Þjóðmál - 01.09.2018, Side 81

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 81
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 79 Óvænt samvinna Rússa og Englands, Dvorkovich og Short. Sumum finnst þessi „samvinna“ Englands og Rússlands á skáksviðinu sérkennileg í ljósi samskipta þjóðanna, sem eru við frostmark eftir morðtilraun á Skripal­feðginunum. Við sögðum frá þeim Makropoulos og Short í síðasta tölublaði en þá var framboð Rússans ekki komið fram. Dvorkovich þessi er ekkert peð. Hann var áður aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og var formaður mótsnefndar HM í fótbolta í Rússlandi. Baklandið er sterkt, sjálfur Vladimír Pútín! Rússar beita óspart pólitískum þrýstingi, sem varð t.d. til þess að skipt var um FIDE­fulltrúa í Serbíu. Nigel Short er ekki talinn eiga neinn mögu­ leika á sigri. Hann vonast til þess að hvorugur hinna fái meirihluta í fyrstu umferð. Þá geti hann komið sínum áherslum að í samninga­ viðræðum við annan hvorn hinna, væntan­ lega þá Dvorkovich, en enski stórmeistarinn er svarinn óvinur Makropoulos. Það flækir málin að samlandi Shorts, Malcolm Pein, er meðframbjóðandi Makropoulos og greiðir einnig atkvæði fyrir hönd enska skáksambandsins. Fyrir skemmstu var mynd tekin saman af Short og Dvorkovich þar sem þeir gagnrýndu báðir Makropoulos. Sumum finnst þessi „samvinna“ Englands og Rússlands á skáksviðinu sérkennileg í ljósi samskipta þjóðanna, sem eru við frostmark eftir morðtilraun á Skripal­feðginunum. Á þessu augnabliki er erfitt að segja til um hvort Grikkinn eða Rússinn vinni. Örugglega á mikið eftir að ganga á bæði fyrir framan og bak við tjöldin í Batumi. Skákáhugamenn og áhugamenn um skákpólitík geta fylgst með á www.skak.is. Þar verða baráttunni bæði innan og utan skákborðsins gerð góð skil á meðan á mótinu stendur. Höfundur er forseti Skáksambands Íslands.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.