Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 20
18 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
Ásdís Kristjánsdóttir
Framlög til heilbrigðismála
í alþjóðlegum samanburði
Þegar heilbrigðismál eru til umræðu á Íslandi
er margoft gripið til þess ráðs að meta árangur
eða gæði þjónustunnar út frá fjárframlagi
hins opinbera. Þannig er ítrekað bent á að
útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála,
sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF),
séu lítil í alþjóðlegum samanburði og að við
séum eftirbátar hinna Norðurlandaþjóðanna
og annarra nágrannaþjóða. Í Læknablaðinu
birtist nýverið pistill sem bar heitið „Norsk
stjórnvöld verja 48% meira á mann til
heilbrigðis mála en þau íslensku“. Í pistlinum
er farið yfir hvernig Ísland ver minna af VLF til
heilbrigðismála en nokkurt hinna norrænu
ríkjanna og OECDríkja að jafnaði.
Er það í besta falli hálfur sannleikur. Ísland
ver 8,3% af VLF til heilbrigðismála samkvæmt
úttekt OECD fyrir árið 2018. Annars staðar
á Norðurlöndunum er sambærilegt hlutfall
11% í Svíþjóð, 10% í Danmörku og rúmlega
9% í Finnlandi. Þá er meðaltal OECDríkja
8,8% af VLF.
Í umræddum pistli í Læknablaðinu er hins
vegar hvergi minnst á þá staðreynd að
aldurssamsetning hverrar þjóðar hefur veru
leg áhrif á þessar stærðir. Samfara því sem
þjóð eldist verður þörfin þeim mun meiri eftir
heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi áhrifum
á útgjöld hins opinbera til málaflokksins.
Á Íslandi er meðalaldur töluvert lægri en
í nágrannaríkjunum, þar með talið hinum
norrænu þjóðunum – reyndar erum við
sjöunda yngsta þjóðin meðal OECDríkja.
Horft til þeirra þjóða þar sem meðalaldurinn
er lægri en á Íslandi þá er Síle eina ríkið sem
ver hlutfallslega meira fé til heilbrigðismála,
en í því samhengi má nefna að þar hafa
mótmæli geisað, meðal annars vegna sligandi
heilbrigðiskostnaðar í landinu. Varla gæða
stimpill sem við viljum horfa til.
Heilbrigðismál