Morgunblaðið - 03.06.2021, Síða 70

Morgunblaðið - 03.06.2021, Síða 70
Morgunblaðið/Íris Barningur Hart barist í leik KR - Snæfells í Vesturbænum í vetur. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason Kristján Jónsson Snæfell sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær þar sem fram kom að fé- lagið hefði ákveðið að draga sig úr keppni í úrvalsdeild kvenna í körfu- knattleik á næsta keppnistímabili. Snæfell mun senda lið til keppni í 1. deild kvenna en liðið hafnaði í sjö- unda sæti í úrvalsdeildinni, Dom- inos-deildinni, í vetur. Í þessari ákvörðun felast talsverð tíðindi því Snæfell hefur verið í efstu deild kvenna frá því liðið fór upp úr 1. deildinni vorið 2008. Í hönd fór góður tími hjá liðinu undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar og varð liðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð 2014-2016. „Ástæðan er rekstur sem og að máttarstólpar liðsins frá síðustu leiktíð leita á önnur mið og um leið er erfitt að manna lið fyrir Dominos- deildina. Því var ákveðið að setja lið- ið í fyrstu deild þar sem ungir leik- menn liðsins fá að speyta sig sem og byggt á leikmönnum úr yngri flokk- um. Þetta var erfið ákvörðun en fyr- ir hag klúbbsins teljum við þetta vera það rétta í stöðunni að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni frá Snæfelli í gær. KR boðið sætið KR hafnaði í áttunda og neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og féll þar af leiðandi niður um deild. Nú er hins vegar ekki víst að KR falli þrátt fyrir allt. KKÍ hefur boðið KR sæti Snæ- fells og hefur KR frest fram yfir helgi til þess að svara KKÍ. Ef KR tekur ekki sæti Snæfells verður Njarðvík eða Grindavík, lið- unum sem leika í úrslitum umspils um laust sæti í efstu deild, boðið sæti Snæfells en Njarðvík leiðir 1:0 í einvíginu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að eitthvert af þessum þremur liðum taki sætið. Ef þau gefa öll afsvar þá verður bara farið í sætaniðurröð- unina í 1. deildinni og þar er ÍR næst inn,“ sagði Hannes S. Jónsson, for- maður Körfuknattleikssambandsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. KR féll en gæti sloppið við fall - Snæfell ekki með í efstu deild 70 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Guðni Valur Guðnason úr ÍR hafn- aði í 3. sæti í kringlukasti á Grand Prix-móti í Gautaborg í gær. Heimsmeistarinn Daniel Ståhl sigr- aði en hann kastaði lengst 66,81 metra en hann er eins og áður und- ir handleiðslu Vésteins Hafsteins- sonar. Guðni kastaði lengst 64,92 metra. Hann átti fimm gild köst en gerði einu sinni ógilt. Öll köstin voru yfir 60 metra. Fjögur þeirra yfir 62 metra og tvö yfir 64 metra. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar er 66 metrar. Guðni Valur í 3. sæti í Gautaborg Morgunblaðið/Sigurður Ragnars Svíþjóð Guðni Valur átti fína kast- seríu í Gautaborg í gær. Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson verður frá keppni næstu vikunnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Våle- renga á dögunum. Netmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því að Selfyssingurinn sé með brákað bein í fæti og fari í aðgerð á morgun vegna þessa. Samkvæmt þeirri frétt verður framherjinn frá keppni næstu fimm til sex vikur. Viðar dró sig úr landsliðshópnum sem mætti Mexíkó um helgina og mætir Færeyjum á föstudaginn kemur. johanningi@mbl.is Viðar kominn á sjúkralistann Morgunblaði/Arnþór Birkisson Brákaður Viðar Örn Kjartansson er á leið í aðgerð á fæti. Vináttulandsleikir Hvíta-Rússland – Aserbaídsjan.............. 1:2 Bosnía – Svartfjallaland .......................... 0:0 Noregur – Lúxemborg............................. 1:0 Holland – Skotland................................... 2:2 Rúmenía – Georgía................................... 1:2 England – Austurríki............................... 1:0 Þýskaland – Danmörk ..............................1:1 Frakkland – Wales................................... 3:0 Ítalía Umspil, 8-liða úrslit, seinni leikur: Padova – Renate ...................................... 1:3 - Emil Hallfreðsson var ónotaður vara- maður hjá Padova sem komst áfram í und- anúrslit umspilsins í C-deild. Noregur Ranheim – Start....................................... 1:1 - Jóhannes Harðarson þjálfar Start. >;(//24)3;( Úrslitakeppni kvenna Úrslit, fyrsti leikur: KA/Þór – Valur..................................... 24:21 Þýskaland Balingen – RN Löwen......................... 32:30 - Oddur Gretarsson skoraði ekki fyrir Balingen. - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. Flensburg – Magdeburg..................... 33:30 - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. - Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá keppni. Bergischer – Göppingen..................... 29:28 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer. - Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla. Stuttgart – Füchse Berlín .................. 