Þjóðmál - 01.09.2018, Side 34

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 34
32 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Hildur Björnsdóttir Skólamál á tímamótum Menntamál Meðal Norðurlandaþjóða er hagvöxtur mestur á Íslandi. Hérlendis þurfa hlutfalls lega fæstir á félagslegri aðstoð að halda. Þetta sýnir nýleg skýrsla Norrænu ráðherra nefndarinnar. Samt sem áður mælist brott fall úr skóla mest hérlendis, en um þrjátíu prósent framhalds­ skólanema ljúka ekki námi. Ísland hefur lægsta menntunarstig allra Norðurlanda þjóða og hér er mestur munur á getu nemenda af er lendum uppruna og innlendum. Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, les skilningi og vísindalæsi samkvæmt niður stöðum PISA­könnunar. Ísland er undir OECD­meðaltali í öllum mældum náms greinum og mælist verst allra Norður­ landaþjóða. Drengir eru helmingi líklegri en stúlkur til að flosna upp úr námi hérlendis. Eins geta 30% drengja og 12% stúlkna ekki lesið sér til gagns. Læsi er grunnforsenda þess að einstaklingur verði virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi. Staðan er því alvarleg. Íslenskt skólakerfi hefur brugðist. Við drögumst aftur úr í samanburði þjóða. Ætli Íslendingar að standa fremstir í efnahags­ legum og félagslegum samanburði þarf að lyfta grettistaki í menntamálum. Eitthvað þarf að breytast. Íslensku skólakerfi er vandi á höndum. Við stöndum ekki nægilega sterkt í alþjóðlegum samanburði. Námsárangur við lok grunnskóla er slakur og menntakerfið hefur brugðist í undirbúningi fyrir síðari stig skólagöngu.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.