Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Morgunblaðið/Sigurður Bogi Umferð Rúmur þriðjungur sagðist myndu nýta sér Borgarlínuna mán- aðarlega eða oftar en tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndu nýta hana. Esther Hallsdóttir esther@mbl.is 51 prósent svarenda í könnun MMR taldi að bætingar á stofn- brautakerfi borgarinnar væru lík- legri til að draga úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin en bætingar á almenningssamgöng- um með Borgarlínu. Þriðjungur taldi Borgarlínu líklegri til að draga úr töfum en 16 prósent tóku ekki afstöðu. Þá töldu 44 prósent svarenda að til væru hagkvæmari leiðir til að ná jafn góðum eða betri árangri við að bæta almenningssamgöngur en uppbygging Borgarlínu. 14 prósent töldu það ekki en 42 prósent tóku ekki afstöðu. 40% svarenda leist mjög eða frekar vel á framkomnar hugmynd- ir um Borgarlínu en 34% leist mjög eða frekar illa á þær. Rétt rúmur þriðjungur taldi sig myndu nýta hana mánaðarlega eða oftar en tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndu nýta hana. Andstaða við fækkun akreina fyrir bíla 65 prósent svarenda sögðust mjög eða frekar andvíg fækkun ak- reina á Suðurlandsbraut fyrir bíla úr fjórum í tvær til að rýmka fyrir uppbyggingu Borgarlínunnar. Áætlað er að Suðurlandsbraut verði með tvöfaldri Borgarlínu- braut fyrir miðju og einni akrein fyrir bíla sitt hvorum megin. Meiri- hluti svarenda var hins vegar mjög eða frekar hlynntur lagningu stokks fyrir bílaumferð neðanjarð- ar. Þá var ríflegur meirihluti andvíg- ur lækkun hámarkshraða á borg- argötum en fjórðungur var hlynnt- ur þeim. Meirihluti svarenda var einnig andvígur fjölgun hraðahindr- ana til að draga úr hraða á götum. Könnunin var framkvæmd 7. til 12. maí og svarendur voru 611 ein- staklingar 18 ára og eldri búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Andstaða við fækkun akreina - 40% líst vel á Borgarlínu - Meirihluti telur bætingar á stofnbrautum líklegri til að minnka tafir Mjög góð kjörsókn í Reykjavík „Kjörsóknin hef- ur verið mjög góð til þessa og nokk- uð stöðugur straumur í Val- höll undanfarna daga,“ segir Kristín Edwald, formaður yfir- kjörstjórnar Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þrátt fyrir að hið eig- inlega prófkjör sjálfstæðismanna í borginni hefjist ekki fyrr en á morg- un hefur utankjörfundaratkvæða- greiðsla staðið yfir síðan 21. maí og í þessari viku hefur hún staðið fram á kvöld. „Skýringin er sjálfsagt þessi langa utankjörfundaratkvæða- greiðsla,“ bætir hún við. Að sögn Kristínar hafa um ellefu hundruð manns greitt atkvæði nú þegar, sem hlýtur að teljast harla gott í ljósi þess að í síðasta prófkjöri flokksins í borginni árið 2016 greiddu alls 3.430 atkvæði. Kosið verður um 6-8 efstu sætin í prófkjörinu, sem fram fer 4. og 5. júní. Kosið verður á fimm stöðum í borginni: í Valhöll, Háaleitisbraut 1; Hraunbæ 102b; Hverafold 3; Hótel Sögu við Hagatorg; og í Álfabakka 14a, milli kl. 10 og 18 báða daga. 13 eru í framboði: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ármanns- son, Birgir Örn Steingrímsson, Brynjar Níelsson, Diljá Mist Ein- arsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverr- isdóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Kjartan Magnússon, Sigríður Á. Andersen og Þórður Kristjánsson. Kristín Edwald - Prófkjör sjálfstæð- ismanna í Reykjavík „Það er farin að koma smá dyngjulögun á þetta,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um eldgosið í Geldingadölum. Hraun rennur nú inn í Geld- ingadali, í Meradali og suður í Nátthaga. „Það er orðið rosalega flott helluhraunið niðri í Meradölum. Strúktúrarnir sem hafa myndast þegar hraunið hefur tjakkað sig upp eru alveg stórkostlegir. Ég hef aldrei séð neitt því líkt áður, hvorki hér né á Havaí,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að jaðarinn á hrauninu í Meradölum hefði lyfst um allt að einn metra. „Landslagið stoppar ekkert þetta hraun. Það lyftir sér yfir hindranir og heldur áfram í ró- legheitunum. Helluhraunið flæðir yfir óslétta hraunið eins og ekkert sé.“ Mikil myndun á helluhrauni í Meradölum sýnir að flutningsrásirnar eru betur einangr- aðar en þær voru. Hraunið tapar mjög litlum hita á leiðinni. Ótrúlegur gangur hefur verið í hrauninu þar. Helluhraunið er komið eiginlega alveg austast í dalinn og miklu lengra en úfna hraunið náði. Hæð hraunsins í Geldingadölum er farin að nálgast hæð gígsins. Víða um dalinn brjótast fram yfirhlaup. „Það er greinilega hraunkvika undir þessu öllu saman,“ sagði Þor- valdur. Hann sagði að sér kæmi ekki á óvart að hraunið leitaði suður úr Geldingadölum áður en það fer yfir vestari stífluna ofan við Nátt- haga. Það gæti mögulega farið suður eftir gönguleiðinni og niður í Nátthagakrika haldi eldgosið áfram. gudni@mbl.is Hraunið veður yfir allt - Helluhraun breiðist yfir Meradali - Hraunið lyftir sér yfir hindranirnar Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.