Þjóðmál - 01.09.2018, Side 8

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 8
6 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína miðvikudaginn 12. septem­ ber. Í krafti sterkrar stöðu ríkissjóðs á 10 ára afmæli bankahrunsins ætlar ríkisstjórnin að spýta í lófana þegar kemur að hvers kyns opinberum framkvæmdum. Þrjár stórframkvæmdir eru settar í forgang: stækkun Landspítala, kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna og hús íslenskrar tungu. Allt verkefni sem hafa verið á dagskrá lengi og verður að ljúka. Það er einkennilegt að sjá flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætis­ ráðherra, Miðflokkinn, hafa allt á hornum sér vegna viðbótarinnar við Landspítalann og heimta að ráðist verði í smíði nýs sjúkrahúss á öðrum, óráðnum stað. Hefði Sigmundur Davíð þann slagkraft sem lýst er af stuðning s mönnum hans hefði legið beint við að hann sem forsætisráðherra sneri ofan af því starfi sem hafði verið unnið vegna nýs spítala við Hringbraut og setti málið í annan farveg. Forsætisráðherra er eini ráðherrann sem getur breytt stefnu íslensku þjóðar skútunnar í málum sem þessum. Það var ekki gert á meðan Sigmundur Davíð sat við stjórnvölinn og yrði ekki gert úr þessu kæmist hann að nýju í forsætisráðherra­ embættið. Tal flokksins nú um spítalamálið líkist helst marklausu nöldri. Björn Bjarnason Deilt um heilbrigðismál – sterk staða ríkissjóðs – 3. orku­ pakkinn – óstjórn í ráðhúsinu Stefna Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum er reist á hugsjón vinstri grænna. Hún birtist meðal annars í ályktun þings ungra vinstri grænna þar sem þeir mótmæltu að læknar hefðu fjárhagslegan hag af því að veita þjónustu sína og töldu hag sjúklinga best borgið í biðlistahagkerfi sósíalismans. (Mynd: VB/HAG)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.