Þjóðmál - 01.06.2016, Blaðsíða 95
virða siði annarra á forsendum fjölmenning-
ar. Þetta sama fólk, sem iðulega kallar sig og
er kallað„góða fólkið" af því að það er eins
og apinn sem heldur fyrir bæði augun (það
má ekkert illt sjá), neitar að horfa til þess að
í Múhameðstrú er ekki boðuð fjölmenning
heldur þvert á móti. Allir skulu lúta miðalda-
menningu eyðimerkurþjóðfélags sjöundu
aldar á grundvelli einmenningar sem er
algjör andstæða fjölmenningar.
Sjaldan eða aldrei áður í mannkynsögunni
hefur stór hópur og þá aðallega úr röðum
áhrifafólks í pólitík og fjölmiðlun neitað að
horfa á staðreyndir og telja að mikilvægast
sé að gera sem minnst úr eigin menningu til
að hún samræmist fámenningu og einmenn-
ingu aðkomufólks. En það er ekki nóg.
Háskólaelítan býr sér til skilgreiningar og
flokkar þá sem„nýrasista" sem telja einhverra
menningu merkilegri en einhverja aðra.
Samkvæmt því er hver sá sem telur
íslenska menningu merkilegri en einmenn-
ingu Saudi-Arabíu„nýrasisti". Svo ekki sé
talað um óvinafagnað þeirra sem halda
því fram að evrópsk menning sé merkilegri
en menning kyrrstöðuríkjanna fyrir botni
Miðjarðarhafs-ins, sem eru hneppt í fjötra
kennisetninga miðaldatrúar.
Sama elíta lítur hins vegar ekki til þess að
Múhameðstrú boðar hreinræktaðan rasisma
á grundvelli sjónarmiða um rétttrúaða og
hina. Sjónarmið múslima hvað þetta varðar eru
í samræmi við það sem sjá mátti í Missisppi í
Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar
þar sem víða stóð á matsölustöðum , klósett-
um og jafnvel strætisvögnum„M/ð/'fes only"
eða aðeins fyrir hvíta. Það sama mátti líka sjá
í Suður Afríku í lok síðustu aldar, en þá þótti
íslendingum rétt að beita þarlend stjórnvöld
viðskiptabanni í mótmælaskyni. Það sama
gildir hins vegar ekki um apartheidstefnu
Saudi-Araba og þess vegna Katarbúa sem
mismuna fólki eftir þjóðerni, trú og kyni.
Háskólaelítan á Vesturlöndum gerir enga
tilraun til að fjalla um það eða velta fyrir sér
hvaða heiti væri rétt að kalla það fyrirbæri, en
hamast skal þess í stað á þeim sem þora að
hafa skoðun á vondri meintri fjölmenningu
Sigur hugmynda upplýsingastefnunn-
arfærði Evrópu nútímaleg samfélög
þar sem oki kirkju og aðals var létt af
þjóðunum og mannréttindi eins og
við þekkjum þau þróuð auk nútíma-
legra sjónarmiða í viðskiptum og
stjórnsýslu. Það erað rótum þessarar
hugmyndafræði sem íslamisminn
vegur eins og hver önnur heildar-
hyggja hvort heldur það er Kommún-
ismi, Fasismi eða Nasismi. Engin hefur
efast um það að umrót og breytingar
sem tengd voru hugmyndafræði
upplýsingastefnunnar gerði þær
þjóðir sem tóku þeirri hugmynda-
fræði að öflugustu og ríkustu þjóðum
heims, þar sem lýðræði og mann-
réttindi þróuðust til góðs fyrir
einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi
sem er þó í raun ekkert annað en afturhvarf
til fornrar einmenningar eins og tíðkast með
Múhameðstrú í nútíðinni og Hege Storhaug
sýnir fram á með svo skýrum hætti í bók
sinni.
Hatursorðræða fortíðar
Einn af þeim köflum sem mér þótti mjög
athyglisverður í bókinni er umfjöllun um
viðbrögð og sjónarmið heimspekinga
fyrri alda í Evrópu og Bandaríkjunum til
Múhameðstrúar. Vísaðertil sjónarmiða
heimspekinga upplýsingaaldarinnar í Evrópu,
en engin stefna hefur haft meiri áhrif til að
færa Evrópu inn í nútímalegt menningarsam-
félag og upplýsingastefnan.
Sigur hugmynda upplýsingastefnunnar
færði Evrópu nútímaleg samfélög þarsem
oki kirkju og aðals var létt af þjóðunum og
mannréttindi eins og við þekkjum þau þróuð
auk nútímalegra sjónarmiða í viðskiptum
og stjórnsýslu. Það er að rótum þessarar
hugmyndafræði sem íslamisminn vegur eins
og hver önnur heildarhyggja hvort heldur
það er Kommúnismi, Fasismi eða Nasismi.
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 93