Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 38
Bogi Ágústsson kom fram íþætti Gísla Marteins og varöi fréttaflutning Ríkisútvarpsins um Wintris og forsætisráðherra.
leik að prenta út textann, telja blaðsíðurnar
og gefa þannig til kynna að Sigmundur Davíð
væri að grafa sannleikann í orðahrúgu.
Sigmundur Davíð hafnaði að veita viðtal við
fréttamenn RÚV þegar þeir voru í þessum ham.
Það segir nokkuð um viðhorfin á Efstaleiti
að í hverjum fréttatíma á fætur öðrum var
tekið fram að forsætisráðherra tali ekki við
fréttastofuna. Þann 2. apríl birti fréttastofan
frétt undir fyrirsögninni; „Skýrir ekki af hverju
hann talar ekki við RÚV." Tóninn er valds-
mannslegur og með henni gefið til kynna að
þeir sem neita að tala við fréttastofuna þurfi
að gera sérstaka grein fyrir máli sínu.
Búum til umræðu og neglum þau
Fréttastofa RÚV telur sig hafna yfir það að
svara gagnrýni. En vegna efasemda sem
komu m.a. fram í öðrum fjölmiðlum sendi
fréttastofan Boga Ágústsson, andlit fréttastof-
unnar, í viðtalsþátt Gísla Marteins Baldurs-
sonar á RÚV 1. apríl. Gísli Marteinn spurði
leiðandi spurningar: „hversu stórt er þetta
fréttamál?"Svar Boga heitir hringsögn á máli
rökfræðinnar:
„Farðu bara á kaffihús, á mannamót. Um
hvað er talað? Þá sérðu hversu stór frétt
þetta er."
Fréttastofan bjó til umræðu með fréttum
um fjármál Sigmundar Davíðs og notaði
umræðuna út í þjóðfélaginu sem réttlætingu
á þeim sömu fréttum.
Bogi var í raun að segja þetta:
Okkur hefur tekist að búa til umræðu um
fjármál forsætisráðherrahjónanna og við
ætlum að negla þau.
Loksins, loksins þegar þáttur Jóhannesar
Kr. og RÚV var sýndur í Kastljósi sunnudaginn
3. apríl var allt til reiðu að greiða forsætis-
ráðherra náðarhöggið. f inngangi tengdi
Helgi Seljan, umsjónarmaður, Sigmund Davíð
við Pútín Rússlandsforseta og það gaf tóninn.
Fyrirsát Sven Bergman og Jóhannesar Kr. var
gert hátt undir höfði og klippt þannig til að
forsætisráðherra kom sem verst út.
í hádegisfréttum daginn eftir, mánudag-
inn 4. apríl, tilkynnti RÚV að bein útsending
yrði frá mótmælum sem boðuð höfðu verið
á samfélagsmiðlum á Austurvelli síðdegis
þann dag.Til mótmælanna var boðað eftir
Kastljósþáttinn.
Þjóðarfjölmiðillinn tók þannig fullan þátt í
hámarkinu á múgæsingunni sem stofnunin
kynti sleitulaust undir í rúmar þrjár vikur.
Misnotkun á fjölmidlavaldi
Lögin um RÚV segja um markmið stofnunar-
innar að hún skuli„stuðla að lýðræðislegri
36 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016