Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 20

Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 20
18 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Ásdís Kristjánsdóttir Framlög til heilbrigðismála í alþjóðlegum samanburði Þegar heilbrigðismál eru til umræðu á Íslandi er margoft gripið til þess ráðs að meta árangur eða gæði þjónustunnar út frá fjárframlagi hins opinbera. Þannig er ítrekað bent á að útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), séu lítil í alþjóðlegum samanburði og að við séum eftirbátar hinna Norðurlandaþjóðanna og annarra nágrannaþjóða. Í Læknablaðinu birtist nýverið pistill sem bar heitið „Norsk stjórnvöld verja 48% meira á mann til heilbrigðis mála en þau íslensku“. Í pistlinum er farið yfir hvernig Ísland ver minna af VLF til heilbrigðismála en nokkurt hinna norrænu ríkjanna og OECD­ríkja að jafnaði. Er það í besta falli hálfur sannleikur. Ísland ver 8,3% af VLF til heilbrigðismála samkvæmt úttekt OECD fyrir árið 2018. Annars staðar á Norðurlöndunum er sambærilegt hlutfall 11% í Svíþjóð, 10% í Danmörku og rúmlega 9% í Finnlandi. Þá er meðaltal OECD­ríkja 8,8% af VLF. Í umræddum pistli í Læknablaðinu er hins vegar hvergi minnst á þá staðreynd að aldurssamsetning hverrar þjóðar hefur veru­ leg áhrif á þessar stærðir. Samfara því sem þjóð eldist verður þörfin þeim mun meiri eftir heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi áhrifum á útgjöld hins opinbera til málaflokksins. Á Íslandi er meðalaldur töluvert lægri en í nágrannaríkjunum, þar með talið hinum norrænu þjóðunum – reyndar erum við sjöunda yngsta þjóðin meðal OECD­ríkja. Horft til þeirra þjóða þar sem meðalaldurinn er lægri en á Íslandi þá er Síle eina ríkið sem ver hlutfallslega meira fé til heilbrigðismála, en í því samhengi má nefna að þar hafa mótmæli geisað, meðal annars vegna sligandi heilbrigðiskostnaðar í landinu. Varla gæða­ stimpill sem við viljum horfa til. Heilbrigðismál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.