Þjóðmál - 01.09.2018, Side 71

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 71
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 69 Álit Vinstrið er hrætt við Jordan Peterson Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum, í heimalandi sínu, í Bandaríkjunum, í Evrópu og loks hér á landi. Peterson kom til Íslands í byrjun júní og hélt fyrirlestra í Norðurljósasal Hörpu. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og um 3.000 manns sáu fyrirlestra hans. Samhliða kom metsölubók hans, Tólf lífsreglur: Mótefni við glundroða, út í íslenskri þýðingu. Með einföldum hætti má segja að boðskapur Peterson feli fyrst og fremst í sér að einstak­ lingurinn taki ábyrgð á sjálfum sér og standi keikur fyrir gildum sínum. Það er vissulega einföldun en í síðasta hefti Þjóðmála gerði Þorbjörn Þórðarson frétta­ maður bók hans ágæt skil í bókarýni. Þá grein má nú finna á vef Þjóðmála. Hægt er að fjalla um boðskap Peterson í löngu máli og út frá ýmsum sjónarmiðum. Það sem aftur á móti vekur athygli er mikil andúð vinstrimanna á Peterson og því sem hann hefur að segja. Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlamenn beggja megin Atlants­ hafsins hafa með markvissum hætti reynt að snúa út úr orðum hans eða grafa undan honum með öðrum hætti. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson kom til Íslands í byrjun júní og hélt fyrirlestra í Hörpu. (Mynd: VB/HAG)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.