Þjóðmál - 01.09.2018, Side 18

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 18
16 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ísland, Evrópa, Bandaríkin Þegar horft er til baka er óumdeilt að efna­ hagsbatinn hefur gengið vonum framar, en hvort og að hve miklu leyti það er heppni að þakka eða meðvituðum og vel ígrunduðum ákvörðunum stjórnvalda má líklega deila um. Ljóst er þó að efnahagsþróunin hefði vel getað farið á annan veg og til hins verra. Viðsnúningurinn í íslensku hagkerfi hefur vakið heimsathygli enda engin furða þegar horft er til þess að það er ekki lengra en tíu ár síðan Ísland varð nánast greiðsluþrota og þurfti að leita aðstoðar erlendis og setja á fjármagnshöft. Efnahagsbatinn hefur verið hraðari en í flestum þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við, atvinnuleysi er lágt, hagvöxtur mikill og afkoma hins opin­ bera jákvæð, ólíkt mörgum ríkjum sem eru enn að glíma við halla á opinberum rekstri og vaxandi skuldir. Viðsnúningur á evrusvæðinu hefur verið mun hægari en til að mynda í Bandaríkjunum, en ástæðuna hefur meðal annars mátt rekja til þess að ólík ríki innan Evrópusambandsins eru bundin í myntsamstarf á sama tíma og sambandið sjálft hefur þurft að glíma við ýmsar brotalamir innan þess. Þá hefur evrópski seðlabankinn sætt gagnrýni fyrir að bregðast of seint við efnahagskreppunni. Til að mynda lækkuðu bæði bandaríski og breski seðlabankinn stýrivexti niður í núll árið 2008 og hófu á sama tíma magn bundna íhlutun (e. quantitative easing) til að ná langtímavöxtum enn frekar niður. Seðlabanki Evrópu var seinni til og það var ekki fyrr en í júlí 2012 þegar Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, hélt hina frægu ræðu þar sem hann lýsti því yfir að bankinn „myndi gera hvað sem þyrfti til þess að vernda evruna“ og í framhaldi sagði Draghi „Og trúið mér – það verður nóg!“ Þú finnur Kreditkortsappið í App Store og Play Store Stilltu heimildina í appinu Stafrænar lausnir Íslandsbanka

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.