Þjóðmál - 01.09.2018, Page 25

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 25
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 23 Haustið 2008 vofðu óveðursský yfir alþjóð­ legum fjármálamörkuðum og átti efnahags­ legra afleiðinga þess eftir að gæta víða um heim árin á eftir. Árin á undan flæddi lánsfé yfir markaðina og gátu fyrirtæki tekið lán á hagstæðum kjörum. Mörg fyrirtæki heims nýttu sér þessar aðstæður til vaxtar og voru íslensku bankarnir þar ekki undanskildir. Hin alþjóðlega krísa, þegar skrúfað var fyrir krana hinnar hagstæðu fjármögnunar, hafði heilmikil áhrif hér á landi með falli bankanna þriggja sem ekki gátu endurfjármagnað skuldir sínar haustið 2008 eftir fall Lehman­ bankans í september sama ár. Alþjóðleg lánshæfismatsfyrirtæki höfðu nokkru áður gefið íslensku bönkunum hæstu einkunn. Rykið sem þyrlaðist upp við fall bankanna var lengi að setjast og var staðan ekki að fullu ljós fyrr en árið 2015. Á tímabili var efnahagslegu sjálfstæði landsins teflt í hættu en þegar upp var staðið tókst hins vegar svo vel til við efnahagslega endurreisn Íslands að niðurstöðunni er líkt við afrek. Greinaflokkur: Áratug eftir hrun Sigurður Hannesson Fordæmalaus staða kallar á óhefðbundnar aðgerðir Sumarið 2009 hófst barátta InDefence­hópsins gegn Icesave­samningi Svavars Gestssonar og 2. janúar 2010 afhenti hópurinn forseta Íslands áskorun um að synja Icesave­lögunum staðfestingar. Áskorunin var undirrituð af 56 þúsund einstaklingum, sem var metfjöldi. Forsetinn synjaði lögunum staðfestingar nokkrum dögum síðar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.