Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 43

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Leifsstöð Erlendum ferðamönnum fjölgar hratt sem heimsækja landið þessa dagana. Hér hefur einn komið sér vel fyrir með bók í hönd í Leifsstöð þegar beðið var eftir flugi í vikunni. Eggert Lengi vel var litið svo á að alþjóða- viðskipti hefðu ekkert með jafnréttismál að gera. Tollar væru bara tollar og alþjóða- viðskiptakerfið án kyn- greiningar. Ísland hef- ur síðustu ár unnið markvisst að því að færa jafnréttisumræð- una inn í þennan mála- flokk og hefur góður árangur náðst. Nú þegar hillir undir lok fríversl- unarviðræðna við Breta er ljóst að blað verður brotið við gerð samn- ingsins að þessu leyti. Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og við- skipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur rík- isstjórnarinnar. Það er því gleðiefni að nú þeg- ar viðræðum um þann kafla er lokið liggur fyrir að samningurinn við Breta mun inni- halda sérstakan und- irkafla um efnahags- lega valdeflingu kvenna þar sem mik- ilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd samnings- ins er undirstrikað. Einnig eru þar talin upp ýmis verk- efni um hvernig ríkin geti unnið saman að því að efla þátttöku kvenna í fjárfestingum og við- skiptum milli landanna og alþjóð- legar skuldbindingar á sviði jafn- réttismála eru áréttaðar. Þá er einnig lagalega bindandi ákvæði um að ekki megi mismuna kynjunum þegar kemur að leyfisveitingum til handa þjónustuveitendum og fjár- festum. Fríverslunarsamningurinn við Breta verður sá fyrsti sem Ísland gerir þar sem sérstaklega er fjallað um kynjasjónarmið og jafnréttismál. Við höfum á undanförnum árum lagt mikla áherslu á jafnréttismál í al- þjóðaviðskiptum. Var það meðal annars að frumkvæði Íslands sem slík ákvæði voru tekin upp í samn- ingsmódel EFTA árið 2019. Jafn- rétti er einn af hornsteinum utanrík- isstefnunnar og er unnið að því að efla jafnrétti kynjanna þverlægt í öllum málaflokkum ráðuneytisins. Líka hvað varðar utanríkisviðskipti. Á alþjóðavettvangi hefur Ísland leitt sérstakt átak hvað þetta varðar ásamt Síerra Leóne og síðar Botsv- ana, í samstarfi við Alþjóða- viðskiptamiðstöðina (ITC) í Genf. Það leiddi til þess að á ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í desember 2017 var sam- þykkt yfirlýsing um viðskipti og efnahagslega valdeflingu kvenna sem um 130 ríki styðja nú. Síðasta haust var málið fært á dagskrá WTO með stofnun vinnuhóps þar sem Ís- land er í formennsku ásamt Botsv- ana og ITC. Árangur starfsins verð- ur kynntur á næsta ráðherrafundi WTO á haustdögum og nýtur vinnu- hópurinn mikils stuðnings frá nýjum framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Ngozi Okonjo-Iweala, fyrstu kon- unni sem gegnir því embætti. Í takt við þessar áherslur höfum við fjallað sérstaklega um jafnréttismálin í reglulegri úttekt á viðskiptastefnu Íslands hjá WTO og spyrja fulltrúar Íslands í Genf önnur ríki ætíð um stöðu kvenna í alþjóðaviðskiptum þegar þau gangast undir þá úttekt. Það er ánægjulegt að sjá þennan mikla árangur sem orðið hefur frá því Ísland hafði frumkvæði að því að hefja samtal ríkja um þessi málefni. Og það verður spennandi að vinna með Bretum að verkefnum á þessu sviði á grundvelli fríverslunarsamn- ingsins sem nú er nánast tilbúinn. Það hefur nefnilega sýnt sig að auð- vitað eiga jafnréttismálin fullt erindi í umræðu um alþjóðaviðskipti eins og aðra málaflokka. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Nú þegar hillir undir lok fríverslunarvið- ræðna við Breta er ljóst að blað verður brotið við gerð samningsins hvað varðar jafnréttismálin. