Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GRAND CRU TÍMALAUS KLASSÍK Nú gefst sjálfstæð- ismönnum í Reykjavík kostur á að velja sitt forystulið úr hópi sér- staklega góðra fram- bjóðenda. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dóms- málaráðherra er frá- bært ungstirni en Guðlaugur Þór Þórð- arson utanrík- isráðherra er einfald- lega betri og reyndari. Með hæfileika og reynslu Guðlaugs Þórs getur Sjálfstæðisflokkurinn, sem ítrekað hefur gefið ungu fólki tæki- færi til að spreyta sig, leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem heimsfar- aldur hefur haft í för með sér fyrir efnahag heimsins. Reynsla af upp- byggingu skiptir máli og skilar sér skjótt þegar á reynir. Guðlaugur Þór er vel fær um að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík og Reykjavík alla út úr kófi heimsfaraldurs. Þannig mun Guðlaugur Þór, auk þeirra góðu frambjóðenda sem valdir verða með hon- um til forystu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, vinna með hagsmuni landsmanna allra fyrir augum. Veit- um Guðlaugi Þór góðan stuðning í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Eftir Arnljót Bjarka Bergsson Arnljótur Bjarki Bergsson » Guðlaugur Þór er vel fær um að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og Reykjavík alla út úr kófi heimsfaraldurs. Höfundur er sjálfstæðismaður með meiru. Prófkjör í Reykjavík Síðustu misseri hef- ur farið fram mikil umræða í fjölmiðlum og meðal almennings og fagaðila um áætl- anir í skipulags- og samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Töluverð gagnrýni hefur verið sett fram á stefnu skipulags- yfirvalda um þéttingu byggðar og borgarlínu. Lítil við- brögð hafa verið við þeirri gagnrýni og ekki hefur verið leitað álits hjá almenningi og hagsmunaaðilum. Tilgangur þessarar greinar er að kynna helstu niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar meðal íbúa höfuð- borgarsvæðisins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu sem MMR vann fyrir áhugahópinn Samgöngur fyrir alla (ÁS) um miðjan maí sl. Áhugahópurinn (ÁS) saman- stendur af fagfólki í skipulags- og umferðarmálum sem og almennum borgurum sem hafa miklar áhyggj- ur af kostnaði við borgarlínu auk þess sem borgarlínan leysir ekki þann mikla umferðarvanda og þær umferðartafir sem nú eru á svæð- inu. Bent hefur verið á að ýmsar forsendur sem gengið hefur verið út frá standist ekki og má þar nefna að mannfjöldaaukning verður líklega minni en gert hefur verið ráð fyrir, aukin heimavinna og netverslun munu draga úr umferð, auk þess sem notkun á rafhjólum og raf- skutlum dregur úr notkun einka- bílsins. Þá mun hröð öldrun íbúa á svæðinu verða til þess að dragi úr ferðum fólks því eldri borgarar eru minna á faraldsfæti en þeir sem yngri eru. Þá hafa fulltrúar hópsins bent á að mengun frá umferð bíla fer hrað minnkandi með rafvæðingu bílaflotans. Hraðar breytingar í um- ferðartækni svo sem sjálfkeyrandi ökutæki gætu gert borgalínu að mestu óþarfa eftir ekki svo langan tíma. Hópurinn er fylgjandi almenn- ingssamgöngum en leggur áherslu á að hugað verði jafnt að öllum sam- göngumátum. Hann telur að tillög- urnar um borgarlínu þrengi um of að almennri umferð einkabíla (um 80% af öllum ferðum) með þeim afleiðingum að umferðartafir munu aukast. Hópurinn hef- ur því lagt fram tillögu um „létta borgarlínu“ sem kostar mun minna og skilar jafn góðum árangri, ef ekki betri því umferðartafir yrðu minni. Markmið hóps- ins er að veita skipu- lagsyfirvöldum ráðgjöf og faglegt aðhald. Í þeim tilgangi réðst hópurinn í að láta vinna viðhorfs- könnun meðal almennings um sam- göngur og borgarlínu. Könnun MMR Könnun MMR fór fram 7. til 12. maí 2021. Þátttakendur í könn- uninni voru íbúar höfuðborgarsvæð- isins 18 ára og eldri og voru þeir valdir handahófskennt úr hópi álits- gjafa MMR (spurningavagn). Úr- takið var vegið eftir aldri, kyni, bú- setu og menntun. Rúmlega 600 íbúar höfuðborgarsvæðisins svör- uðu könnuninni. Í könnuninni eru yfir 40 bakgrunnsbreytur þannig að greina má svör við einstökum spurningum t.d. eftir, aldri, kyni, búsetu, menntun, starfsgreinum, tekjum og bílaeign. Í könnuninni var spurt 14 spurn- inga. M.a. var spurt um ferðamáta og ferðavenjur og um álit svarenda á umferðarástandi og umferð- artöfum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var