Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is L eiðarljós mitt sem stjórn- andi fyrirtækis er að starfsmannahópurinn sé fjölbreyttur. Slíkt skapar orku og farveg fyrir sköpun sem við þurfum sterklega á að halda í al- þjóðlegu umhverfi,“ segir Sigríður Hrund Pétursdóttir sem á dögunum var kjörin formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. „Mikilvægt er að gefa starfsfólki svigrúm til að blómstra og uppskera. Síðan þurfum við sjálf að leita leiða til persónulegs þroska meðal annars hjá samferðafólki okkar. Engum sem við hittum fylgir handbók um viðhorf, reynslu eða hugmyndir viðkomandi. Allir hafa þó ósýnilegan bakpoka full- an af reynslu og þekkingu sem getur verið dýrmætt og jafnvel ómetanlegt innlegg. Vegferð stjórnandans er oft að ná því ósýnilega fram í samstarfs- fólki og auðvitað gleðjast yfir því þeg- ar fólk dafnar í lífi og starfi.“ Gefa fólki tækifæri til vaxtar og þroska Um 1.200 konur eiga aðild að FKA; sem stofnað var árið 1999. Fé- lagið á samstarf við fyrirtæki, fé- lagasamtök, opinbera aðila og fleiri á vinnumarkaði um eflingu þáttar kvenna í atvinnulífinu; rekstri, ný- sköpun og stjórnun. Einnig stendur félagið að ýmiss konar fræðsluverk- efnum og kynningum, sem miða að því að gera konur í atvinnulífinu, jafnt stjórnendur, leiðtoga sem at- vinnurekendur, sýnilegri í störfum sínum. Er slíkt meðal annars gert með fjölbreyttu viðburðahaldi, átaks- verkefnum og viðurkenningum til kvenna sem á einhvern máta eru leið- andi fyrirmyndir. „Á starfsferli mínum hef ég staldrað við á nokkrum stöðum en síðustu 10 ár hef ég verið sjálfstætt starfandi ásamt eiginmanni mínum, Baldri Ingvarssyni framkvæmda- stjóra. Hef komið að frumkvöðla- starfi, fjárfestingum og ráðgjöf við verkefnastjórn og gæðamál, meðal annars í rekstri okkar eigin félaga, segir Sigríður Hrund. Eitt þessara fyrirtækja eru Vinnupallar ehf. í Garðabæ, fyrirtæki sem veitir mann- virkja- og byggingariðnaði þjónustu. Öryggismál eru áhersluþáttur í rekstrinum, enda eru vinnuslys þekktur og sár veruleiki í bygginga- starfsemi. „Mér finnst mikilvægt að vera samferða börnum mínum í þeirra lífi og hef iðulega valið að sitja í stjórnum foreldrafélaga eða íþrótta- deilda þar sem börnin hafa tekið þátt. Einnig hef ég kennt 6-9 ára börnum vísindi og finnst afar skemmtilegt. Að sjá sprotana blómstra og gefa fólki tækifæri til vaxtar og þroska er skemmtilegt.“ Konur séu drífandi, hugrakkar og skapandi FKA á að vera leiðandi í starfi og mótandi afl í íslensku samfélagi, segir Sigríður Hrund. „Reynsla og þekking fé- lagskvenna er marglaga og mikil. Starf félagsins er því til samræmis fjölbreytt og kraftmikið og í sífelldum endurbótum eins og góðra félaga er siður. Við nýtum okkur tæknina til hins ýtrasta sem skapar vettvang fyr- ir fjölbreytni og öfluga tengslamynd- um kvenna úr öllum greinum at- vinnulífsins. Í gegnum starf félagsins myndast tengslanet og vinátta. Fé- lagskonum hugnast best að valdefla hver aðra, tala upp og áfram. Okkar er að vera drífandi, hugrakkar og skapandi og nýta tækifæri. Fjöl- breytni er að mínu mati lykillinn að jafnrétti.“ Sigríður Hrund á að baki fjöl- breyttan feril í atvinnulífinu. Hefur háskólamenntun í viðskiptafræði, stefnumótun, gæðamálum og verk- efnastjórnun. Starfaði um sinn hjá Norðuráli, en síðustu árin í eigin rekstri, sem fyrr segir. „Brýnasta verkefnið í dag – til að styrkja stöðu kvenna í atvinnulífinu – er að fá einkageirann og þá sem stýra opinberri starfsemi til að veita jafnt aðgengi að störfum óháð hefð- bundnum jafnréttisbreytum, eins og aldri, kyni og uppruna. Fjölbreytni er það besta sem samfélaginu býðst til framþróunar og þroska.