Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 78
„Treystum við ekki þjóðinni?
Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna,
detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um
það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka
hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.
Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri."
SteingrímurJ. Sigfússon á Alþingi 2003.
um„rétt almennings til þjóðaratkvæða-
greiðslna". Þetta var í takt við það sem fyrri
landsfundir höfðu ályktað en fyrir þingkosn-
ingar sagði meðal annars í stjórnmálaályktun:
„Samfylkingin leggur höfuðáherslu á
lýðræðismál með auknu íbúalýðræði og
réttur almennings til þjóðaratkvæða-
greiðslna verði tryggður í stjórnarskrá."
Stjórnarflokkarnirog helstu forystumenn
þeirra voru samstíga í loforðum um aukið
lýðræði og þá ekki síst er varðar rétt almenn-
ings að setja álit sitt á einstökum málum í
þjóðaratkvæðagreiðslum. í ályktun lands-
fundarVinstri grænna árið 2007 sagði:
„Fulltrúalýðræðinu er hreint ekki ógnað af
því að þjóðin greiði öðru hvoru atkvæði
um tiltekin mál. Nauðsynlegt er að setja
inn í almenn lög eða stjórnarskrá ákvæði
um þjóðaratkvæðagreiðslur, til að mynda
aðtiltekið hlutfall þjóðarinnargeti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu með undirskriftum
eða viðlíka hætti."
„Treystum við ekki þjódinni?"
Árið 2006 gaf Steingrímur J. út bókina Við öll
- íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum. Þar
fjallaði hann meðal annars um beint lýðræði
og mikilvægi þjóðaratkvæða. Steingrímur
hélt því fram að breyta ætti stjórnarskrá og
setja inn ákvæði um rétt almennings að krefj-
ast þjóðaratkvæðagreiðslu:
„Slíkur afdráttarlaus og stjórnarskrárbund-
inn réttur þjóðarinnar stangast ekki á við
það að í stjórnarskrá sé jafnframt kveðið á
um möguleika tiltekins allstórs minnihluta
þingmanna og/eða þjóðkjörins forseta til
að skjóta málum til þjóðarinnar."
Skoðanir hans í bókinni voru í góðu sam-
ræmi við það sem hann sagði á Alþingi 4.
mars 2003. Þá gerði hann grein fyrir tillögu
sem hann flutti ásamt félögum sínum í VG,
um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í
Reyðarfirði:
„Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það
verið vandinn að nokkrum manni í þessum
sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé
ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og
kjósa um það samhliða því að hún kýs sér
þingmenn. Stundum heyrist að vísu ein-
staka hjáróma rödd um að sum mál séu svo
flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.
Það er einhver allra ömurlegasti málflutn-
ingur sem ég heyri."
í áðurnefndri bók taldi Steingrímur rétt að
setja inn í stjórnarskrá ákvæði um þjóðar-
atkvæði:
• 20-30 þúsund manns geti krafist þjóðar-
atkvæðis
• 27 þingmenn hið minnsta geti krafist
þjóðaratkvæðis
Stjórnarskránni hefur ekki verið breytt
og því engin leið að efna til þjóðaratkvæðis
nema að meirihluti þingmanna ákveði slíkt
eða að forseti synji lögum staðfestingar.
Skilyrði Steingrím uppfyllt
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók
ákvörðun um að synja í annað sinn lögum
um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans -
lcesave, lá tvennt fyrir:
• Yfir 41 þúsund landsmanna skrifuðu
undir áskorun til forseta að hafna lcesave-
lögunum.
• 30 þingmenn greiddu atkvæði með því að
76 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016