leitað eftir áliti þátttakenda á borgarlínu og einstökum þáttum tengdum henni. Einnig var spurt hvort þeir teldu að borgarlína eða umbætur á stofnbrautakerfinu væru líklegri til að draga úr um- ferðartöfum. Spurt var um hraða- hindranir og hvort svarendur reikn- uðu með því að nota borgarlínuna o.fl. atriði. Nokkrar niðurstöður um borgarlínu Ekki er hægt að fjalla ítarlega um helstu niðurstöður könnunar- innar í stuttri blaðagrein. Enda er markmiðið fyrst og fremst að benda áhugasömum á að kynna sér grein- ingarskýrslu MMR sem er aðgengi- leg á heimasíðu samtakanna Sam- göngur fyrir alla (samgongurfyrir- alla.com). Hér verður einungis vikið að nokkrum athyglisverðum niður- stöðum um borgarlínu sem lesa má úr svörunum og birtast í talnaefni MMR. - Fram kemur að 51% svarenda taldi að umbætur á stofnbrautakerf- inu væru líklegri til að draga úr um- ferðartöfum (61% þeirra sem tóku afstöðu), en 33% töldu að borgarlína væri líklegri til þess. 16% tóku ekki afstöðu. - Þá töldu 44% svarenda (76% þeirra sem tóku afstöðu) að til væru hagkvæmari leiðir (líkt og tillögur ÁS) til að ná jafn góðum eða betri árangri til að bæta almennings- samgöngur en fram komnar tillögur um borgarlínu. - 66% svarenda voru andvíg því að fækka akreinum úr fjórum í tvær á Suðurlandsbraut vegna borgar- línu. Aðeins 18% voru hlynnt þeim breytingum og 16% tóku ekki af- stöðu. - Rúmlega helmingur svarenda taldi að hann myndi aldrei eða sjaldan nota borgarlínu og aðeins 30% töldu að þau myndu nota borg- arlínuna vikulega eða oftar. 19% voru óviss. Yngra fólk (18-34 ára) var al- mennt jákvæðara fyrir borgarlínu en eldri svarendur, sérstaklega þeir sem búa í og nærri miðborginni þar sem hlutfallslega flestir ganga eða hjóla til vinnu, svo það er spurning hvort þetta fólk muni í raun nota borgarlínu mikið. Stuðningur við borgarlínu fer minnkandi með aldri svarenda og aukinni fjarlægð frá miðborginni. Það vekur athygli hve margir svarendur í austurhluta borgarinnar, sérstaklega í Árbæjar- hverfi, voru vantrúaðir á ágæti borgarlínu. Sama má segja um íbúa sveitarfélaga utan Reykjavíkur. Greinilegt er að nokkuð margir voru óvissir um eðli borgarlínu, kosti hennar og galla. Niðurstöð- urnar sýna jafnframt að stuðningur og andstaða við borgarlínu fór mik- ið eftir flokkslínum, sem bendir til þess að vanda þurfi betur kynningu á þessari dýru framkvæmd. Ekki er nægjanlegt að birta fallegar glans- myndir af borgarlínu heldur þarf að kynna ítarlega við hvaða forsendur er miðað við undirbúning þessara áætlana. Stofn- og rekstrarkostn- aður þarf að liggja fyrir og ljóst þarf að vera hver borgar brúsann. Hver er hlutur ríkisins og hver hlutur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu? Ef ríkið greiðir stærstan hluta kostnaðar eru íbúar utan höfuðborgarsvæð- isins að taka verulegan þátt í kostn- aði við samgöngur innan höfuðborg- arsvæðisins. Áhugamannahópurinn Sam- göngur fyrir alla er að sjálfsögðu tilbúinn að ræða um samgöngumál og borgarlínu við þá aðila sem standa að borgarlínuverkefninu. Lesa má um tillögur hópsins á heimasíðu hans (samgongur- fyriralla.com). Eftir Bjarna Reynarsson »Hópurinn hefur því lagt fram tillögu um „létta borgarlínu“ sem kostar mun minna og skilar jafn góðum árangri, ef ekki betri því umferðartafir yrðu minni. Dr. Bjarni Reynarsson Höfundur er skipulagsfræðingur. Er borgarlína skynsamlegur kostur? Hvort er líklegra til að draga úr umferðartöfum borgarlína eða umbætur á stofnbrautakerfi? 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Höfuðborgarsvæðið Vestan Elliðaárvogar Austan Elliðaárvogar Önnur sveitarfélög Reykjavík 33% 51% 50% 34% 23% 59% 26% 59% Bætt stofnbrautakerfi Borgarlína H e im ild :K ö n n u n M M R Ert þú hlynntur eða andvígur því að fækka akreinum úr 4 í 2 á Suðurlandsbraut vegna borgarlínu? Heimild: Könnun MMR 7.-12.maí Andvígur Hlutlaus Hlynntur 18%16%66% 24%20%56% 20%11%69% 9%16%75% 16%12%72% 18-34 ára: 35-49 ára: 50-64 ára: 65 ára og eldri: Allir aldurshópar: Hversuofttelurþúaðþúmunirnotaborgarlínu? Aldrei Sjaldnar en mánaðarlega Mánaðarlega Vikulega 2 til 3 sinnum í viku Nær daglega Veit ekki 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 29% 16% 5% 10% 11% 9% 18% Heimild: Könnun MMR 7.-12. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.