Þjóðmál - 01.09.2018, Page 28

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 28
26 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Pólitísk stefna er forsenda árangurs Skýr sýn stjórnmálamanna og áræðni við að reka mál áfram hefur mikið um árangurinn að segja. Í upphafi voru viðbrögð við falli bankanna óhefðbundin en skynsamleg eins og rakið hefur verið. Eftir það var reynt að beita hefðbundnum aðferðum við endurreisn efnahagskerfisins. Slíkt bar ekki árangur. Icesave­málið fór að lokum í óhefð bund inn farveg, skuldir heimila voru leiðréttar á óhefðbundinn hátt og losun hafta var óhefðbundin. Skýr pólitísk sýn var á markmið og aðferðafræði. Í aðdraganda alþingiskosninga árið 2013 birtist skýr sýn um hvernig taka þyrfti á vanda skuldsettra heimila með því að leið rétta verðtryggðar skuldir. Reikninginn skyldi senda til slitabúanna. Í nóvember 2013, hálfu ári eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum, var Leiðréttingin kynnt. Á þessum stutta tíma tókst að finna lausn málsins, sem var svo útfærð nánar mánuðina á eftir. Í almennri umræðu voru ýmsar leiðir til umræðu en stundum gleymdist það megin­ markmið við losun hafta að hagsmunir almennings á Íslandi skyldu sem best tryggð ir og stöðugleika ekki ógnað. Yfir lýsingar ráðherra eftir kosningarnar árið 2013 um að fullveldisrétturinn yrði nýttur voru til marks um að gengið yrði eins langt og hægt væri til að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi. Þær yfirlýsingar gáfu tóninn um markmiðin en leiðirnar að þeim markmiðum voru í mótun fram til ársins 2015. Sýnin var skýr. Aðkoma heimamanna gerði gæfumun Aðstæður á hverjum stað eru ólíkar. Erlendir sérfræðingar sem koma að málum á vegum alþjóðastofnana á borð við Alþjóða gjald eyris­ sjóðinn eða aðrir ráðgjafar búa jafnan yfir mikilli reynslu á sínu sviði og þekkja hvaða stefnumiðuðu aðgerðum hefur verið beitt við efnahagslega endurreisn í öðrum löndum. Á því byggja ráðleggingar þeirra og yfirleitt ráðleggur ráðgjafi að semja, því þannig er málið leyst til skemmri tíma litið. Þannig er málið hins vegar ekki endilega leyst á besta mögulega hátt til lengri tíma litið, þar sem ávallt þarf að huga að sjálfbærni þjóðarbús, ríkisfjármála og fjárhagsstöðu heimila. InDefence voru grasrótarsamtök, hópur sjálfboðaliða sem var stofnaður skömmu eftir fall bankanna til að mótmæla þeirri ákvörðun breskra yfirvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum og til að koma málstað Íslands á framfæri erlendis, nokkuð sem hópnum þótti íslensk stjórnvöld eiga að geta sinnt betur. Yfir 83 þúsund undirskriftum var safnað um málstaðinn og voru þær af hentar í breska þinginu í mars 2009. Sumarið 2009 hófst barátta hópsins gegn Icesave­samningi Svavars Gestssonar og 2. janúar 2010 afhenti hópurinn forseta Íslands áskorun 56 þúsund einstaklinga um að synja Icesave­lögunum staðfestingar, sem var met­ fjöldi. Forsetinn synjaði lögunum staðfestingar nokkrum dögum síðar. Barátta InDefence­ hópsins og annarra skilaði að lokum því að EFTA­dómstóllinn úrskurðaði síðar í málinu, Íslandi í vil. Þegar upp var staðið var krafa breskra og hollenskra stjórnvalda ekki á rökum reist. Icesave­málið fór að lokum í óhefð bund inn farveg, skuldir heimila voru leiðréttar á óhefðbundinn hátt og losun hafta var óhefðbundin.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.