Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 25
að allar hugmyndir um lækkun skatta verði
afturkallaðar, gamlir skattar verða endur-
vaktir og aðrir hækkaðir.
Enginn þarf að fara í grafgötur með vilja
vinstri manna til að endurvekja auðlegðar-
skattinn, hækka tekjuskatt fyrirtækja og
einstaklinga, auðlindagjald á sjávarútveg,
Ijármagnstekjuskatt o.s.frv.
„Afsala sér tekjum"
Hugmyndafræði vinstri manna byggir á þeirri
trú að ríkissjóður sé að„kasta frá sér tekjum"
með lækkun skatta og afnámi gjalda og tolla.
Rauði þráðurinn í málflutningi þeirra er að
ríkissjóður sé að„afsala sér tekjum".
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Guðmundur
Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir, Stein-
grímur J. Sigfússon, Oddný G. Harðardóttir,
Helgi Hjörvarog Árni Páll Árnason eru meðal
þeirra þingmanna sem líta svo á að ríkis-
sjóður sé að„afsala sér tekjum" með lækkun
skatta og opinberra gjalda. í september
síðastliðnum hélt Páll Valur Björnsson, þing-
maður Bjartrarframtíðar, því fram í þingræðu
„að þessi ríkisstjórn hefur markvisst afsalað
sér tekjum".
Píratar munu ekki standa í vegi fyrir að
skattastefna vinstri flokkanna verði innleidd
að nýju. Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata,
segir það ekki vera stefnu Pírata að hækka
skatta á þá launahærri í samfélaginu en það
sé heldur ekki stefna flokksins að gera það
ekki! Píratar hafa boðað stórkostlegaraukna
skattheimtu en þeir vilja auka skatttekjur
ríkisins um allt að 100 milljarða króna.
Jöfnuður niður á við
Ef lýsa á skattastefnu vinstri stjórnar Sam-
fylkingar og Vinstri grænna, er best að leita í
smiðju Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna:
Ef það hreyfist skattleggðu það. Ef það
heldur áfram að hreyfast, settu lög. Ef það
stoppar, settu það á ríkisstyrk.
Sá er þetta skrifar hefur oftar en einu sinni
dregið upp á mynd af vinstri mönnum að
þeir hafi alltaf einfalda lausn á vandamálum
MargretThatcher, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, benti á að vinstri
menn vilji jafna kjörin niður á við -
hægri menn vilji bæta kjör allra.
- allt frá rekstri ríkissjóðs til jöfnunar lífskjara:
Skattarskulu hækkaðir.
MargretThatcher, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, benti á að vinstri menn
vilji jafna kjörin niður á við - hægri menn vilji
bæta kjör allra.
Því meiri samneysla (útgjöld ríkis og sveitar-
félaga) sem hlutfall af landsframleiðslunni
(þjóðarkökunni) því meiri velferð. í velferðar-
ríki vinstri manna skiptir stærð þjóðarkökunnar
ekki mestu heldur hversu stóran hlut hið
opinbera tekur af henni. Þannig er velferðin
meiri þegar samneyslan er 50% af 1.500
milljarða þjóðarframleiðslu en ef ríki og
sveitarfélög taka„aðeins" til sín 40% af 2.000
milljörðum. Engu skiptir þótt útgjöld hins
opinbera séu 50 milljörðum meiri (800 í stað
750) þegar kakan er stærri.
Það var með þennan mælikvarða að vopni
sem formaður Vinstri grænna hefur gagn-
rýnt skattalækkanir ríkisstjórnar Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Verst þykir
skattaglöðum vinstri mönnum að í langtíma-
áætlun skuli gengið út frá því að aukinn
hluti hagvaxtar verði eftir í vösum einstakl-
inganna. Þannig verður hlutfallsleg stærð
ríkissamneyslunnar af þjóðarkökunni minni
þegar kakan stækkar en engu að síður verður
kökusneið ríkisins stærri. Þetta er eitur í
beinum vinstri manna og svo virðist sem þeir
trúi því í einlægni að með því sé velferðar-
samfélaginu ógnað.
Vinstri menn eru áhugasamari að stækka
sneið hins opinbera af þjóðarkökunni en að
baka stærri köku. Með sama hætti eru þeir
uppteknir af því að auka jöfnuð í þjóðfélag-
inu en hafa minni áhyggjur af því að bæta
almenn lífskjör. Samfylkingar og vinstri
grænir eru því hreyknir„árangri" hinnar
norrænu velferðarstjórnar sem jók jöfnuðinn,
en lífskjör allra versnuðu.
í fyrirmyndarríki er betra að verkamaðurinn
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 23