Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐID LAUGAROAGUR G. MARS ZOIO
Fréttir
INNLENT
Þau ætla ekki að kjósa í dag
• Jóhanna segir að ríMsstjómin hafi
ekki langan tíma til að klára málið
Morxunblm'iAE rnir
Réðherrar Forsætisi-áðherra og Ijiírniálaráðherra ætla ekki að kjósa í dag.
Eftir Egil Óiafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ er lýðræðislegur réttur
hvers og eins að ákveða hvort hann
fer á kjörstað, segir já, nei eða skil-
ar auðu. Ég ætla hvorki að hvetja
né letja fólk til að fara á kjörstað,“
segir Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðheiTa, en hún ætlar ekki
að taka þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Icesave-lögin. Fjár-
málaráðherra er sama sinnis.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagðist hafa velt
gildi þjóðaratkvæðagreiðslunnar
talsvert fyrir sér. „Minn hugur er
svipaður og forsætisráðherra. Ég
sé takmarkaðan tilgang í því að
taka þátt í þessari kosningu. Til
þess að svona kosning þjóni ein-
hverjum tilgangi þarf hún að mínu
mati að uppfyila tvennt, það þurfa
að vera í boði einhverjir skýrir val-
kostir og það þarf að vera í mögu-
legri útkomu kosningarinnar ein-
hver lausn á einhverju
viðfangsefni. Hvorugt er í boði í
þessu tilvild eins og nú er málum
háttað."
Samninganefnd íslands er á leið
heim og standa vonir til þess að
viðræður hefjist að nýju í næstu
viku. Steingrfmur sagðist hafa lagt
áherslu á það við Breta og Hol-
lendinga að ísland væri tilbúið til
að halda áfram viðræðum. í gær-
kvöldi fékk hann staðfestingu á þvi
að þeir væru tilbúnir til að halda
áfram viðræðum.
„Það er orðið Ijóst að við munum
ekki ná niðurstöðu í samningaum-
leitunum okkar við Breta og Hol-
lendinga fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ég held þó tvímælalaust
að bilið hafi minnkað verulega milli
aðila. Það er óumdeilt, að þó að við
höfum ekki náð samningi höfum við
náð verulegum árangri. Þó að það
verði gert hlé á viðræðum núna
meðan þjóðaratkvæðagreiðslan fer
fram þá Íegg ég mikla áherslu á að
aðilar komi saman eftir helgi og
taki upp viðræður þar sem frá var
horfið. Við verðum auðvitað að
vona að staðan verði ekki þyngri
eftir helgina og við náum niður-
stöðu sem er orðið mjög brýnt. Við
höfum orðið mjög lítinn tíma því að
áhrifln af þessu eru mjög mikil á
efnahags- og atvinnulífið," sagði
Jóhanna.
Steingrímur og Jóhanna sögðu
að atkvæðagreiðslan myndi ekki
hafa nein áhrif á stjórnarsamstarf-
ið. Jóhanna var spurð hvaða umboð
ríkisstjómin hefði frá þjóðinni til
að leysa málið í Ijósi þess að nú
væri verið að gera þriðju tilraun til
að leysa það. „Hún hefur alveg um-
boð til að leysa þetta mál að mínu
viti, en hún hefur ekki langan tíma
til þess.“
Steingrímur sagði að það yrði ís-
landi mjög dýrt ef þetta mál myndi
dragast lengi enn. „Við höfum ekki
efni á því. Við höfum ekki stöðu til
þess að láta þetta dragast mjög
lengi með öllum skaðlegu áhrifun-
um sem það hefur í efnahagslegu
tilliti."
Steingrímur sagði að enn bæri
talsvert á milli í deilunni. Nokkur
lagaleg atriði væru óklár, auk
hinna efnahagslegu þátta sem vægi
þyngst í málinu.
„Það er lýðræðislegur réttur hvers og eins að ákveða hvort hann fer á kjörstað, segirjá, nei eða skitar auðu. Ég ætla hvorki
að hvetja né letja fótk til að fara á kjörstað,"sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, ísamtaii við Morgunblaðið 6.
mars 2010- sama dag og fyrri þjóðaratkvæðagreiðsian um lcesave-samningana var haldin. SteingrímurJ. Sigfússon tók i
sama streng.
vísa lcesave-lögunum í þjóðaratkvæði.
Þannig var forsetinn í raun að fylgja eftir
hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar um
þjóðaratkvæði. Skilyrðin sem fyrrverandi
leiðtogi VG taldi að ættu að vera fyrir hendi til
að efnt væri til þjóðaratkvæðagreiðslu voru
uppfyllt. En Steingrímur fagnaði ekki heldur
þvert á móti reyndi hann ásamt Jóhönnu
Sigurðardóttur og fleirum að gera lítið úr
atkvæðagreiðslunni. Hún hefði ekkert gildi.
Þjóðaratkvæðagreidsla sögð dapurleg
Forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðu
tækifæri til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um lcesave áður en kom til þess að forseti
þeitti synjunarvaldi. Pétur heitinn Blöndal,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að
lög um ríkisábyrgðina skyldu ekki öðlast
gildi nema því aðeins að meirihluti kjósenda
samþykkt ábyrgðina í sérstökum kosningum.
Tillaga Péturs var felld 30. desember 2009
með stuðningi allra þingmanna Samfylk-
ingarinnar og 12 þingmanna Vinstri grænna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon, Ijármálaráðherra,
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
í aðdraganda fyrri þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar gerðu bæði Jóhanna og Steingrímur
lítið úratkvæðagreiðslunni. Eftir ríkisstjórnar-
fund 26. febrúar 2010 sagði Steingrímur að
óvíst væri hvort hann kysi.„Eigum við ekki
bara að hafa spennu í þessu máli," sagði
Steingrímur aðspurður. Hann taldi þjóðar-
atkvæðagreiðsluna vera„dapurlega" og
þjóna takmörkuðum tilgangi.
Jóhanna Sigurðardóttir svaraði fyrirspurn
Bjarna Benediktssonar um atkvæðagreiðsl-
una á þingi 1. mars 2010 og sagði:
„Hitt er annað mál að þegar fyrir liggur
tilboð frá Bretum og Hollendingum um
samning sem er með 70 milljarða lægri
greiðslubyrði en sá samningur sem greiða
á atkvæði um, veltir maður auðvitað fyrir
sér um hvað á að greiða atkvæði ef þetta
er raunverulega þjóðaratkvæðagreiðsla
um samning sem enginn berst fyrir lengur.
Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálf-
gerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðar-
atkvæðagreiðsla ekki marklaus þegarfyrir
liggur annað tilboð á borðinu sem við
gætum fengið?"
Morgunblaðið greindi frá því tveimur
dögum eftir að Jóhanna gaf litið fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna að Lee Buchheit,
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 77