Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 90
Hvað ætli gerðist ef kristið fólk myndi búa til hugtakið kristnifóbía og notaði það svo sem rautt spjald þegar troðið er á viðkvæmum tám þeirra? Hefði það vakið hræðslu eða hefði fólk einfaldlega skellt upp úr? xenófóbía sem þýðir útlendingaótti. Það er merkimiði sem fæst eru vísast mjög hrifin af að hafa hangandi á sér. Með slíkri hugtaka- notkun eru dregnar fram myndir af hatri, ofsóknum, mismunun og rasisma. Þetta hefur einmitt gerst í hinni opinberu umræðu: Fái fólk kastað merkimiðanum ísiamófób á eftir sér þá er það vel á veg komið að hafna í flokknum„rasisti." Pascal Bruckner ræðir um notkun hugtaksins íslamófób í áðurnefndri bók sinni:„Hugtakið er snjöll uppfinning þar sem því tekst að gera íslam að einhverju sem er óhrekjanlegt, eitthvað sem maður getur ekki hreyft við án þess að verða sakaður um rasisma."6 Brucknertelur hreinlega að við séum í dag„vitni að heimsumlykjandi spuna varðandi meint skoðanabrot, af sömu stærðargráðu sem átti sér stað á sínum tíma í Sovétríkjunum þar sem manneskjur voru sakaðar um að vera óvinir alþýðunnar."7 Ég gæti ekki verið meira sammála. Hvað ætli gerðist ef kristið fólk myndi búa til hugtakið kristnifóbía og notaði það svo sem rautt spjald þegar troðið er á viðkvæmum tám þeirra? Hefði það vakið hræðslu eða hefði fólk einfaldlega skellt upp úr? Ég brosti með sjálfri mér þegar ég skrifaði síðustu setningu. Á sama tíma finn ég fyrir þægilegri frelsistilfinningu við að finna ekki til neins ótta ef mér dytti í hug að gefa kristin- dómnum langt nef. Mér finnst eitthvað rasískt við þetta allt saman. íslam ertrúarbrögð„útlendinga." íslam kom með innflytjendum. Eru þessir nýju trúandi borgarar ekki jafningjar okkar? Þola þau ekki sömu umræðu og norska skáldið Arnulf 0verland og síðarfélagasamtökin Heiðingjasamfélagið beittu á sínum tíma til að manngera kirkjunnar menn í Noregi? Er ekki verið að gera lítið úr okkar nýju 6 Pascal Bruckner: Op. cit., bls. 60. 7 Pascal Bruckner: Op. cit., bls. 63. landsmönnum og -konum? Breski rithöfundurinn George Orwell (1903- 1950) skrifaði af ástríðu gegn hvers kyns alræðishyggju. Ég hef staldrað við þessi orð hans: Á hverjum tíma finnst rétttrúnaður, safn hugmynda sem gengið er út frá sem vísu að allar rétthugsandi manneskjur samþykki án spurninga. Það er ekki beinlínis bann- að að segja þetta eða hitt, en það samt nokkuð sem fólk gerir ekki. Allir sem ögra ríkjandi rétttrúnaði uppgötva að það er þaggað niður í þeim með ótrúlega skil- virkum hætti. Skoðun sem gengur þvert á það sem er móðins, fær nær aldrei sanngjarna umfjöllun í umræðunni, hvorki í almennum fjölmiðlum né í tímaritum lærdómsfólksins.8 Hvernig varð hugtakið íslamófóbía til? Franska vísindakonan og rithöfundurinn Caroline Fourest telur að hún hafi fundið upphaf þessarar nýsköpunar. Ég varð ekki hissa á þessu upphafi hugtaksins því það tengist einum af Ijótustu köflum íslams sem er kvennakúgunin. Samkvæmt Fourest þá var þetta hugtak íslamófób fyrst notað af tals- mönnum moska og íslamskra trúarhreyfinga gegn femínistum á áttunda áratug síðustu aldar. Fourest greinir frá því að hin þekkta bandaríska kvenréttindakona og rithöfundur Kate Millet, hafi sætt grófum svívirðingum og meðal annars uppnefnd sem íslamófób, þegar hún tók sér það frelsi að hvetja íranskar konurtil að kasta slæðunum. Þetta uppnefni breiddist síðan út á tíunda áratugnum á Vesturlöndum eftir því sem umræðan varð háværari í tengslum við kvennakúgun innan íslams. Þar gilti einu hvort rætt væri almennt 8George Orwell.The Freedom of the Press - Orwell's Proposed Preface to'Animal Farm'. Finnst á http://orwell.ru/library/novels/Animal_Farm/ english/efp_go 88 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.