Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 68
þeir entust. Þessi siður kristinna manna að skrifa á veraldlega valdsmenn allt sem aflaga fer og þar með firra guð sinn allri ábyrgð á öðrum mannlegum einkennum en gæsku manna hefur orðið til þess að kristin menn- ing ber með sér frá einni kynslóð til annarrar geðkvilla af öllu hugsanlegu tagi, jafnt austan hafs sem vestan. Ég á meðal annars við þann tvískinnung sem einkennir styrjaldir af hagfræðilegum ástæðum í hinum ókristilegri skikum heimsins, styrjaldirnar sem brunnið hafa á mönnum fyrir tilstyrk fjölmiðlanna á undanförnum áratugum, íVíetnam, Laos, Líbýu, frak, Afganistan, Sýrlandi, styrjaldir sem háðar eru í nafni kristilegs siðferðis og lýðréttinda en í raun réttri eru viðskiptalegs eðlis. Kirkjupólitíkin boðar, ekki bara sú kaþólska heldur einnig sú lúterska, að almættið sé aðeins til ofan við ákveðin fagur- fræðileg mörk. En guð getur ekki verið í senn góður og almáttugur, ekki sá kristni fremur en aðrir, hvað sem boðskap kristinna manna líður, það skilja bæði gyðingar og arabar. Kommúnisminn leið undir lok á síðustu ára- tugum 20. aldarinnar. Eftir örbylgjubyltingu Vesturveldanna hætti almenningur í Sovét- ríkjunum fimmtán að treysta miðstýringu kommúnismans í þeim löndum. Alþýðan sem færð hafði verið inn í einhverskonar nútíma fyrir tilstyrk kenningar Karls Marxs var tekin að hugsa á nútímavísu og gerði nú kröfur um smáraútvörp og amerískar gallabuxur með tilvísun á vestræna lífsfyllingu. Við fall Sovétríkjanna glötuðu Bandaríkjamenn and- stæðingi sem þeir höfðu komið sér upp til að styrkja innbyrðis samstöðu fólksins í landi sínu um kristileg lífsgildi, með tilvísun á kenningu Lorenz um gæsir. Arabar voru þeir einu sem enn þyþbuðust við markaðslögmálunum svo teljandi sé. í stað illsku BNA-manna í garð komma, raunverulegra og ímyndaðra, urðu arabar að svo komnu fyrir valinu enda voru þeir þá nýlega lausir undan ofríki hinna evrópsku nýlenduþjóða.Trúarpólitíkaraba er á skjön við lýðræðisleg lífsgildi svo að áber- andi er. Því lágu þeir vel við höggi. Arabar lifa við járnaga á ástríður og þeir leggja allt í sölurnar fyrir stoltið. Fyrir hvort tveggja einkennið hefur draumur arabískrar milli- stéttar undanfarna áratugi um efnislega sælu á vestræna vísu valdið ólgu meðal heittrúaðra múslíma. Átakamál hafa komið upp milli araba og einræðisherra þjóða þeirra, Líbýumanna, íraka og nú síðast Sýrlendinga, fyrir þessa orsök. Fyrst innanlandsóeirðir. Á þeim þrífst Bandaríska leyniþjónustan, CIA, sem opnar leið vestrænum vopnasölum og olíukaupendum úr sömu átt. Vestræn menning byggist á flarstæðum: hráolíu (jurtaleifar) sem drifafli efnishyggj- unnar; önnur er þessi og ekki síðri að andinn er fjötraður við kreddur um frelsun mannkynsins fyrir dauða eins manns. Kristnir berja sér á hverjum helgidegi trúar sinnar fyrir meðferðina á leiðtoga sínum fyrir öldum og árþúsundum. Múslímatrú er ófyrirleitnari hinni kristnu í kynferðismálum; trú múslíma svínbeygir sterkustu menn undir kynlífsbæl- ingu meinlætaklerka, auk þess undir ómann- lega refsimáldaga, svo sem aflimanir fyrir þjófnaði. Að kristilegu áliti er hvort tveggja óásættanleg framkoma við minnimáttar. Meðal múslíma ríkir strangt klerkaveldi sem nær til allrar mannlegrar hegðunar innan þjóðfélaga þeirra. Lýðræði að vestrænni fyrirmynd er því eitt og sér óásættanleg að áliti þeirra sem leggja út af orðum spá- mannsins. Sú trú að árangur náist við stjórn veraldlegra málefna við svo tilviljanakennt val á æðstu valdamönnum sem hinn lýðræðislegi kosningaréttur ber með sér er í meira lagi Ijarstæðukennd frá sjónarmiði strangtrúaðs múslíma. Enda eru skammtíma- lausnir hið eina tiltæka úrræði lýðræðis við mannlífsvanda. Popp, tíska, í einu orði sagt trú á hverfulleika mannlífsins. Lífsgæðakapp- hlaup fylgir lýðræði sem hugsjónastefnu. Bein afleiðing af slíku kapphlaupi er ofnýting náttúruauðlinda. Þjóðverjar þóttust niður- lægir í styrjöldunum báðum, ef ástæða er til að ætla að þær hafi verið tvær en ekki bara ein. Með þeirri seinni ætlaði þýska þjóðin sérfulla stjórn á hráefnum heimsins undir þjóðskipulagi sem svaraði til sjálfsálits Þjóðverja; að þeir væru gáfaðastir, fegurstir, göfugastir, hraustastir, hugdjarfastir o.s.frv. 66 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.