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra. Jafnréttismálin eiga alltaf við – líka í fríverslun Fossvogsskóli er skólabókardæmi um vanrækslu. Skólabók- ardæmi um vanrækt viðhald. Vanrækta upplýsingagjöf. Og vanræktar viðgerðir. Fram hefur komið að búið er að þrefalda framlög til viðhalds skólabygginga frá 2016. Það segir einmitt mikla sögu. Það sýnir svart á hvítu hvað viðhaldið var van- rækt árum saman. Borgin ber margfalda ábyrgð. Förum aðeins yfir það. Heilbrigðiseftirlitið heyrir undir borgina. Skóla- og frístundasvið heyrir undir borgina. Skólahúsnæði heyrir undir borgina. Viðhald Foss- vogsskóla heyrir undir borgina. Heilbrigði barna og kennara heyrir undir borgina. Framkvæmdir heyra undir borgarstjóra sem er fram- kvæmdastjóri borgarinnar sam- kvæmt lögum. Hann ber ábyrgð á þessari vanrækslu sem var ákveðin í fjárhagsáætlunum Samfylkingar- innar árum saman. Frestun á viðhaldi er dýrkeypt lán. Senni- lega dýrustu lán sem borgin tekur. Og er þó nóg annað tekið að láni. Hvenær verður Fossvogsskóli í lagi? Eftir stendur spurn- ingin: Hvenær geta nemendur Fossvogs- skóla stundað nám á ný í hverfinu sínu? Og hvernig er ákvörðun tekin um að flytja kennsl- una annað? Börnin voru flutt í Laugardalshöll, Korpuskóla, Foss- vogsskóla og aftur í Korpuskóla. Fyrirvaralítið. Og er Korpuskóli eina lausnin fyrir börn í Fossvogi árið 2022 eftir þriggja ára umræðu um málið? Lið- in eru þrjú ár þar sem foreldrar hafa þurft að berjast fyrir upplýs- ingum. Foreldrar fengu afar litlar upplýsingar. Kjörnir fulltrúar litlar upplýsingar. Gagnsæið var lítið. Myglan mikil. Og asbest sem enginn vissi um, eða er það asbest sem eng- inn fékk að vita um? Foreldrar þurftu að sækja rétt sinn og barna sinna. Knýja á um úttektir sem borgin trassaði að gera. Enn er verið að fegra málið Nú er talað um að „nútímavæða“ þegar hér þarf einfaldlega að tryggja heilnæmt húsnæði eins og börnin eiga kröfu um. Það er ekki nútímavæðing að koma í veg fyrir leka, raka, myglu og asbest. Það eru einfaldlega kröf- ur um heilnæmi. Borgin sinnti ekki viðhaldinu en talar fjálglega um lýð- heilsustefnu. Annað húsnæði borg- arinnar hefur líka liðið fyrir lélegt viðhald. Leikskólar og frístunda- húsnæði. Meira að segja Korpuskóli sem nú er notaður sem varaskeifa. Húsnæði í Gufunesi reyndist asbestmengað. Félagsbústaðir búa við of lítið viðhald. Og er einhver búinn að gleyma höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur? Báran er ekki stök. Hún er það sjaldnast. Milljörðum sóað, en viðhaldið sparað Á sama tíma og milljarðar hafa farið í miðlæga stjórnsýslu var við- haldi frestað. Viljandi. Borgin hefur handvalið eigin félög í viðskiptum og þverneitað að bjóða út þjónustu fyrir milljarða króna þvert á lög. Fjórir nýir úrskurðir hafa fallið um lögbrot borgarinnar í innkaupum. Samtök iðnaðarins kærðu ólögmæt margra milljarða LED-kaup borg- arinnar af ON, dótturfélagi Orku- veitunnar, sem gerð voru án útboðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu bjóða út raforkukaup borg- arinnar en því var hafnað. Nú liggur fyrir úrskurður um að þessi kaup voru ólögmæt. Sama er að segja um ólögleg útboð vegna ljósastýringar (sem klárlega er í lamasessi). Þessi innkaup hafa kostað borgina gríð- arlegt tjón þar sem keypt er á of háu verði. Hvernig getur borgin réttlætt það að vanrækja viðhald á skólahúsnæði á sama tíma og sóun viðgengst gegndarlaust? Svo ekki sé meira sagt þegar sóunin er að hluta ólögleg þjónustukaup, en allt að 25% verðmunur er á raforku, svo dæmi séu tekin. Bragginn er víða þegar vel er að gáð. Hvar er afsökunarbeiðnin? Borgin skuldar mikið. Hún skuld- ar börnum betra húsnæði. Og hún skuldar öllum sem málið varðar skýringar. Og hún skuldar einlæga afsökunarbeiðni. Og hvar er borgar- stjóri? Hann er ekki á mælendaskrá þeg- ar vandamálin eru rædd í borgar- stjórn. Fjallar um lýðheilsustefnu í löngu máli. En ekkert heyrist í hon- um þegar mál eru erfið. Það væri við hæfi að afsökunarbeiðni kæmi frá borgarstjóra á hvernig komið er fyrir Fossvogsskóla. Biðja foreldra, kennara og nemendur afsökunar. Það væri góð byrjun, nú þegar mál Fossvogsskóla eru komin á byrj- unarreit. Eftir Eyþór Arnalds »Nú er talað um að „nútímavæða“ þegar hér þarf einfaldlega að tryggja heilnæmt húsnæði eins og börnin eiga kröfu um. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Skólabókardæmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.