25:28 - Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart. B-deild: Hamm – Aue......................................... 27:27 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 5 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 4 skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. Danmörk Úrslit, fyrri leikur: Aalborg – Bjerringbro/Silkeborg..... 37:34 - Arnór Atla er aðstoðarþjálfari Aalborg. Keppni um 3. sæti, fyrri leikur: GOG –Tvis Holstebro .......................... 33:27 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í marki GOG. Pólland Stal Mielec – Kielce ............................. 24:33 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Frakkland Aix – Limoges ...................................... 29:27 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði ekki fyrir Aix. Sviss Undanúrslit, þriðji leikur: Kadetten – Kriens ............................... 36:34 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. E(;R&:=/D Umspil karla Úrslit, fyrsti leikur: Hamar – Vestri ..................................... 88:79 Spánn Umspil karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Granada – Leyma Coruna ................... 67:77 - Sigtryggur Arnar Björnsson kom ekki við sögu hjá Leyma Coruna. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, fyrsta umferð: Brooklyn – Boston............................ 123:109 Vesturdeild, fyrsta umferð: Denver – Portland............................ 147:140 Phoenix – LA Lakers ......................... 115:85 >73G,&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit karla: Ásgarður: Stjarnan – Þór Þ. ................20:15 Umspil kvenna, annar leikur: Grindavík: Grindavík – Njarðvík. ........20:15 HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, seinni leikur: Kaplakiki: FH – ÍBV.............................20:15 Ásvellir: Haukar – Afturelding............19:40 KNATTSPYRNA 1.deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Kórdrengir ...........18 Varmá: Afturelding – Fjölnir.............. 19:15 Seltjarnanes: Grótta – Þróttur R........ 19:15 Grindavíkurv: Grindavík – Selfoss ..... 19:15 FRJÁLSAR Vormót Fjölnis fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 15 ára fer fram í Kaplakrika í Hafn- arfirði og hefst klukkan 17:30. Í KVÖLD! Valur og Haukar mættust í þriðja sinn í gærkvöld í úrslitum Íslands- móts kvenna í körfuknattleik og var leikið á Hlíðarenda. Deilda- meistararnir í Val unnu fyrstu tvo leikina og gátu því tryggt sér tit- ilinn með sigri í gær því þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari. Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld en meðfylgjandi mynd tók Kristinn Magnússon, ljósmyndari blaðsins, á Hlíðarenda í gær. _ Ítarlega umfjöllun um leikinn og viðbrögð við úrslitunum er að finna á mbl.is/sport/korfubolti. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Vörn Valsarinn Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að Hafnfirðingnum Alyeshu Lovett á Hlíðarenda í gær. Mikið í húfi á Hlíðarenda HANDBOLTI Kristján Jónsson Bjarni Helgason Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson urðu í gær pólskir meistarar á fyrsta tímabili sínu með stórliðinu Kielce. Kielce vann Stal Mielec 33:24 á útivelli í næstsíðustu umferð deildarinnar í gær og hefur liðið sex stiga forskot á Wizla Plock fyrir lokaumferðina. Sigvaldi Björn var atkvæðamikill í gær og skoraði fimm mörk. Hauk- ur missti því miður nánast af öllu keppnistímabilinu því hann sleit krossband í byrjun október en náði engu að síður að koma við sögu í upphafi tímabilsins. Er þetta í átjánda sinn sem félag- ið verður pólskur meistari og þriðja árið í röð. Liðið varð auk þess bikarmeistari og vann því tvö- falt. Arnór stýrði liðinu Arnór Atlason og hans menn í Álaborg njóta einnig mikillar vel- gengni á þessu tímabili sem senn er á enda. Liðið er komið í úrslita- helgi Meistaradeildar Evrópu í Köln og í gær tók liðið forystuna í úrslitarimmunni um meistaratit- ilinn í Danmörku. Aalborg vann Bjerringbro/Silkeborg 37:34 í fyrri leik liðanna um meistaratitilinn og fer með þriggja marka forskot í síðari leikinn sem verður á heima- velli Bjerringbro/Silkeborgar. Arnór, sem er aðstoðarþjálfari Aalborg, stýrði liðinu í fjarveru Stefans Madsens, þjálfara liðsins, sem er í einangrun þessa stundina eftir að hafa átt í samskiptum við einstakling sem var smitaður af kórónuveirunni. Síðari leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn kemur í Silkeborg en samanlögð úrslit leikjanna tveggja skera úr um hvort liðið verður danskur meistari. Ómar hefur skorað 226 mörk Ómar Ingi Magnússon er annar markahæsti leikmaður þýsku bundesligunnar og hefur skorað 226 mörk í deildinni á tímabilinu. Skoraði hann sjö mörk gegn Flens- burg í gær en það dugði ekki til því Alexander Petersson og liðsfélagar hans höfðu betur, 33:30. Flensburg er í öðru sæti deildarinnar en Magdeburg í því þriðja. Tvöfaldir meistarar á fyrsta tímabili - Velgengni hjá íslenskum handknattleiks- mönnum í Evrópu um þessar mundir AFP Pólland Sigvaldi Björn Guðjónsson stendur sig vel hjá stórliði Kielce.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.