Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 K100 verður í ferðagírnum í allt sumar og kynnir fyrir hlustendum alls konar upplifanir sem hægt er að njóta á Íslandi. Ferðalagið hófst í síðustu viku í Sumarborginni Reykjavík þar sem Helgarútgáfa stöðvarinnar, með þau Einar Bárð- ar, Önnu Möggu og Yngva Eysteins, var í beinni útsendingu frá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Nú liggur leið K100 til eldgosabæjarins Grindavíkur sem er örugglega heit- asti bær landsins um þessar mundir. Dagskrárgerðarmenn K100 munu færa hlustendum fróðleik frá Grindavík og kynna áhugaverðar upplifanir í bænum. Á morgun, föstudag, munu þeir félagar, Logi Bergmann og Siggi Gunnars taka skemmtilegri leiðina heim í Síðdeg- isþættinum með því að opna Sjó- manna- og fjölskylduhátíðina í beinni útsendingu frá menningar- húsinu Kvikunni. Það má segja að við verðum með kvikuna frá eldgosinu á hælunum í Síðdegisþættinum, segir Siggi. Okk- ur langar líka að kynnast Grindavík- urbæ betur og sjá hvað bærinn hef- ur upp á að bjóða. Við sláum á létta strengi og fáum til okkar hressa bæjarbúa sem gefa innsýn í það sem þessi frábæri bær hefur upp á að bjóða. Ég hlakka til að kynnast Grindavík betur og því sem þar er í boði. Fylgstu með á K100 í allt sumar. Við elskum Ísland. Í beinni frá heit- asta bæ landsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dóra Júlía Agnarsdóttir dorajulia@k100.is Eins og ég hef áður sagt ykkur þá hef ég svo gam- an af því að fylgjast með skapandi fólki gera frum- lega hluti. Ég rakst á skart- gripahönnuðinn Erlu Gísladóttur sem frum- sýndi nýja skartgripa- línu í gær, 2. júní, og fyrir þessa línu fær hún innblástur frá nammi og nostalgíu. Ég spjallaði aðeins við Erlu og fékk hana til þess að segja mér frá þessu skemmti- lega verkefni. Nýja skartgripalínan ber nafnið Bland í poka og segir Erla hana vera al- gjörlega innblásna af sjoppu- ferðum síð- ustu aldar og nostalg- íunni sem einkennir þær. Við erum að tala um ljósbleika sleikjóa, falleg háls- men sem minna á hlaupsnuddur, silfurhringa með lakkrísformi og fleira sætt og skemmtilegt. Erla segist tengja við gömlu grænu plast-nammipokana frá síðustu aldamótum og var draumurinn að geta afgreitt fyrstu pantanirnar í slíkum pokum. Hún varð því ótrúlega glöð þegar Tinna Royal, listakona sem Erla elskar, bauðst til að gefa henni nokkra slíka poka en Tinna er líka að fara að halda sýningu seinna í júní sem ber einnig nafnið Bland í poka. „Tinna Royal er sykurhúðaður engill í mannsmynd,“ segir Erla og bætir við að hún elski list og hönnun sem þorir líka að vera skemmti- leg. Nammi, nostalgía, skartgripir, íslensk hönnun, listamanna kærleikur og góðvild, hljómar alveg ótrúlega vel og ég verð eiginlega að eignast nammi-skartgripi þar sem bland í poka sjoppuferðirnar voru hápunktur æsku minnar! Bleikur sleikjó Fallegt men sem líkist sleikjó. Grænn poki Margir muna eftir grænu nammipokunum. Nammi, nostalgía, skartgripir og góðvild Ljósmyndir/Aðsend Bland í poka Er nafnið á skartgripalínu Erlu. Erla Dóra Gísladóttir 20% AFSL ÁTTU R AF ÖLLU M SK ÓM KAU PHLA UP 3.-7. JÚNÍ SMÁRALIND - SKÓR.IS SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.