Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 61

Þjóðmál - 01.09.2018, Síða 61
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 59 Hannes leiðir rök að því að íslenskir ráðamenn hafi brugðist rétt við með neyðarlög unum 6. október 2008, þegar íslenska ríkið tók ekki lagalega ábyrgð á innstæðum, heldur gerði innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í búum bankanna. Það sé rangt að með því hafi breskum og íslenskum innstæðu eigendum verið mismunað, því að hvorir tveggja hefðu orðið forgangskröfuhafar, heldur hafi í raun innstæðueigendum og öðrum kröfuhöfum verið mismunað, og hafi legið til þess gildar ástæður. Hannes rifjar upp að ráðherrar Samfylkingar innar hafi verið tregir til að samþykkja varnar vegg þann um Ísland (ring­ fencing), sem seðlabankastjórarnir þrír hafi lagt á ráðin um. Lærdómar Evrópuþjóða af íslenska banka hruninu séu: 1) Hin einbeitta og ötula forysta Seðla bankans, sem varaði við útþenslu banka kerfisins og undirbjó í kyrrþey áætlun um varnarvegg, skipti sköpum. 2) Hagkerfið þarf ekki að hrynja þótt ekki sé komið í veg fyrir að bankar fari í þrot. Allt íslenska bankakerfið hrundi en Ísland dafnar vel. 3) Skynsamlegt er að veita innstæðu­ eigendum forgangs kröfur í bú banka, enda er verið að taka það ráð upp víða annars staðar. 4) Sé það gert þarf ekki ríkisábyrgð á innstæðum, en slík ábyrgð getur einmitt leitt til freistnivanda. 5) Þegar skapað er geðþóttavald, eins og gert var með hryðjuverkalögunum bresku, er hætt við að það verði misnotað, eins og ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins gerði þegar hún beitti þeim gegn Íslendingum. Raddir fórnarlambanna Þriðja skýrsla Hannesar fyrir New Direction ber heitið Raddir fórnarlambanna: Drög að yfirliti um andkommúnískar bókmenntir (Voices of the Victims: Notes Towards a Historiography of Anti­Communist Litera ture). Hún er 61 bls. og er skrifuð í tilefni hundrað ára afmælis bolsévíkabyltingar innar rússnesku. Í upphafi rekur Hannes stuttlega leið kommúnismans frá Pétursborg í Rússaveldi 1917 til Pyongyang í Norður­Kóreu 2017. Hvarvetna hefur þessari stefnu fylgt eymd og kúgun, hungursneyðir, fjöldaaftökur, fanga­ búðir, flokkshreinsanir, átthagafjötrar og rit skoðun. Hannes telur að þetta sé engin til­ viljun, heldur eðlisnauðsyn kommún ismans. Í stefnunni sé fólgið að afnema eigi bestu tryggingu skoðanafrelsisins, sem væri dreifð yfirráð yfir atvinnutækjunum. Vitnar Hannes um þetta í tvo kommúnista: Rósa Lúxemborg lagði áherslu á að frelsið væri alltaf frelsi stjórnarandstæðingsins. Lev Trotskíj sagði að í landi þar sem stjórnin væri eini vinnu­ veitandinn biði stjórnarandstæðingsins hægur hungurdauði. Hannes reifar einnig rök Friedrichs A. Hayeks fyrir því að hvers konar sósíalismi sé „leiðin til ánauðar“. Ef á að skipuleggja atvinnulífið í stað þess að treysta á frjáls markaðsviðskipti þarf að skipuleggja mennina líka, fækka þörfum þeirra og einfalda þær, og það tekst aðeins með því að taka flest eða öll mótunaröfl mannssálarinnar í þjónustu stjórnarinnar, meðal annars fjölmiðla, íþróttir, dómstóla, listir og vísindi, en þá er komið í alræði, eins og það hefur jafnan verið skilgreint. Hannes segir síðan deili á helstu ritum sem komið hafa út um kommúnisma. Verður hér aðeins minnst stuttlega á nokkur þeirra sem komið hafa út á íslensku. Þjónusta, þrælkun, flótti er eftir Ingríann Aatami Kuortti, sem var lúterskur prestur og þjónaði þremur sóknum í Ingríu, nálægt Lenínsgarði eða Pétursborg. Ingríar eru náskyldir Finnum og skilja finnsku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.