Þjóðmál - 01.09.2018, Side 82

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 82
80 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Börkur Gunnarsson Ferð með Forman Menning Þegar það var hringt í mig afsakandi og ég spurður hvort ég gæti fylgt Milos Forman í þrjá eða fjóra daga á meðan hann væri hér á Íslandi því hann væri að taka við heiðurs­ launum RIFF? En það væri einn hængur á, „þú færð ekkert greitt, við erum að berjast í bökkum“. Þá svaraði ég: „Fæ ég ekkert greitt? Ertu að hringja í mig um djobb sem ég fæ ekkert greitt fyrir?“ „Já, ég skil, ekkert mál.“ „Nei, ég var að grínast. Milos Forman? Ég myndi taka mér frí úr vinnunni alltaf til að fylgja honum. Ég myndi segja upp vinnunni minni til að reima skóreimarnar hans. Takk fyrir boðið. Ég tek djobbinu á stundinni.“ Milos Forman er einn af stóru meisturum kvikmyndaleikstjórnar síðustu aldar og fram á þessa. Hann gerði Hárið, Slökkviliðs­ ballið, Amadeus, Fólkið gegn Larry Flynt, Ástir blondínu, Gaukshreiðrið og ég veit ekki hversu margar aðrar snilldarmyndir hann gerði. Elskaður af Hollywood og þeim sem vildu virðast gáfaðir í Evrópu. Milos Forman var elskaður af öllum. Ástæðan fyrir því að hringt var í mig er að ég er sá eini á landinu sem bæði tala tékknesku og er kvikmyndaleikstjóri og lærði í sama skóla og hann. Orðið bæði átti reyndar ekki lengur við í þessari setningu minni þarna áðan þegar það þriðja kom. Tékkneski leikstjórinn Milos Forman fæddist í Čáslav í Tékkóslóvakíu (nú Tékkland) árið 1932. Hann lést í Bandaríkjunum í apríl á þessu ári. Hér sést hann við tökur á Gaukshreiðrinu (e. One Flew Over the Cuckoo's Nest), en hann hlaut óskars­ verðlaun fyrir leikstjórn myndarinnar.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.