Morgunblaðið - 03.06.2021, Síða 71

Morgunblaðið - 03.06.2021, Síða 71
ÍÞRÓTTIR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is KA/Þór leiðir 1:0 í einvígi sínu gegn Val í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir þriggja marka sigur í fyrsta leik liðanna í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Rut Jónsdóttir átti stórleik fyrir KA/Þór og var markahæst með átta mörk en leiknum lauk með 24:21-sigri Akureyringa. Valskonur voru með frumkvæðið framan af en munurinn var þó aldr- ei meiri en tvö mörk á fyrstu mín- útum leiksins. Lovísa Thompson kom Val í 7:5 eftir fimmtán mín- útna leik en Akureyringar neituðu að gefast upp og tókst að jafna metin í 10:10 og þannig var staðan í hálfleik. KA/Þór byrjaði seinni hálfleik- inn af krafti og skoraði fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks. Valskonur jöfnuðu metin og Lilja Ágústs- dóttir kom Val tveimur mörkum yfir, 17:15, þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þá kom frábær leikkafli hjá KA/ Þór sem skoraði fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 23:19 þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Valskonum tókst að minnka for- skot KA/Þórs í tvö mörk, 21:23, en lengra komust þær ekki og Ak- ureyringar fögnuðu sigri. „KA/Þór gerði vel í sínum fyrsta alvöru úrslitakeppnisleik. Leik- menn héldu ávallt áfram þrátt fyrir að lenda margsinnis tveimur mörk- um undir. Sóknir þeirra voru ekki beint snarpar en skynsemin var allsráðandi. Þær keyrðu kerfin sín og unnu eftir fyrirfram ákveðnum kerfum sem skiluðu sér margoft. Aldís Ásta Heimisdóttir steig svo upp á lokakaflanum þegar Valur gerði sig líklegan til að koma til baka. Matea Lonac og vörnin lok- aði svo á Val sem átti afar erfitt með að skora á seinasta kortérinu,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sex mörk fyrir KA/Þór og Matea Lonac varði fjórtán skot í marki Akureyringa, þar af tvö vítaköst frá Lovísu Thompson. Títtnefnd Lovísa var markahæst í liði Vals með átta mörk og Sara Sif Gísladóttir varði tólf skot í markinu. Annar úrslitaleikur liðanna fer fram á Hlíðarenda hinn 6. júní en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn. Fari svo að Valskonur fagni sigri á sunnudaginn munu liðin mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn hinn 9. júní í KA-heimilinu á Akureyri. Bikarinn í augsýn hjá KA/Þór - KA/Þór vann sigur gegn Val í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins Ljósmynd/Þórir Tryggvason Öflug Valskonan Mariam Eradze reynir að verjast Rut Jónsdóttur á Akureyri í gær en Rut var markahæst Akureyringa með átta mörk. Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við hina sænsku Emmu Olsson og mun hún leika í Safamýri næstu tvö árin. Ols- son kemur til Fram frá Önnered í heimalandinu. Olsson er línumaður og er henni ætlað að fylla í skarðið sem Steinunn Björnsdóttir skilur eftir sig, en Steinunn sleit kross- band í mars. Á hinn bóginn er Lena Margrét Valdimarsdóttir gengin til liðs við Stjörnuna frá Fram. Lena er 21 árs gömul og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Lið Fram tekur breytingum Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Efnileg Lena Margrét Valdimars- dóttir er á leið í Garðabæinn. Martin Hermannsson skoraði 6 stig fyrir Valencia þegar liðið tapaði 65:76 fyrir Baskonia á útivelli í öðr- um leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku úrslitakeppninnar í körfu- knattleik í gær. Þá tók Martin fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar en Bas- konia leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 41:28. Liðin þurfa því að mætast í odda- leik um sæti í undanúrslitum en leikurinn fer fram í Valencia hinn 4. júní. Baskonia er núverandi meistari á Spáni. Oddaleikur gegn meisturunum Morgunblaðið/Hari Spánn Martin Hermannsson stend- ur í ströngu með Valencia. Ég hef áður tjáð mig á þess- um vettvangi um líkindi knatt- spyrnustórveldanna Fram og Leeds United. Leeds tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á þarsíð- ustu leiktíð og náði síðan gífur- lega góðum árangri á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu með snillinginn Marcelo Bielsa á hlið- arlínunni. Koma Bielsa gjörbreytti öllu hjá enska félaginu, sem hafði ekki verið í efstu deild í sextán ár. Nú er liðið eitt það skemmti- legasta á Englandi og verður áhugavert að sjá komandi ár. Fram var í svipaðri stöðu og Leeds. Nokkuð er síðan liðið féll úr deild þeirra bestu og var fátt sem benti til þess að Framarar væru á leiðinni upp um deild á næstunni. Þá tók goðsögnin Jón Þórir Sveinsson við og gjör- breytti félaginu, rétt eins og Bielsa gerði hjá Leeds. Undir stjórn Jóns Þóris er Framliðið orðið gífurlega spenn- andi og er sem stendur í topp- sæti 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Liðið spilar virkilega skemmtilegan fótbolta og stefnan er á efstu deild. Fram var grátlega nálægt því að fara upp á síðustu leiktíð, rétt eins og Leeds á fyrsta tíma- bili Bielsa. Leedsararnir hristu af sér vonbrigðin og unnu að lokum öruggan sigur í B-deildinni tíma- bilið eftir. Framarar hafa nú hrist af sér vonbrigði síðasta sumars. Svo má ekki gleyma suðræn- um töktum, því einn allra besti leikmaður Leeds á leiktíðinni var Brasilíumaðurinn Raphinha. Einn besti leikmaður Fram er Brasilíu- maðurinn Fred. Tilviljun? Ég held ekki. Þetta er góð uppskrift að árangri. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hamar tók í gær forystuna gegn Vestra í úrslitarimmu liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næsta keppnis- tímabili. Hamar vann fyrsta leikinn í Hveragerði 88:79 en liðin mætast næst á Ísafirði á laugardaginn. Vinna þarf þrjá leiki til að komast upp um deild. Hamar lagði Selfoss að velli í undanúrslitum úrslita- keppninnar og Vestri vann þá Skallagrím. Breiðablik komst beint upp í úrvalsdeildina eftir að hafa unnið 1. deildina. Spánverjinn Jose Aldana var áberandi hjá Hamri en hann skor- aði 19 stig og gaf 11 stoðsendingar. Aldana hvíldi ekki eina einustu sek- úndu í leiknum. Sex leikmenn hjá Hamri skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Hollendingurinn Ruud Lutterman skoraði 15 stig og var næststigahæstur. Miðherjinn sterki Nemanja Knezevic frá Makedóníu er drjúgur fyrir Vestra eins og síðustu ár. Knezevic tók hvorki fleiri né færri en 27 fráköst en skoraði einnig 23 stig. sport@mbl.is Hvergerðingar tóku forystuna - Unnu fyrsta leikinn gegn Vestfirðingum Morgunblaðið/Eggert Hamar Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 11 stig fyrir Hamar. ÍBV fær Val í heimsókn í átta liða úr- slitum bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu, Mjólkurbikarnum, á Há- steinsvöll í Vestmannaeyjum en dregið var í átta liða úrslitin í höf- uðstöðvum Sýnar á Suðurlandsbraut í gær. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin mætast í bikarkeppninni en Valur hefur haft nokkra yfirburði í einvíg- um sínum gegn ÍBV undanfarin tvö tímabil, en Valur vann 7:1-sigur í Vestmannaeyjum sumarið 2019 og 3:1-sigur á Hlíðarenda síðasta sumar. Þá fer fram annar úrvalsdeildar- slagur á Selfossi þar sem Selfyss- ingar taka á móti Þrótti úr Reykjavík en síðast þegar bikarinn fór á loft var hann í höndum Selfyssings, sumarið 2019, en bikarkeppnin var blásin af síðasta sumar vegna kórónuveiru- faraldursins. Í Árbænum tekur Fylkir á móti fyrstudeildarliði FH sem sló Þór/KA úr leik eftir vítakeppni og Íslands- meistarar Breiðabliks fá topplið fyrstu deildarinnar, Aftureldingu, í heimsókn. Valur hefur oftast unnið bikar- keppnina eða þrettán sinnum og Breiðablik kemur þar á eftir með tólf bikarsigra. ÍBV hefur tvívegis orðið bikarmeistari og Selfoss einu sinni en Fylkir, Þróttur, FH og Afturelding hafa aldrei fagnað sigri í bikarkeppn- inni. Allir leikirnir fara fram 25. júní en undanúrslitin verða leikin 16. júlí og úrslitaleikurinn, sem fram fer á Laugardalsvelli, fer fram 1. október. Mætast þriðja árið í röð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.