Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 03.06.2021, Qupperneq 68
68 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 50 ÁRA Sigurður Birgisson er fæddur og uppalinn á Krossi í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjarsýslu og er bóndi þar. Ætt hans hefur búið á Krossi frá því fyrir 1900. Sigurður og Hulda konan hans eru með blandaðan búskap á Krossi, 17 kýr og 200 kindur. Hann er líka skólabílstjóri við Stórutjarnaskóla. Sauð- burði er núna lokið og skólakrakkar komnir í sumarfrí. „Núna er maður að vinna vorverkin, fylgjast með lambánum úti á túni, koma áburði á túnin og vinna flög,“ segir Sigurður að- spurður, en að vinna flög er að sinna endurrækt á túnum. Sigurður er formaður sóknarnefndar Ljósavatnssóknar og einnig veiði- vörður við Ljósavatn. „Veiðin gengur ágætlega, þetta er dauft fyrst á vorin en lifnar við þegar kemur fram í júní. Vorið hefur verið kalt en síðasta vika hefur verið mjög góð og hitinn farið í 15-17 gráður á daginn. En það getur orðið hvasst hérna í suðvestanáttinni. Ef hún nær sér á strik fer hann hér al- veg í 30-40 metra.“ Sigurður hefur gaman af að syngja og var í Söngfélaginu Sálubót í mörg ár. FJÖLSKYLDA Eiginkona Sigurðar er Hulda Svanbergsdóttir, f. 1969, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Börn þeirra eru Hannes Haukur, f. 2003, og Guðrún Karen, f. 2005. Stjúpsonur Sigurðar er Gunnlaugur Sig- valdason, f. 1989. Systir Sigurðar er Helga Birgisdóttir, f. 1968. Móðir Sigurðar er Karen Hannesdóttir, f. 1946, búsett á Krossi, og faðir hans var Birgir Þórisson, f. 1932, d. 1986. Þau voru bændur á Krossi. Sigurður Birgisson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Sumum líður hreinlega ekki vel nema þeir séu að breiða yfir tilfinninga- hnökra með þurri og kaldhæðinni gaman- semi. Gleymdu ekki að taka mikilvægi ham- ingjunnar með í reikninginn. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú áleist þig vita hvernig þú vilt láta koma fram við þig, en ert ekki alveg viss. Sæktu styrk í vissuna um að þú ráðir við að- stæður. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Notaðu daginn til að spjalla við vini þína. Byrjaðu á þvotta- og ruslahrúgunum og einbeittu þér að því að gera dvalarstað þinn fallegri og hagnýtari. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Fjölskyldumálin eru ekki einföld í dag. Einhver mun velta upp gömlu deilumáli sem þú þarft að leysa úr. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Taktu þér þann tíma sem þú þarft til að endurskipuleggja fjármálin því það mun margborga sig. Einhver gæti gefið þér gjöf eða gert þér greiða. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ert í náðinni hjá samstarfsmönn- unum og ættir að nota tækifærið til þess að koma hugmyndum þínum á framfæri. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú vilt ekki troða neinum um tær en þú vilt stjórna eigin heimi. Reyndu að bregðast við eftir efnum og ástæðum því of hörð við- brögð valda bara vandræðum. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú kemst að því hver stendur með þér og hver er ekki viss um þig. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og að stuðningur kemur oft úr óvæntri átt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þig langar til þess að kaupa eitt- hvað fallegt handa sjálfum þér eða ein- hverjum nákomnum. Gefðu þér tíma til þess. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er vitanlega betra að vera frjáls en bundinn væntingum einhvers ann- ars. Skipuleggðu hlutina á þann hátt sem þér hentar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Reyndu eftir fremsta megni að bæta heilsu þína því þú kýst að komast í fremstu röð. