Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 89
Hege Storhaug ásamt Magnúsi Þór Hafsteinssyriþýðanda bóka hennar á íslensku. Árið 2008 gaf Bókaútgáfan Ugla út
bókina Dýrmætast er frelsið - Afleiðingar innfiytjendastefnu eftir Storhaug. Magnús Þórþýddi einnig þá bók.
í hinu gamla samhengi af hinum góðu og
framsæknu vinum þeirra, undirlögð hinum
þjóðernislega afmarkaða patríótisma," eins
og Bruckner orðar það.„Einmitt eins og á
nýlendutímanum þá er þeim vísað til þess að
halda sig við húðlit sinn, uppruna sinn."3
Þannig nærir fólk fordómana sem það
vill þerjast gegn. Það er litið á hinn, einmitt
sem hinn, ekki sem jafningja, heldur sem
óæðri,„að eilífu kúguð manneskja hverrar
fyrri raunir eru áhugaverðari en afrek líðandi
stundar."4
Útkoman af þessu er að mannekjan verður
þrælbundin. Hún öðlast ekki frelsi.
Múslimskir vinir mínir eru einmitt vinir
mínir vegna þess að við hittumst eingöngu af
væntumþykju í garð hvers annars og til hins
opna, frjálsa samfélags. Fyrir mig er það síðan
aukalegur bónus að þau hafa menningarlega
3 Pascal Bruckner: Op. cit., bls. 149.
4 Pascal Bruckner: Op. cit., bls. 150.
og trúarlega þekkingu sem ég get notið góðs
af, og þau geta sömuleiðis nýtt sér þekkingu
mína á norska menningarheiminum. Ekki
frekar en ég eru þau upptekin af mismunandi
húðlit. Svona einfalt og augljóst er þetta.
Getum við kastað
sjúkdómsgreiningunni?
„Engin umræða er eldfimari, viðkvæmari,
ruglingskenndari og skelfilegri heldur en
rökræðan um framtíð íslams í Evrópu," hefur
Ayaan Hirsi Ali sagt.5 Það er erfitt að vera
ósammála henni, ekki síst þegar við horfum
á mannslíf tapast í„umræðunni," eða réttara
sagt í skortinum á vilja til þess að taka föstum
tökum á vandamálum íslams sem snúa að
lýðræði og frelsi.
Það er vísast engin tilviljun að nýyrðið
íslamófóbía er sett jafnfætis hugtakinu
5 Sjá theweek.co.uk, 5. maí 2009:„lt's time
lily-livered Europe stood up to Muslim bigots."
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 87