Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 60
Hér er þjóðarhag fórnað á altari hégóma, fordóma og þröngsýni, og hagur
Norðlendinga algerlega fyrir borð borinn. Norðanmenn eru settir í raforku-
svelti, því að á Norðurlandi ríkir nú þegar orkuskortur, og Landsnet kemst
hvorki lönd né strönd með áform sín um samtengingu Suðurlands og Norður-
lands og er reyndar að krebera við að tengja Reykjanes syðra við landskerfið.
Þar hefur Hæstiréttur reyndar hafnað eignarnámsheimild ráðherra, af því að
undanfarandi rannsóknarskyldu var ekki nægilega vel sinnt, og er það vel.
virkjanakosti, sem þá koma ekki til greina,
verði þetta niðurstaðan."
Hér er þjóðarhag fórnað á altari hégóma,
fordóma og þröngsýni, og hagur Norðlend-
inga algerlega fyrir borð borinn. Norðan-
menn eru settir í raforkusvelti, því að á
Norðurlandi ríkir nú þegar orkuskortur, og
Landsnet kemst hvorki lönd né strönd með
áform sín um samtengingu Suðurlands og
Norðurlands og er reyndar að krebera við að
tengja Reykjanes syðra við landskerfið. Þar
hefur Hæstiréttur reyndar hafnað eignarnáms-
heimild ráðherra, af því að undanfarandi
rannsóknarskyldu var ekki nægilega vel sinnt,
Ragnheiöur Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði tillögur
verkefnastjórnar rammaáætlunar „ágætt dæmi um skort á
skilningi á samspili orkumála og loftsiagsmála".
og er það vel. Um allt eru of miklir hagsmunir
í húfi til að slá megi af kröfum um beztu
faglegu vinnubrögð, og við svo búið má ekki
standa. Fleirum blöskrar nú en blekbónda.
Ráðherra er óánægður
Ein þeirra, sem ekki hefur getað orða bundizt af
þessu tilefni, er iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Frá því greindi Fréttablaðið 6. apríl 2016
undir fyrirsögninni „Segir verkefnastjórn vaða
í villu":
„Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Lands-
nets í gær, að tillögur verkefnisstjórnar
rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun
virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætl-
unar væru„ágætt dæmi um skort á skiln-
ingi á samspili orkumála og loftslagsmála".
Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín
á því, að tillögurnar byggja á niðurstöðum
tveggja faghópa af fjórum; þeim, sem fjalla
um náttúruverðmæti, menningarminjar
auk ferðaþjónustu og hlunninda, en ekki
þeim faghópum, sem fjalla um samfélags-
leg og efnahagsleg áhrif."
Það má geta sér þess til, að síðast nefndu
faghóparnir hafi ekki treyst sér á jafnveikum
forsendum og fyrir hendi voru til að gefa
út nokkra greinargerð, sem gagn væri að,
enda verður ekki séð, eins og áður segir, að
unnt sé að meta samfélagsleg og efnahags-
leg áhrif virkjana fyrr en forhönnun þeirra
er tilbúin. Þá er hægt að reikna út orku-
vinnslugetuna og orkuvinnslukostnaðinn og
leggja raunhæft matá umhverfisrask. Það
er reyndar ekki heldur hægt, svo að nokkurt
vit sé í, að meta áhrif á náttúruverðmæti,
58 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016