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Alvarleikinn á sinn stað og sína stund, en ekki núna. Bilið á milli styrkleika og ýtni er ekki breitt. Í grunnskóla var Þuríður virk í íþrótta- og félagsstarfi. Æfði frjálsar íþróttir, körfubolta og borðtennis og kúluvarp, keppti á ungmennafélags- mótum og náði á þeim að komast einstöku sinnum á verðlaunapalla. Þuríður spilaði á hljóðfæri á þessum tíma, stundaði nám í saxófónleik við Tónlistarskóla Austur-Skaftafells- sýslu og spilaði á trommur í stelpu- hljómsveitinni Ikarus. Í framhalds- skóla tók hestamennskan við af svæðinu. Samstarfsfólk lagði sitt af mörkum við að finna húsnæði og maka fyrir þennan nýja starfsmann, og með forgangsröðina á hreinu kynntist hún maka sínum þetta sama ár og flutti til Reykjanes- bæjar. Þuríður lauk MBA-náminu árið 2014 og vinnur enn hjá Mark- aðsstofu Reykjaness við að þróa áfangastaðinn og markaðssetja með nýjum áskorunum og verkefnum tengdum eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þ uríður Halldóra Aradótt- ir Braun er fædd 3. júní 1981 á Akureyri, en ólst upp á Hofi í Öræfum innan um kindur, hesta og ferðamenn, en foreldrar hennar voru bændur og ferðaþjónustu- bændur þar. Þuríður fór í heimavistaskóla frá 13 ára til 16 ára í Nesjum í Horna- firði. 16 ára flutti hún til Reykjavík- ur til að fara í Menntaskólann í Kópavogi (1997-2001) og var á ferða- málabraut. Síðan hélt hún áfram í ferðamálafræði og þjóðfræði við Há- skóla Íslands (2002-2006) og lauk BS-prófi. Árið 1999 hóf Þuríður störf við Reiðskólann Þyril með námi, við þjálfun hrossa, leiðsögn með ferða- menn í hestaferðum og síðar að leið- beina bæði börnum og fullorðnum á námskeiðum. Þá aðstoðaði hún við rekstur hesthúsanna og járnaði kennsluhrossin um tíma, ásamt því að taka meirapróf. Árið 2004 flutti hún í Fljótshlíðina, þar sem unnið var áfram við þjálfun hrossa, vaktir á N1 og í Vínbúðinni, ásamt safn- vörslu í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Að loknu námi í háskólanum í upphafi árs 2007, var Þuríður ráðin sem markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, þar sem hún kom að fjölmörgum verkefnum sem sneru að ferða-, menningar- og um- hverfismálum sveitarfélagsins, rak upplýsingamiðstöð ferðamanna og Sögusetrið á Hvolsvelli til ársins 2010. Þá kom hún jafnframt að ýms- um verkefnum tengdum eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli árið 2010. Við þessi verkefni fékk hún áhuga á krísustjórnun og sam- skiptum, sem leiddu til áframhald- andi diplómanáms í markaðs- samskiptum og almannatengslum við Opna háskólann í Reykjavík til vorsins 2012. Í framhaldi nam hún MBA við Háskólann í Reykjavík, vann við jeppa- og gönguleiðsögn ferðamanna hjá Southcoast Advent- ure og Mountaineers of Iceland. Í upphafi árs 2013 hóf Þuríður störf hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum sem forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness við þróun ferðamála og markaðssetningu á körfuboltanum og átti allan hennar frítíma. Í Rangárþingi eystra söng hún með kvennakórnum Ljósbrá, var í björgunarsveitinni Dagrenn- ingu, kvenfélaginu Hallgerði í Fljótshlíð og var einn af stofnaðilum ljósmyndaklúbbsins 860+. Þá tók við áhugi á útivist og fjallgöngum sem hún lagði stund á fram að fæð- ingu dóttur sinnar 2018. Hljóðfæra- leikur hefur ekki komist að á síðustu áratugum en ef gott partý er með Þuríður H. Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness – 40 ára Hvannadalshnjúkur Þuríður þriðja frá vinstri ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Dagrenningu árið 2012. Eyðibýli endurbyggt í Fljótshlíð Jökulsárlón Þuríður, Soffía og Arnbjörn. Mæðgurnar Þuríður og Soffía á Covid-fjarfundi. Til hamingju með daginn Gunnar Konráðsson og Agnes Magnúsdóttir eiga í dag, 3. júní, 55 ára brúðkaupsafmæli. Af því tilefni verður heitt á könnunni á heimili þeirra laugardaginn 5. júní fyrir gesti og gangandi. Árnað heilla Smaragðsbrúðkaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.