Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 42

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 42
40 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Innri markaðurinn er róttækari hugmynd en margir gera sér grein fyrir: hann felur í raun í sér eins konar evrópskan „bræðslupott“ að bandarískri fyrirmynd. Fjórfrelsið þýðir að aðildarríki sambandsins afsala sér réttinum til að takmarka flæði vöru og þjónustu til að vernda innlenda framleiðendur; fjármagn getur leitað þangað sem ávöxtun er hæst; og borgarar í einu aðildarríki geta leitað sér atvinnu í öðru að eigin vali. Á svipaðan hátt og íbúi Idaho getur flutt til Kaliforníu eða Texas í leit að betra lífi getur íbúi í Grikklandi eða Portúgal flutt til Þýskalands eða Finnlands. Í efnahags­ og myntbandalaginu felst svo að aðildarríkin halda úti sameiginlegri mynt, evrunni, og skuldbinda sig til að fylgja ákveðnum reglum sem takmarka verulega athafnafrelsi þeirra í efnahagsmálum. Þannig gefa aðildarríki evrunnar ekki aðeins upp á bátinn eigin peningastefnu heldur skuld­ binda þau sig einnig til að reka aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Þetta skerðir mögu­ leika þeirra til að nýta hvort sem er peninga­ stefnuna eða ríkisfjármálin til að styðja við eftirspurn og atvinnustig. Myntbandalag í mýflugumynd Efnahags­ og myntbandalagið er afleiðing af því langvarandi markmiði Frakka að ná evrópskri peningastefnu úr höndum þýska seðlabankans til að þurfa ekki að lúta ægivaldi þýska marksins. Allt frá endalokum Bretton Woods­kerfisins höfðu Vestur­Evrópuríkin unnið út frá þeirri forsendu að innbyrðis stöðugleiki evrópsku gjaldmiðlanna væri æskilegt markmið út af fyrir sig og festu því gengi þeirra í ýmiss konar kerfum: „snáknum“, EMS, ERM, o.s.frv. Í þessum kerfum kom það iðulega fyrir að aðlaga þurfti gengið vegna þess að raungengi frankans og lírunnar hafði styrkst um of gagnvart þýska markinu. En til þess að aðlögunin félli ekki að öllu leyti á veikari hagkerfin þurftu Frakkar iðulega að biðja Þjóðverja að hækka gengi marksins. Umræður um myntbandalag má raunar rekja allt til 7. áratugarins, en þeim hafði ekki verið hrint í framkvæmd, ekki síst vegna takmarkaðs áhuga Þjóðverja. Við fall Berlínar­ múrsins gátu Frakkar hins vegar nýtt sér tímabundinn pólitískan veikleika Þjóðverja til að gera myntbandalagið að veruleika. Nálgun Þjóðverja í Maastricht­viðræðunum var þó sú að gefa eins lítið og mögulegt var eftir. Afleiðingin var eins konar hálfbakað myntbandalag, sem skorti mikilvæga stofnana þætti, sem almennt einkenna mynt­ bandalög, ekki síst sameiginleg fjárlög. Í umræðum um hugsanlegt myntbandalag hafði slík útfærsla raunar aldrei alvarlega verið rædd. Í MacDougall­skýrslunni svo­ kölluðu, sem gefin var út 1977, var til dæmis talað um að hæfileg sameiginleg fjárlög þyrftu að vera á bilinu 2­5 prósent af lands­ framleiðslu aðildarríkjanna til að byrja með. Sameiginleg mynt án sameiginlegra fjárlaga hefði verið talin fjarstæðukennd, en sú varð samt niðurstaðan í Maastricht. Þá virðast ýmsir hafa gengið út frá því að myntbanda­ lagið mundi valda menningarbreytingu í veikgengisríkjunum, sem mundi gera þeim kleift að taka þátt í myntbandalagi með mun agaðri hagkerfum. Síðan evran varð til hafa Þjóðverjar raunar einnig bundið kvaðir um jafnvægi í fjármálum hins opinbera í stjórnarskrá og kveðið er á um takmarkanir á hallarekstri í ríkisfjármálum í evrópska ríkis­ fjármálasáttmálanum. Niðurstaðan er alltof aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum í Evrópu, sem hægt hefur verulega á efnahagsbata í kjölfar kreppunnar og gert skuldsettum ríkjum erfiðara að vinna sig út úr skulda­ vandanum. Það hefur því fallið að mestu á herðar Seðlabanka Evrópu að halda hagkerfi evrusvæðisins á floti. Popúlismi og vanmáttug þjóðríki Áhrifin af þessum stofnananýjungum hafa ekki látið á sér standa. Frá því að fjölmörg ríki í Mið­ og Austur­Evrópu gengu í sam­ bandið árið 2004 hafa milljónir íbúa þeirra nýtt sér fjórfrelsið og flutt til Vestur­Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.