“ Þurfum að horfa til nýrra mælikvarða Gróskan innan FKA er mikil og samtakamátturinn sterkur,“ segir Sigíður og heldur áfram: „Fjöl- breytni í starfi okkar er einstök; bæði eru innan félagsins atvinnurekendur og konur í leiðtoga-, sérfræði- og stjórnunarstöðum. Góð aldursdreif- ing er meðal félagskvenna, sérstök deild er fyrir nýja Íslendinga og þrjár dreifbýlisdeildir. Covid hefur reynd- ar lækkað og jafnvel fellt hólfaskipt- ingar alfarið innan félagsins, sem er bæði hvetjandi til aukinnar samvinnu og samstarfs. Félagsstarf innan FKA hefur mikið farið fram í netheimum síðustu misserin, sem hefur í raun eflt starfið.“ Hvað má kalla karllæg gildi og eru þau of áberandi í atvinnulífinu? Hverju þarf að breyta? „Ég kýs að hafna hugtakinu karllæg gildi. Segi frekar að við höf- um um of horft á á hefðbundna mæli- kvarða sem tengjast afkomu og ár- angri fyrirtækja hvað fjárstyrk varðar og fjármálatengd hugtök. En nú breytist heimurinn afar hratt og umhverfisvitund okkar knýr okkur til að hugsa uppsetningu fyrirtækja, stofnana og atvinnulífs upp á nýtt, segir Sigríður og að lokum: „Samhangandi mælikvarðar eins og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna knýja okkur til að breyta hratt – þar á meðal jafnrétti í samfélaginu og að taka fjölbreytni af fullum krafti. Það mun verða okkur gæfuspor til framtíðar. Að vinna saman að því að raungera ákvörðunina um jafnrétti er okkar sterkasta tækifæri til sam- keppnishæfni á alþjóðamarkaði og styrk stoð í kröftugt efnahagslíf.“ Fjölbreytni af fullum krafti Eigum að vera leiðandi í starfi og mótandi afl í íslensku samfélagi. Þetta segir Sigríður Hrund Péturdóttir, sem er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Atvinnulíf Höfum um of horft á hefðbundna mælikvarða sem tengjast afkomu og árangri fyrirtækja hvað fjárstyrk varðar og fjármálatengd hugtök. En nú breytist heimurinn afar hratt, segir Sigríður Hrund hér í viðtalinu. Vegferð stjórnandans er oft að ná því ósýni- lega fram í samstarfs- fólki og auðvitað gleðj- ast yfir því þegar fólk dafnar í lífi og starfi. Næstkomandi laugardag, 5. júní, verður í Þórsmörk haldinn viðburð- urinn Göngum saman. Markmið við- burðarins er að koma saman og fara hina frábæru gönguleið Þórsgötu og safna um leið fé til styrktar rann- sóknum á brjóstakrabbameini. Ferðaþjónustufyrirtækið Volcano trails, í samvinnu við styrktarfélagið Göngum saman, hefur skipulagt frá- bæra dagskrá þar sem boðið verður upp á rútuferðir, göngu, grillveislu og kvöldvöku við varðeld. Gönguleið- sögn verður um tvær leiðir; Merkur- eða Tindfjallahringinn. Þátttakendur greiða skráningar- gjald sem fer í styrktarsjóð Göngum saman, auk þess sem Volcano trails leggur fram mótframlag. Fjölmargir þátttakendur hafa þegar skráð sig. Því má búast við að Mörkin verði ið- andi af lífi á laugardag. Sjá má meira á volcanotrails.is. Göngum sam- an í Þórsmörk Þórsmörk Litið til Langadals. Skemmtun á fallegum stað Handritamál verða til umfjöll- unar á fundi sem Sagnfræðinga- félag Íslands stendur fyrir í Neskirkju í Reykjavík og hefst kl. 17 í dag. Nú, 50 árum eftir að Flateyj- arbók og Konungsbók eddukvæða voru afhentar Íslendingum með við- höfn, eru uppi hugmyndir um að endurskoða skiptingu handritanna. Á málþingi Sagnfræðingafélags Ís- lands ræða fimm fræðimenn um handritakröfur fyrr og nú. Hver á handritin og hvar eiga þau að vera? Hvaða áhrif hafa lög- fræði, tilfinningar, þjóðarstolt og stjórnmál á stöðu handritanna? Þetta og fleira er til umfjöllunar þar sem tala Guðrún Nordal, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Gottskálk Jensson, rannsóknardósent við Kaupmannahafnarháskóla, og gestaprófessor við HÍ – og fleira gott fólk. Þingað í Neskirkju Guðrún Nordal Handritamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.