Þjóðmál - 01.09.2018, Page 64

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 64
62 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Skattlagning á sjávarútveg hefur í áratugi verið umdeilt pólitískt málefni. Með tímanum hafa stríðandi fylkingar á Alþingi, og meira að segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að því er virðist, sæst á að sjávarútvegur eigi að greiða gjald til ríkisins fyrir nýtingu Íslandsmiða. Hin pólitíska umræða í dag snýr því fyrst og fremst að útfærslu og fjárhæð veiðigjalds fremur en tilvist þess og þjóð­ hags legrar hagkvæmni slíkrar skattlagningar. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirrar þróunar en hér er lagt mat á gildandi lög um veiði­ gjald og ýmsa galla við útreikning gjaldsins sem vert er að taka til endur s koðun ar svo að veiðigjaldið sé sanngjarnara og nái betur tilætlan sinni, að taka mið af afkomu í sjávar­ útvegi. Höfundur telur ekki að svo stöddu tilefni til þess að leggjast í heildarendurskoðun á því hvernig staðið er að skattlagningu á þeim sem nýta fiskveiðiauðlindina. Ýmsar tillögur hafa verið lagðar fram í þeim efnum, eins og t.d. að útgerðir greiði einfaldlega hærri tekjuskatt eða að tiltekið hlutfall aflaheimilda renni til ríkisins á hverju ári og séu í kjölfarið settar á uppboð. Vandamálið við að breyta núverandi fyrirkomulagi á skattlagningu er að pólitísk áhætta af slíku er mikil. Ingvar Smári Birgisson Meinbugir veiðigjalds Sjávarútvegur Skip í Reykjavíkurhöfn. Í grundvallaratriðum felur veiðigjald í sér skatt sem lagður er á eigendur íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar á nytjastofn um sjávar. Þrátt fyrir að veiðigjald sé gjald að nafninu til er um skatt að ræða. (Mynd: VB/HAG).

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.