Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 96
94 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Deneen veltir líka upp spurningum um hvort samfélagsskipan í anda frjálslyndis eyðileggi þá menningu sem gerir mönnum kleift að vera frjálsir og stjórna sér sjálfir (bls. 88). Scott og Deneen eru á einu máli um að samfélag sem samanstendur aðeins af ein­ staklingum og ríkisvaldi sé harla nöturlegt. Í slíku samfélagi eru menn aðeins bundnir af lögum – og það þarf meira og meira af þeim, því þau geta í raun ekki unnið það verk sem venjur, siðir og samspil margra smærri félagsheilda hafa jafnan unnið. Þessar smærri heildir setja mönnum skorður sem eru af allt öðru tagi en lög ríkisins. Lítill munur á hægri og vinstri Mynd frjálslyndrar hugmyndafræði af sam­ félaginu gerir ráð fyrir að menn fái frelsið í vöggugjöf og hver og einn njóti þess meðan enginn annar neytir aflsmunar gegn honum. Ríkið er svo til að koma í veg fyrir ofbeldi og yfirgang og tryggja að hver maður fái að gera það sem hann vill, svo fremi hann gangi ekki á rétt annarra. Að mati Deneen er þessi mynd af mannlífinu röng og villandi. Einstaklingsréttindin, sem ríkið ver, eru ekki náttúrulegt ástand heldur afsprengi valdstjórnar og það er markaðurinn líka. Sumt sem Deneen segir um þetta efni minnir á fræga bók eftir Ungverjann Karl Polanyi (2001) sem upphaflega kom út árið 1944 og heitir The Great Transformation (Umbreytingin mikla). Líkt og Polanyi segir Deneen að frjáls markaður („laissez­faire“) hafi verið skipulagður að ofan og þótt hann sé réttlættur með vísun í náttúrulegt frelsi krefjist hann sífellt atbeina ríkisvalds (bls. 52–53). Ef þetta er rétt er reglugerðafarganið í ríkjum nútímans ef til vill ekki í andstöðu við frelsið á markaðnum heldur afsprengi þess. (Rökfærsla Posners og Weyl styður þessa niðurstöðu á vissan hátt, því þeir draga enga dul á að sókn til aukinnar markaðs væðingar og einstaklingshyggju kalli á háþróaða skriffinnsku.) Deneen varar þó við að fara offari í gagnrýni á frjálslyndi samtímans og segir að margt gott hafi áunnist með markaðsvæðingu og miðstýrðu regluverki (bls. 179). En það þarf samt, segir hann, að finna leiðir til að hemja bæði ríki og markað. Mikilvægast telur hann að losa stjórnmálin úr viðjum hugmynda­ fræði og stóra sannleika og skapa smærri félagsheildum möguleika á að eflast og dafna. Hann mælir sem sagt ekki með neinni byltingu og sumt í máli hans minnir mig svolítið á íslenska framsóknarmenn. Deneen neitar því ekki að úrræði í anda hinnar breiðu miðju bæti oft efnaleg kjör fólks. En rétt eins og Polanyi gerði, fyrir nær 75 árum, bendir hann á að félagslegt umrót sem fylgir markaðs­ og alþjóðavæðingu geti komið svo miklum losarabrag á líf manna að þeir geti illa við unað. Hér kennir hann jafnt um hægra og vinstra frjálslyndi. Að hans dómi stendur öll hin breiða miðja saman um markaðsvæðingu og útþenslu ríkisvaldsins. Á sama tíma losnar um annað sem bindur fólk saman í fjölskyldur, söfnuði, félagasamtök og byggðarlög (bls. 46). Um frjálslynda hægrimenn segir Deneen að þeir tali stundum eins og þeir séu íhaldssamir og standi vörð um gömul gildi, en þeir hafi í raun ekki fylgt slíkum stefnumálum eftir með neinum árangri heldur aðeins beitt sér fyrir aukinni alþjóðavæðingu hagkerfisins og varið misskiptingu auðs. Um frjálslynda vinstri menn segir hann að þeir tali vissulega um jöfnuð og samstöðu. Hann bætir því svo við að þeir fylgi í raun engu eftir nema réttindum í anda einstaklings hyggju, sem verði til þess að hver maður sitji einn uppi með sjálfan sig og þurfi að skilgreina veru sína, vilja og kyn en vinnustaðurinn og jafnvel jörðin undir fótum hans tilheyri einum í dag og öðrum á morgun (bls. 63). (Ef Deneen þekkti til hér á landi tæki hann kannski merkingar á klósettum í Reykjavík sem dæmi um áherslu af því tagi sem vinstri­ menn fylgja eftir.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.