Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 44
Strax eftir að tílkynnt var um kaup Orca á ráðandi hlut í FBA fóru af stað sögur um að gerður hefði veriðjeyni- samningur"milli seljanda og kau- panda um að stuðla að sameiningu Kaupþings og FBA. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, var einn þeirra sem hafði áhyggjur af meintum leynisamningi. þá þarf kannski að kanna hvort aðrar laga- forsendur þurfi að vera fyrir hendi sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfinu í þessu landi sé dreifð": íslenska þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyrir það að vera í höndunum á mjög fáum aðilum. Davíð endurtók þessi orð efnislega í fréttum Stöðvar 2, sama kvöld og hafði áhyggjur af þeirri hættu að ef einhverjir yrðu of stórir hluthafartækju þeir ákvarðanir sem þjónuðu ekki endilega bankanum heldur fremur eigin hagsmunum. Þegar þessi orð voru látin falla lá ekkert fyrir um það opinberlega hverjir ættu Orca en þau voru í samræmi við það sem forsætisráðherra hafði sagt árið 1998 meðal annars í viðtali við Morgunblaðið í ágústmánuði. Strax eftir að tilkynnt var um kaup Orca á ráðandi hlut í FBA fóru af stað sögur um að gerður hefði veriðjeynisamningur" milli seljanda og kaupanda um að stuðla að sameiningu Kaupþingsog FBA. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingar- nefndar, var einn þeirra sem hafði áhyggjur af meintum leynisamningi. Áhyggjurnar voru skiljanlegar í Ijósi þess að einkavæðingar- nefnd varað undirbúa sölu á 51% hlutafjár ríkisins í FBA og því hugsanlegt að verðmæti eignarhlutans hefði minnkað. Hreinn skrifaði grein í Morgunblaðið 26. ágúst og sagði: Nokkru áður en sala á 49% eignarhlut ríkisins í FBA fór fram í árslok 1998 óskuðu forráðamenn sparisjóðanna og Kaupþings eftir því að fá að kaupa öll hlutabréf ríkis- sjóðs í bankanum með það í huga að sameina Kaupþing og FBA. Ekkert varð af slíkum viðskiptum vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að selja bankann í dreifðri sölu til almennings. Upplýst hefur verið að sparisjóðirnir og Kaupþing rökuðu til sín 25-28% hlutabréfa í FBA á eftir- markaði á umtalsvert hærra gengi en þeir buðu ríkinu upphaflega. Þessi hlutabréf hafa nú verið seld til Orca, eignarhalds- félags í eigu fjögurra einstaklinga. Hvergi hefur þó komið fram,að sparisjóðirnir og Kaupþing hafi fallið frá fyrri áformum sínum um að sameina FBA og Kaupþing. Orðrómur er um að sparisjóðirnir, Kaupþing og Orca hafi sammælst um að vinna áfram að slíkri sameiningu. í framhaldinu óskaði Hreinn eftir því að upplýst yrði hvort gerður hafi verið munn- legur eða skriflegur samningur milli Orca og Scandinavian Holdings, um frekara samstarf þegar ríkissjóður seldi hlutabréf sín í FBA. Þá vildi Hreinn einnig vita hvort ætlunin væri að sameina Kaupþing og FBA. Einkavæding í uppnám I umræðum á Alþingi í nóvember 1999 gagnrýndi Davíðs Oddsson Kaupþingsmenn og sakaði þá um skeytingarleysi gagnvart hagsmunum ríkissjóðs og annarra hlutahafa í FBA. Hann fullyrti að gerður hefði verið leyni- legur baksamningur þegar Orca keypti hlut Kaupþings og sparisjóðanna í FBA, þar sem Kaupþing hefði skuldbundið sig til að kaupa um 11% í FBA þegar ríkissjóður seldi þann hlut sem stæði eftir í bankanum. Með því væru aðilar komnir með ráðandi stöðu í bank- anum og hægt væri að vinna að sameiningu Kaupþings og FBA. Davíð var sannfærður um að með þessu væri einkavæðing FBA í uppnámi. Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kaupþings, og Sigurður Einarsson for- stjóri höfnuðu staðhæfingum Davíðs og sögðu fráleitt að reynt hafi verið að koma einkavæðingu FBA í uppnám. Fullyrðingum um leynisamning við Orca var einnig hafnað. 42 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.