Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 66
„ Móðir mín sagði stundum um okkur bræður þrjá, syni sína, að við hlytum að eiga kyn að rekja til araba og varþá að vísa
til skaplyndis og að einhverju leyti til útlits’
um í Húnaþingi og þar var hann alinn upp.
Móðuramma mín var úr Línakradal V-Hún.
sem liggur í þjóðleið norður um land strax og
komið er úr Miðfirði. Amma, fóstra mín, var á
allan hátt eins og íslenskar kerlingar áttu að
sér áður en markaðsþarfir fóru að setja mark
sitt á þær eins og nú er aftur á móti.
Móðir mín sagði stundum um okkur
bræður þrjá, syni sína, að við hlytum að
eiga kyn að rekja til araba og var þá að vísa
til skaplyndis og að einhverju leyti til útlits.
Föðuramma mín, Filippía hafði arabískt útlit,
hún var grönn, hávaxin, svarthærð, dökk-
eygð og móleit á hörund. Hún var fáskiptin,
stolt, skaphörð. Langafi hennar, Gísli Konráðs-
son fræðaþulur, hafði líkt lundarlag og jafnvel
útlit ef marka þessa einu mynd sem til er af
honum. Faðir minn var Skagfirðingur jafnt í
ættir sem að útliti en skaplyndið bar með sér
að vera lengra að komið.
2.
Heimur araba sem veldur nú togstreitu víða
um veröldina einkum vegna ósættis um landa-
mæri er að miklu leyti tilbúningur Vestur-
veldanna. Landamæri ófriðarlanda síðustu
ára í Afríku og við Miðjarðarhafið voru dregin
með reglustiku á fundi nýlenduvelda í Berlín
1888. Hinn kristni minnihluti Sýrlands inn af
botni Miðjarðarhafs, sem varfrönsk nýlenda
til ársins 1946, en síðan bresk um alllangt
skeið, er nú á þessum dögum á flótta frá
heimalandi sínu til Evrópu. Þetta flóttafólk
sækir í velferð eins og þá sem núlifandi
íslendingar hafa lifað við lengst af ævinnar og
helst er að finna í Norður-Evrópu. Fyrir flótt-
anum eru söguleg rök.Taktu eftir klæðnaði
flóttafólksins af sjónvarpsmyndum, hlustaðu
eftir málfari þess. Hvorttveggja ber vitni
um megn evrópsk áhrif og þar með þá náin
tengsl við nýlenduþjóðirnar báðar, Englend-
inga og Frakka, sem löngum hafa ráðið lífi
kynslóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú
bankar þetta fólk uppá hjá Englendingum,
Frökkum, Þjóðverjum með vanda sinn að lifa í
samræmi við arabísk þjóðareinkenni, það vill
að saman gangi á ný með þeim og nýlendu-
drottnum liðinna tíma. Umrótið sem þeir
64 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016