Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 47
arðsemi og öllu því sem markaðurinn á
að skila. Fyrir mig eru það því gríðarleg
vonþrigði að þurfa yfirleitt að þlanda mér
í þessa hluti. Sumir segja að ég sé að reyna
að rífa stoðirnar undan markaðinum en
öll mín vinna hefur farið í það að taka
valdið frá mér og mínum líkum. Það væri
örugglega freistandi fyrir forystumenn
í stjórnmálum að hafa meira og minna
vald yfir öllu bankakerfinu. Ég get engin
fyrirmæli gefið inn í bankakerfið. Ég get
sagt skoðanir mínar og þess háttar en
engin fyrirmæli gefið. Það tel ég vera hollt
og gott. En þá verða þessir kappar líka að
lúta leikreglum og ekki misnota sér stöðu
sína og reyna að búa sér til yfirburðarstöðu
í þeim tilgangi einum að eiga léttari leik,
og að þurfa ekki að standa í samkeppni
með heilbrigðum hætti."
Það þarf dómara
Davíð er áhugamaður um knattspyrnu og
sótti líkingu til hennar til að skýra skoðanir
sínar á viðskiptalífinu og leikreglum:
„Ég hef séð það þegar ég er að horfa
á fótbolta að þar ríkir oft sannkallaður
íþróttaandi. En ef þar væri ekki kall með
gult og rautt spjald þá myndu þessir gæjar
haga sér þannig á vellinum að það yrði
hreint blóðbað, slitnar sinar, brotin hné og
hvaðeina. Leikurinn á að fá að fljóta eins
eðlilega og mögulegt er. Ef menn byrja
að þjösnast þá erdómarinn með gula og
rauða spjaldið kominn, og hvað gerist þá,
við sitjum heima að horfa á sjónvarpið og
leikurinn er hundleiðinlegur af því að það
eru komin tíu gul spjöld og fimm rauð
spjöld. Meira að segja þeir menn sem hafa
mestan áhuga á að horfa á eða spila með
verða afhuga leiknum. Nákvæmlega sama
reglan á við um markaðinn. Þar þarf að
vera dómari með gult og rautt spjald en
því minna sem hann þarf að nota þau, af
því að menn haga sér betur, því skemmti-
legri verður leikurinn og því meiri afrakstur
verður af honum okkur öllum til handa."
sem aðilar virtu það að vettugi. Davíð taldi
nauðsynlegt að Fjármálaeftirlitið næði að
starfa þannig að það vekti ekki upp falskar
vonir neytenda og viðskiptavina. Hann sagði
að lagarammi um starfsemi eftirlitsins væri
veikur og því yrði að styrkja stöðu þess.
Pólitískir andstæðingar Davíðs Oddssonar
héldu því fram að ástæða þess að hann hefði
brugðist jafn harkalega við og raun varð,
þegar tilkynnt var um kaup Orca á hlutabréf-
unum í FBA, hefði verið sú að væntanlegir
eigendur hafi ekki verið honum að skapi.
Þessu hefur Davíð alla tíð hafnað og sagt
að hans eina markmið hafi verið að verja
fjárhagslega hagsmuni ríkissjóðs og almenn-
ings. Viðbrögð Davíðs, þegar fyrst var tilkynnt
um kaupin og ekki var Ijóst hverjir væru raun-
verulegir eigendur Orca, renna stoðum undir
þetta. Á móti hafa andstæðingar Davíðs
haldið því fram að hann hafi alla tíð lagt
sérstaka fæð á Jón Ólafsson. Þeir fullyrða að
Davíð hafi vegið, með óbeinum hætti að Jóni
Ólafssyni í ræðu á Hólahátíð 15. ágúst (stuttu
eftir að tilkynnt var um eigendur Orca).
Davíð flutti aðalræðuna á Hólahátíðinni og
hafði uppi varnaðarorð:
Fargi var létt af frjálshuga fólki um allan
heim þegar múrinn féll og kommúnisminn
flaut yfir hrunið steypuvirkið og fjaraði út.
En það mikla land Rússland með öllum
sínum náttúrukynstrum og kostumfærekki
notið sín, því stjórnkerfið og efnahagslífið
nær ekki að þroskast og virðist um þessar
mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs
og eiturlyfjabaróna. Blóðpeningar þeirra
flæða um Evrópu og skapa þar ótta og
öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur
virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í
fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórn-
málaforingjar í Evrópu telja þetta mestu
ógnun sem nú sé við að eiga á Vestur-
löndum.
Davíð taldi að íslendingar, sem hefðu
nýlega opnað hagkerfið, yrðu að gæta þess
að verða ekki leiksoppar glæpamanna. Efna-
hagskerfið verði að vera opið og einfalt, en
um leið gagnsætt og byggt á trausti. Lykil-
orðið í huga Davíðs var traust.
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 45