Þjóðmál - 01.09.2018, Side 7

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 7
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 5 *** Að því sögðu stendur VÍS vissulega frammi fyrir þeirri áskorun að viðhalda góðu sam­ bandi við viðskiptavini sína, hvar sem þeir búa. Það sama má segja um önnur trygginga­ félög og banka, en í báðum greinum hefur þjónusta og afgreiðsla færst í auknum mæli á netið með tilheyrandi fækkun starfa. En það er áskorun fyrirtækjanna, ekki stjórnmála­ manna. Ég hef ekki enn hitt þann forstjóra sem ekki hefur brennandi þrá fyrir því að gera vel við viðskiptavini sína. *** Ég hef heldur ekki hitt þann forstjóra sem nýtur þess að segja upp fólki. Að segja upp starfsmanni er sársaukafull aðgerð og er ekki tekin af léttúð. En við erum aðeins að sjá upphafið að hagræðingarferlinu. Hvort sem það eru tryggingafélög, flugfélög, bankar, framleiðslu­ fyrirtæki, þjónustufyrirtæki eða hvað annað – allir þurfa að hagræða og það er stundum gert með sársaukafullum aðgerðum. Það eru aðeins ríkisfyrirtæki og aðrar opinberar stofnanir sem geta haldið áfram óbreyttum rekstri, því ríkið passar upp á þau. *** Aftur að verkalýðshreyfingunni. Hér var, meira í gamni en alvöru, minnst á ríkidæmi Halldórs Laxness. Það verður þó ekki af Halldóri tekið að hann aflaði auðæfa sinna með ritverkum og lifði í vellystingum. Það var þó undantekningin frá reglunni. Nú hafa sósíalistar nútímans tryggt sér aðgang að digrum sjóðum verkalýðshreyfinganna eftir að hafa tekið þau yfir. Það stefnir í að áhugaleysi launamanna á störfum verkalýðs­ félaganna komi í bakið á þeim sjálfum, enda hafa þeir sem nú stýra félögunum náð kjöri með afar lítið umboð á bak við sig. Það hversu lítil þátttaka hefur verið í kjöri forystu­ manna verkalýðshreyfinganna gefur ágæta mynd af hagsældinni hér í landi (þegar fólk hefur það gott er það lítið að hugsa út í valdabaráttu innan verkalýðsfélaga). Þrátt fyrir takmarkað umboð tala leiðtogar helstu verkalýðsfélaga með digurbarkalegum hætti um menn og fyrirtæki og stefna um leið atvinnulífinu í heild sinni í mikla hættu. Það má ekki gleyma því að launþegar eru hluti af atvinnulífinu og það eru þeir sem fjár­ magna verkalýðsfélögin. Meginþorri félags­ manna í verkalýðsfélögum er þar til að geta leigt sér sumarbústað, fá styrk úr sjúkrasjóði og annað tilheyrandi. Nú þurfa allir launþegar að spyrja sig að því hvort þeir séu tilbúnir að leggja heimilis­ bókhaldið undir til að fara í stríð með foringjum VR, Eflingar og annarra verkalýðs­ félaga sem binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. Ef svarið er já er rétt að upplýsa að ef stríðið vinnst tapa samt allir nema Gunnar Smári Egilsson. Ætli svarið sé þá enn já? *** Og að lokum. Nú í október verða liðin tíu ár frá hinu svokallaða hruni. Nú er í fyrsta sinn birtur greinaflokkur í Þjóðmálum þar sem nokkrir höfundar voru beðnir um að skrifa um sama málefnið, Áratugur frá hruni. Það er nauðsynlegt að greina eftirmála hrunsins með réttum hætti, en nú í október verður að öllum líkindum fjallað um hrunið frá ýmsum sjónarhornum, misgóðum. Gísli Freyr Valdórsson

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.