Þjóðmál - 01.09.2018, Side 5

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 5
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 3 Ritstjórnarbréf Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, orti Nóbelsskáldið Halldór K. Laxness í Maí­ stjörnunni. Um það verður ekki deilt að Halldór var magnaður rithöfundur og ritverk hans munu lengi lifa með þjóðinni. Að því sögðu er rétt að halda því til haga að líklega var Halldór á þeim tíma eini íslenski sósíalistinn sem átti þess kost að búa á sveitasetri, með Jagúar­bifreið í hlaðinu og sundlaug í garðinum. Þrátt fyrir mikla góðæristíma á liðnum árum er mikil spenna í þjóðfélaginu – og ekki síst á vinnumarkaði. Það eru svo sem ekki erfiðir tímar, en það er augljóslega mikið atvinnu þref. Launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum og hann verður ekki skorinn niður öðruvísi en með uppsögnum, því miður. Við höfum nú þegar séð þess merki; á liðnum vikum hafa fyrirtæki farið í hópuppsagnir, lokað starfsstöðvum eða gert aðrar breytingar á starfseminni til að hagræða í rekstri. Og hver er krafa þeirra sem nú stýra stærstu verkalýðsfélögum landsins? Jú, að hækka launin enn frekar. *** Tímarnir breytast og mennirnir með. Það sem áður þótti eðlilegt er það ekki lengur, t.d. að starfrækja útibú fyrir þjónustu sem veitt er í gegnum netið. Stjórnmálamenn geta hins vegar ekki viðhaldið háum sköttum og um leið skammað fyrirtæki fyrir að hagræða í rekstri. Skammir stjórnmálamanna yfir eigin sinnuleysi

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.