Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 29
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 27 Væntingar stór hluti batans Fjöldi heimila stóð frammi fyrir skuldavanda eftir fall bankanna og ýmis úrræði voru kynnt til sögunnar til að höggva á hnútinn. Það var svo árið 2013 þegar Leiðréttingin var kynnt til sögunnar, en hún var almenn efnahags­ aðgerð sem miðaði að því að rjúfa efnahags­ lega kyrrstöðu, auka hagvöxt og hvetja til aukinnar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði. Með þessu var áralöngu óvissuástandi aflétt og aftur var hægt að gera áætlanir. Ekki mátti búast við efnahagslegum við­ snúningi fyrr en stærstu málin voru frá. Endurskipulagning á skuldum fyrirtækja og heimila, Icesave­málið og losun fjármagns­ hafta og skuldaskil slitabúanna. Óvissa dregur úr ákvarðanatöku og því var nauðsyn­ legt að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja og heimila til að koma á eðlilegu ástandi. Óvissa um losun fjármagnshafta fólst meðal annars í ótta um mikið útflæði fjármagns sem myndi leiða til gengisfellingar með tilhey­ randi verðbólgu. Þetta undirstrikar það að þó að Icesave­málið hefði verið leyst á fyrri stigum hefði það engu breytt um framvindu efnahagsmála. Óvissan sem vofði yfir vegna skulda fyrirtækja og heimila og vegna slita­ búanna vó þyngra. Í þessu samhengi má hugleiða hver staðan væri ef kröfuhafarnir hefðu ekki samþykkt stöðugleikaskilyrðin heldur hefðu gert ágreining um stöðugleikaskattinn. Líklegt er að það mál væri ekki enn til lykta leitt. Óvissu ástand hefði þannig dregist á langinn og hinni efnahagslegu endurreisn hefði seinkað um nokkur ár. Væntingar hefðu þá verið á neikvæðari veg. Niðurlag Skuldastaða ríkissjóðs var mun betri en ella því skuldir voru ekki ríkisvæddar. Þar með varð endurreisn efnahagskerfisins mun hraðari og niðurstaðan hagfelldari. Traustar upplýsingar studdu við ígrundaða ákvarðanatöku og ruddu þannig brautina að heimatilbúnum lausnum sem stóðust þau alþjóðlegu viðmið sem þurfti til þar sem vandinn var án fordæma. Með skýrri pólitískri sýn og eignarhaldi var unnt að klára flókin viðfangsefni á skömmum tíma. Slíkt gaf tiltrú, hafði áhrif á væntingar og flýtti þannig hinni efnahagslegu endurreisn. Það er merkilegt að slitabúin voru gerð upp án neinna eftirmála. Fall bankanna þriggja samanlagt var annað stærsta gjaldþrot sögunnar samkvæmt Moody‘s. Fjöldi kröfu­ hafa hljóp á tugum þúsunda og stöðug leika ­ skilyrðin voru án fordæma í alþjóðlegri fjármálasögu að mati Lee C. Buchheit. Að sama skapi er áhugavert að ekkert dómsmál varð vegna Leiðréttingarinnar en málið snerti þorra heimila landsins. Það er góður árangur. Höfundur er fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta og fyrrverandi formaður sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna. Skuldastaða ríkissjóðs var mun betri en ella því skuldir voru ekki ríkisvæddar. Þar með varð endurreisn efnahagskerfisins mun hraðari og niðurstaðan hagfelldari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.