Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 50

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 50
48 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Fredrik Kopsch Vernda starfsleyfisveitingar stjórnvalda neytendur eða framleiðendur? Starfsleyfisveitingar stjórnvalda hafa verið mér afar hugleiknar undanfarið. Til að mega starfa á mínum starfsvettvangi, húsnæðismarkaðnum, þarf að sækja um mörg mismunandi leyfi og alltaf eru það ríkisstofnanir sem veita þau. Eitt dæmi um slíkt er rafvirkjun og annað dæmi er sala á húsnæði, þ.e. fasteignasala. Mörg dæmi er líka að finna í öðrum starfsgreinum og fara þau eftir því hvaða land er skoðað. Ef við lítum til alls heimsins sjáum við að alls kyns starfsemi og störf eru háð leyfum, svo sem hárgreiðsla, húðflúrun og húsamálningar; listinn er óralangur. Eitt er það sem næstum allar kröfur um starfs­ leyfisveitingar eiga sameiginlegt: ástæðan sem gefin er fyrir þeim er nær alltaf neytenda­ vernd. En hversu oft á það við rök að styðjast? Tökum dæmin tvö af sænska fasteigna­ markaðnum, rafvirkjun og fasteigna sölu, og reynum að skilja í hvaða mæli leyfi til að starfa í þessum greinum verndar neytendur. Í Svíþjóð þarf fólk í báðum þessum starfs­ greinum tilskilda menntun til að mega starfa við þær. Þetta segir fólki auðvitað að þeir sem starfa við þetta hafi til að bera nauðsynlega kunnáttu til að vinna gott verk. Ef við hugsum ekki frekar út í þetta, sem fæstir gera, virðast starfsleyfisveitingarnar eiga rétt á sér. En spyrjum okkur nokkurra spurninga. Hvað getur farið úrskeiðis ef einhver sem ekki hefur leyfi vinnur verkið? Höldum okkur við þessar tvær starfsgreinar. Ef maður sem ekki hefur leyfi til að vinna sem rafvirki (og er óþjálfaður) leggur rafmagn í húsinu okkar brennur húsið í versta falli. Ef maður sem ekki hefur leyfi til að vinna sem fasteignasali selur okkur hús, hvað getur þá gerst? Að mínu mati ekkert sérstakt. Ein af rökunum sem ég hef heyrt eru þau að leyfislaus fasteignasali fái ef til vill ekki besta verðið fyrir húsið sem hann selur fyrir ykkur eða að þið þurfið að greiða of hátt verð fyrir eitthvert hús. Þessi rök hvíla vitaskuld á þeirri ályktun að fasteignasalinn hafi vald til að hafa áhrif á lokaverðið (sem er rangt) og að þið vitið ekki hvað þið eruð tilbúin að greiða fyrir húsið (en að eins og fyrir eitthvert kraftaverk viti fasteignasalinn það). Mikill munur er á þessum dæmum. Svo virðist sem að í sumum starfsgreinum gæti, í þágu neytendaverndar, þurft starfsleyfi frá stjórnvöldum (þ.e. til að starfa sem rafvirki því annars gæti húsið ykkar brunnið). Ég myndi halda því fram að sú ályktun sé röng. Ef ekki væru starfsleyfisveitingar stjórnvalda í dæminu um rafvirkjann, er þá útilokað að markaðstengdar starfsleyfisveitingar væru mögulegar? Ég myndi segja að mjög líklegt væri að þær yrðu til. Flestir húseigendur tryggja heimili sín og slík trygging nær yfirleitt til bruna af völdum rafmagnsbilunar. Á markaði þar sem næstum hver sem er gæti unnið við rafmagn myndi húsum sem brenna sennilega fjölga. Til að tryggja hagsmuni sína myndu tryggingafyrirtæki krefjast þess að öll vinna við rafmagn væri unnin af rafvirkja með starfsleyfi og þannig yrði til markaður fyrir útgáfu starfsleyfa. Ríkisvaldið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.