Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 11
Ifréttum um Panama-skjölin var Sigmundur Davíð meðal annars sagður í hópi með Valdimír Pútín Rússiandsforseta og
Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
sunnudaginn 3. apríl vegna framgöngu sinnar
og ummæla. í fréttum um Panama-skjölin var
Sigmundur Davíð sagður í hópi með Valdimír
Pútín Rússlandsforseta, Muammar Gaddafi,
einræðisherra í Líbíu, Salman bin Abdulaziz,
konungi Sádi-Arabíu, Mauricio Macri, forseta
Argentínu, Petro Porosjenkó, forseta Úkraínu,
og Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans.
Á þingfundi mánudaginn 4. apríl spurði
Árni Páll Árnason, þáv. formaður Samfylk-
ingarinnar, hvort Sigmundur Davíð ætlaði
ekki að„nota tækifærið hér og nú til að biðja
þjóðina afsökunar á því að hafa sett hana í þá
stöðu að vera stillt upp við hliðina á mörgum
illræmdustu og harðsvíruðustu einræðisherrum
heims? Og ætlar hæstv. forsætisráðherra að
horfast í augu við veruleikann og segja af sér
embætti?"
Sigmundur Davíð sagði alrangt hjá Árna
Páli að hann eða eiginkona sín hefðu átt
eignir í skattaskjóli.„Það hafa verið greiddir
skattar af þessum eignum frá upphafi," sagði
forsætisráðherra. Árni Páll sagði:
„Ég ítreka spurninguna til hæstv. forsætis-
ráðherra og bæti við: Skammast hann sín
ekki fyrir að hafa komið íslandi í þennan
hóp? Hyggst hann ekki biðjast afsökunar á
því í það minnsta?"
Síðar í umræðunum sagði Sigmundur
Davíð:
„Ég ætla hvorki að fara að halda því fram að
frammistaða mín í þessu viðtali hafi verið til
eftirbreytni né að fara að rekja hér, sem þó
er ástæða til, til að setja hlutina í samhengi,
með hvaða hætti þetta bar að, til þess að
skýra hvernig ég svaraði, svör sem byggðust
fyrst og fremst á undrun og því að reyna
að átta sig á því hvað verið væri að fara. [...]
Ég nefndi ýmislegt í óðagoti, held ég að
megi alveg kalla, virðulegi forseti, í þessu
viðtali á meðan ég var að reyna að ná
áttum um hvers vegna umræðan var allt í
einu orðin allt önnur en boðað hafði verið.
[...] Svoleiðis að ég ætla ekki á nokkurn hátt
að reyna að halda því fram að ég hafi verið
skýr í því hvernig ég kom hlutum frá mér
[í viðtalinu]."
Á meðan Sigmundur Davíð varðist í
þingsalnum streymdu þúsundir manna til
mótmælafundar á Austurvelli. Aðstandendur
fundarins sögðu um 23.000 manns hafa orðið
við kalli þeirra. Lögreglan taldi svo margt fólk
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 9