi. Þaðan streymir flóttafólk til Evrópu
í von um nútímalegri lifnaðarhætti en þeir
eiga færi á í heimalandi sínu hvort sem væri í
stríði eða friði.
Gróðurvana auðnir, brennandi sólarhiti,
sandbyljir. Angistin hefur sest að snemma í
bernsku í sálum hinna harðdrægustu þessara
söðulbrúnu manna, araba, og henni verður
ekki þaðan vikið. Hinir ósveigjanlegustu
kjósa gereyðingastríð, Jihad, í Ijósi aðstæðna.
Hryðjuverkasamtökin ISIS eru byggð um
hugarástand þess sem velur fórnardauða
frammi fyrir því sem sýnist óhjákvæmilegt,
að lönd araba falli hvert af öðru lönd í faðm
fyrirtækja sem kaupa sig inn á þau með
rafrænum fjárdagsflutningum fyrir jarðolíu
sem dælt er upp úr borholum í sandauðnum
þessara landa svo að aldrei verður hlé á þau
ár eða áratugi sem brunnarnir endast og þar
með olíuauðurinn.
Og hvað svo?
4.
Velkomin til Dubaí!
Olíuframleiðsla þessa konungdæmis við
Persaflóa er þessi árin um 2% af framleiðslu
hinna olíuauðugu Miðausturlanda. Borgin
stendur í sandauðninni við vestanverðan
flóann. Hún er reist fyrir olíuauð undanfarinna
áratuga í anda austurlensks ævintýris, upp
úr 1992, þar um slóðir sem arabar fóru um á
úlföldum sínum og höfðu gert allt frá tímum
1001 nætur, þessa heimsþekkta þjóðsagna-
safns kynstofnsins. Annar náttúruauður en
olía er enginn á þessum fjarlægu slóðum,
ekki frekar en víðast hvar annars staðar í
löndum araba og varla annað frá náttúrunnar
hendi en gulur sandurinn. Orsökin að því
að nú hefur verið reist þarna nútímaborg í
sandauðninni við Persaflóa í anda vestrænn-
ar ævintýraþrár og auðsældar, er sú, að
fyrir tveim til þremur áratugum var við völd
konungur í Dubaí sem hafði hugvit og
dirfsku til að ákveða fyrir þjóð sína að
byggð yrði borg fyrir olíuauðinn í anda
þess sem glæsilegast væri á heimsvísu með
fyrir augum að yrði að ferðamannaborg.
Rannsóknir höfðu þá sýnt, að olíuauður
Dubaí myndi þrjóta í fyrirsjáanlegri framtíð.
Konungurinn lét leiða saman nafn-
togaða forystumenn hvaðanæva að úr
heimsbyggðinni til að reisa ævintýraborg
sem Vesturlandabúar höfðu séð hylla
uppi yfir eyðimörkum Austurlanda um
marga alda skeið fyrir vitnisburð vestrænna
ævintýramanna og sögur 1001 nætur. Pen-
ingar leita þangað sem peningar eru fyrir.
Æðstráðandinn í Dubaí lét kalla til heims-
kunna húsameistara til að teikna hús, bygg-
ingameistarar voru kvaddir til að reisa húsin,
hann lét koma upp hinni bestu aðstöðu fyrir
keppnisfólk til að stunda íþróttir sem engum
manni hafði fyrr dottið í hug að tengja
eyðimerkurlifnaði; svo sem krikket, þessa
bresku þjóðaríþrótt. Ekkert var til sparað af
68 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016