Þjóðmál - 01.09.2018, Page 52

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 52
50 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Hjörtur J. Guðmundsson Fríverzlun Íslands í framtíðinni Vart þarf að fara mjög mörgum orðum um það hversu mikilvæg frjáls milliríkjaviðskipti eru fyrir hagsmuni Íslands. Það er væntan­ lega flestum ljóst. Fyrir vikið hafa ríkisstjórnir sem setið hafa hér á landi um langt árabil lagt áherzlu á fríverzlun í stjórnarsáttmálum sínum. Fyrir utan vinstristjórnina sem tók við völdum árið 2009 og gerði í kjölfarið þvert á móti misheppnaða tilraun til þess að koma Íslandi inn í gamaldags tollabandalag. Tollabandalög eru í eðli sínu andstæða fríverzlunar enda snúast þau um að vernda innlenda framleiðslu fyrir utanaðkomandi samkeppni, það er verndarhyggju (e. pro­ tectionism), sem er þveröfugt við markmið fríverzlunar. Fyrir vikið kemur varla á óvart að ekki hafi verið minnzt á fríverzlun í stjórnar­ sáttmála vinstristjórnarinnar. Fyrir utan þá staðreynd að vinstrimenn hafa ekki beinlínis verið áköfustu stuðningsmenn frjálsra viðskipta. Ráðherra utanríkismála í vinstristjórninni, Össur Skarphéðinsson, dustaði að vísu rykið af viðræðum um fríverzlunarsamning við Kína þegar honum varð endanlega ljóst að ekkert yrði af inngöngu Íslands í Evrópu­ sambandið. Hann reyndi síðan að draga upp þá mynd að samningurinn væri honum að þakka. Staðreyndin er þó sú að með umsókn­ inni gerði Össur meira til þess að draga úr líkunum á að samningar næðust en hitt. Víðtækir fríverzlunarsamningar snúast ekki aðeins um vöruviðskipti eins og eldri fríverzlunar samningar heldur einnig þjónustu viðskipti og annað sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. (Mynd: VB/HAG) Milliríkjaviðskipti

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.