Þjóðmál - 01.09.2018, Side 78

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 78
76 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Gunnar Björnsson Ólympíuskákmót við Svartahaf 90 ára pólitísk saga Ólympíuskákmóta Skák Ólympíuskákmótið, það 43. í sögunni, er haldið í Batumi í Georgíu dagana 24. septem­ ber til 5. október. Batumi, sem er við Svarta­ hafið, er stundum kallað Las Vegas Georgíu. Þar eru spilavíti víðs vegar og þangað flykkjast til dæmis Tyrkir og Ísraelsmenn í fjárhættuspilin sem eru bönnuð í þeirra löndum. Ólympíuskákmót eru einn stærsti og fjöl­ mennasti íþróttaviðburður heims. Saga Ólympíu skákmótanna er löng. Fyrsta opin­ bera Ólympíuskákmótið var haldið í London árið 1927 en fyrir þann tíma höfðu tvo óopinber Ólympíuskákmót farið fram; í París 1924 og Búdapest og 1926. Mótin voru haldin reglulega fram til ársins 1939 en þá féllu þau niður vegna heimsstyrjaldarinnar. Síðan 1950 hafa mótin ávallt verið haldin á tveggja ára fresti. Alls hafa verið haldin 42 opinber Ólympíuskákmót. Óopinbert Ólympíuskákmót var haldið árið 1936 í München í Þýskalandi nasismans. Hitler sló af kröfunum og gyðingar fengu að taka þátt. Gráglettni örlaganna var að sveitir Ungverja­ lands og Póllands, að mestu leyti skipaðar gyðingum, unnu heimamenn. Ólympíufararnir 1939. Leikarnir voru haldnir í Buenos Aires í Argentínu. Íslensku keppendurnir þurftu að ferðast í þrjár vikur til að komast heim, enda hafði þá brotist út stríð. Liðið vann b­keppnina og Copa Argentina­bikarinn, sem var mikið afrek.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.