Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 42
Þegar ræður og viðtöl við Davíð Oddsson fyrir og um síðustu aldamót eru
skoðuð er greinilegt að hann var sannfærður um að rétt væri að setja lög um
hámarks eignarhlut einstakra hluthafa í fjármálafyrirtækjum. Ekki sé„æskilegt
að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði
stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hags-
munir ráðandi hóps," sagði Davíð í viðtali við Morgunblaðið 8. ágúst 1998. Hann
taldi að 3-8% hlutur væri hæfilegur. Síðar talaði hann um 5% eignarhlut.
Davíð mislíkaði, með réttu eða röngu, þeir
viðskiptahættir sem höfðu verið innleiddir á
íslandi um og eftir síðustu aldamót. Honum
ofbauð bónus- og kaupréttargreiðslur
í bankakerfinu og vildi koma í veg fyrir
samþjöppun viðskiptalífsins ekki síst á
neytenda- og fjölmiðlamarkaði. Davíð hafði
augljóslega verulegar og vaxandi áhyggjur af
því að áhrifamiklir aðilar í viðskiptalífinu væru
að skara eld að eigin köku á kostnað almenn-
ings en í skjóli aukins frelsis sem hann hafði
barist fyrir. Hann taldi sig hafa raunverulega
ástæðu til að óttast að einskonar óligarka-
veldi gæti myndast á íslandi.
Hámark á eignarhlut í bönkum
Þegar ræður og viðtöl við Davíð Oddsson,
fyrir og um síðustu aldamót, eru skoðuð er
greinilegt að hann var sannfærður um að
rétt væri að setja lög um hámarks eignarhlut
einstakra hluthafa í fjármálafyrirtækjum. Ekki
sé„æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að
það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði
stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið,
eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi
hóps," sagði Davíð í viðtali við Morgunblaðið
8. ágúst 1998. Hann taldi að 3-8% hlutur
væri hæfilegur. Síðartalaði hann um 5%
eignarhlut.
Ótti Davíðs Oddssonar við að önnur
sjónarmið réðu ferðinni í rekstri banka en
„almennt arðsemissjónarmið''ef ekki væri
hægt að tryggja dreifða eignaraðild er merki-
legur í Ijósi þess sem síðar gerðist.
Réttu ári eftir að Davíð Oddsson sagði rétt
að huga að lagasetningu til að tryggja dreift
eignarhald og setja hámark á eignarhlut
einstakra aðila í bönkum var tilkynnt um að
eignarhaldsfélagið Orca SA hefði keypt 26,5%
hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífsins [FBA]
af Scandinavian Holdings SA, sem var í eigu
Kaupþings og nokkurra sparisjóða. Þá var í
undirbúningi að selja 51% hlut ríkisins í FBA.
Davíð tók þessum fréttum illa enda sann-
færður um að með þessu væri Kaupþing að
gera tilraun til þess að koma í veg fyrir að
hægt væri að klára einkavæðingu á Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins með þeim hætti
sem hann hafði séð fyrir sér, þ.e. með dreifðu
eignarhaldi.1
í fyrstu var leynd yfir því hverjir væru á
bakið við Orca. Félagið var erlent og skráð
í Lúxemborg.2 Um miðjan ágúst 1999
var greint frá því að fjórir hópar fjárfesta
1 Þrátt fyrir að Davíð væri forsætisráðherra og
sagður ráða því sem hann vildi, varð hann að láta
eftir gagnvart Framsóknarflokki og raunar einnig
gagnvart eigin þingmönnum og áhrifamönnum
innan Sjálfstæðisflokksins. Rétt er að taka fram sá
sem þetta skrifar taldi á þessum tíma að hug-
myndin um dreifða eignaraðild væri rómantísk, en
óraunhæf.
2 Morgunblaðið birti frétt um hluthafa Orca 4.
ágúst en þar sagði meðal annars:„Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru helztu eigendur
Orca S.A. eða væntanlegir eigendur, þar sem í
sumum tilvikum hefur ekki verið gengið endan-
lega frá eignaraðild, Samherji hf. á Akureyri eða
helztu forsvarsmenn þess, Jón Ólafsson, stjórn-
arformaður Norðurljósa hf., Pétur Björnsson,
fyrrverandi aðaleigandi Vífilfells hf., Jón Ásgeir
Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, helztu
hluthafar í Baugi hf., og fleiri aðilar." Pétur Björns-
son sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu þar sem því
var hafnað að hann ætti aðild að Orca-hópnum.
Frétt Morgunblaðsins var hins vegar rétt að öðru
leyti en í stað Péturs var Eyjólfur Sveinsson og
hópurfjárfesta, meðal eigenda Orca.
40 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016