Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 88
í viðleitni til að vernda minn eigin siðferðislega orðstír mátti lesa í Dog- blodet haustið 1996 að ég væri sam- mála Carl I. Hagen þingmanni og þáverandi formanni norska Framfara- flokksins, um að það væri mikilvægt að pakistanskar konur lærðu norsku svo þær gætu orðið þáttakendur í samfélaginu. fyrir að þær öðlist frelsi í hinu„heiðna" norska samfélagi jafnréttis kynjanna. Þetta hafði ég viðurkennt en ég velti því fyrir mér hvernig því yrði tekið þegar ég setti fram þessar niðurstöður á opinberum vettvangi. Þessi spurning var nagandi innra með mér. í viðleitni til að vernda minn eigin siðferðis- lega orðstír mátti lesa í Dagbladet haustið 1996 að ég væri sammála Carl I. Hagen þingmanni og þáverandi formanni norska Framfaraflokksins, um að það væri mikilvægt að pakistanskar konur lærðu norsku svo þær gætu orðið þáttakendur í samfélaginu. Þessu samþykki mínu fylgdi síðan þessi vægast sagt klaufalega yfirlýsing:„En andstætt honum þá hlakka ég til þess dags þegar við fáum kven- kyns pakistanskan borgarstjóra í Ósló." Mér tókst sem sagt að básúna út þessari skammarlegu lágkúru því ég var að reyna að fyrirbyggja að ég yrði stimpluð með hinu sóðalega r(asista)orði. Hver og einn sem hefur fylgst með Hagen í gegnum tíðina, og hlustað á fyrir hvers konar gildum hann hefur staðið í öll þessi ár sem hann hefur verið í hringiðu stjórnmálanna, veit að frjálshyggju- maðurinn Hagen yrði stoltur eins og hani á haug yfir því ef flokkur hans gæti skreytt sig með borgarstjóraembættinu í Ósló og að fulltrúi hans væri þar að auki kvenkyns Mekku-múslimi með rætur í Pakistan. Það er jú grundvallarhugsjón innan frjálshyggj- unnar að hver einasti borgari, óháð bakgrunni, skuli með markvissu og ötulu starfi eiga möguleika á að vinna sig til æðstu metorða í þjóðfélaginu. Náð og fyrirgefning eru grunnstoðir í hinu kristna norska menningasamfélagi. Af þeim sökum vona ég að þú, Carl I. Hagen, getir fyrirgefið mér þennan vesæla heigulshátt minn þarna um árið. Ég biðst djúpt og inni- lega afsökunar. ítvo áratugi hef ég nú farið lönd og strendur með fyrirlestra um innflytjendamál, íslam og heiðursmenningu. Þar hef ég talað fyrir mjög ólíkum hópum. Mín sterka upplifun og reynsla af þessu er sú að Norðmenn eru mjög þakklátir, hrifnir og bera mikla virðingu fyrir innflytjendum frá fjarlægum löndum sem koma sér vel fyrir í norsku samfélagi og verða fullgildir þátttakendur í því. Innflytjendur sem eru uppteknir af því að taka þátt í því að halda áfram að byggja gott samfélag í Noregi eru mikils metnar manneskjur. í augum flestra okkar í Noregi þá eru hlutir eins og það að vera upptekinn af„húðlit" gamaldags viðhorf. Við löðumst að manneskjum sem okkur líkar við og okkur finnst við eiga and- lega samleið með. Við umgöngumst ekki fólk fyrst og fremst bara af því að það er gyðingur, afríkani, arabi eða Norðmaður. Rætur, upphaf og trúarbrögð lendir í öðru sæti og þá fyrst og fremst vegna jákvæðrar forvitni. Það er eins Pascal Bruckner skrifar:„Maður er einvörðungu til sem einstaklingur þegar persónulegir eiginleikar verða mikilvægari heldur en þjóðerni, húðlitur, útlit og hvar maður heyrirtil."2 Það er hér sem ég tel að hreyfingar gegn rasisma og fjölmenningarsinnar geri ein af sínum stærstu mistökum. Báðir hópar eru uppteknir af því að virða menningarlegan og trúarlegan mismun. Að auki tekst þeim sjaldan að vera litblind þegar þau hitta fólk sem tilheyrir ekki þeirra eigin kynþætti. Niðurstaðan er sú að fólk er„læst" inni í skilgreingar eftir þjóðerni- eða kynþætti. Þetta leiðir síðan til þess að umræðan lendir í sama feni og fólk vildi draga hana uppúr. „Þar með eru hinir svörtu og arabarnir fangar eigin sögu til eilífðarnóns, þeim komið fyrir 2 Pascal Bruckner: The Tyranny of Guilt; An Essayon Western Masochism, bls. 150. 86 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.