Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 42
40 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Sjálfstæðisflokkurinn kjölfesta á umbrotatímum Snúum okkur nú að öðru. Í október verða liðin tíu ár frá hruni íslensku bankanna og það eru enn margir sem kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið. Mun flokkurinn ná sér af því fylgistapi og þeim skakkaföllum, ef þannig má að orði komast, sem hann varð fyrir þá? „Auðvitað vildi ég að við hefðum á þessum tíma sem liðinn er tryggt okkur meira fylgi en við höfum séð í síðustu kosningum,“ segir Bjarni. „Það verður hins vegar ekki horft framhjá því að þegar flokkunum fjölgar og atkvæðin dreifast öðruvísi hefur það áhrif á alla flokka. Hér er nærtækt að benda á að fjórir af átta flokkum á Alþingi hafa orðið til frá 2012. Þrír af þessum fjórum buðu í fyrsta sinn fram 2016 eða 2017. Þetta sýnir mikla gerjun og breytingu í samfélaginu. Tækifæri Sjálfstæðis­ flokksins liggur meðal annars í því að vera kjölfesta á umbrotatímum. Fyrir þessu fann ég mjög sterkt 2016 en kosningarnar 2017 voru um margt fordæmalausar. Til framtíðar er það í okkar höndum hvernig fylgið þróast. Við getum aftur náð fyrri styrk en við megum ekki gefa okkur í eina mínútu að við eigum einhvern tiltekinn stuðning vísan.” Eru menn þá með óraunhæfar væntingar um það fylgi sem flokkurinn hafði áður? „Mér finnst of algengt að menn leiti til gamalla slagorða eða baráttumála sem við tilteknar aðstæður voru grunnur að góðum stuðningi. Það sem ég á við er að við vinnum ekki stuðning með slagorðunum einum saman. Þetta er annað samfélag í dag og aðrir kjósendur. Maður heldur ekki þræði í samtali við kjósanda nú með því einu að rifja upp einhverja hluti sem gerðust fyrir einhverjum áratugum,“ segir Bjarni. „Við þurfum að vera leiðandi, í umræðu og verkum, á grundvelli þeirra gilda sem við stöndum fyrir. Það er viðstöðulaust verkefni, þó svo að viðfangsefnin breytist. En maður þarf að hafa skýra framtíðarsýn og getu til að kynna hana eftir réttum leiðum. Það breytist hins vegar ekki yfir tíma að við viljum hafa hvetjandi umhverfi, trúa á einstaklinginn, framtakssemi hans. Að skattar verði að vera hóflegir, að ríkið megi ekki vera alltum­ lykjandi og að kraftmikið atvinnulíf sé forsenda velferðarinnar. “ Maður veltir því þó ósjálfrátt fyrir sér hvort hugmyndafræðin gleymist eða verði útundan í daglegu amstri stjórnmálanna. Gefst mönnum nægur tími til að huga að hugmyndafræði og framtíðarsýn? „Mér finnst ég vera í stöðugum tímaskorti. Það hefur sýnt sig að til að endurnýja sig þarf maður hreinlega að taka frá tíma til að róa hugann eftir verkefni hversdagsins og skapa rými til að sinna hugmyndafræðinni,“ segir Bjarni. „Í hvert sinn sem ég stíg aðeins út úr hinu dagsdaglega amstri, hvort sem ég fer í frí, geng á fjöll hér innanlands, fer í flug eða er í bíl á leiðinni út á land – bara aðeins út úr hringiðu ráðuneytisins, þá byrja hug­ myndirnar að flæða. Það er auðvelt að kafna í stjórnsýslunni í ráðuneytinu en það er nokkuð sem allir ráðherrar verða að gæta sín á. Við berum ábyrgð á hugmyndafræðilegri þróun og því að byggja undir framtíðarsýn á þeim sviðum sem mestu máli skipta fyrir Íslandi. Oft er hugmyndafræðin auðvitað fólgin í þeim verkefnum sem við erum að sinna, en framtíðin er alltaf skammt undan með nýjum verkefnum og kröfum. Ég held að við getum sagt það um þessi stóru mál sem hefur þurft að leysa frá því að við komum aftur inn í ríkisstjórn, bæði uppgjörið við slitabúin, afnám hafta, lögin um opinber fjármál, skuldaþróunin, fjármálareglurnar – þetta eru allt dæmi um mál þar sem maður þarf að hafa framtíðarsýn til þess að geta sett verkefnið af stað. Við höfðum og höfum þá framtíðarsýn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.