Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 73
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 71 Mynd Rajans af samfélaginu er ekki mynd af tveim stórum kerfum – ríki og markaði – sem mæta þörfum sundurlausra einstaklinga. Samkvæmt því sem hann segir þarf fólk þrenns konar kerfi til að lifa góðu lífi. Þessi þrenns konar kerfi eru samfélag, markaður og ríki. Sumar stofnanir telur hann að sé best að grenndarsamfélög annist og nefnir barnaskóla sérstaklega í því sambandi en líka hluta af velferðarkerfi og félagsþjónustu. Andstaðan gegn alþjóðavæðingu, frjálslyndi og markaðsbúskap er mest úr tveimur ólíkum áttum; frá þjóðernissinnum og íhaldsmönnum, sem iðulega eru taldir til hægri, og frá sósíalistum og stjórnleysingjum, sem teljast til vinstri. En þegar þessi andstaða er skoðuð í ljósi þess sem Rajan segir um vettvang daglegs lífs sem undirstöðu stóru kerfanna – ríkisins og markaðarins – virðist ekki ákaflega langt á milli jaðranna til hægri og vinstri. Að minnsta kosti sumir af þeim fyrrnefndu reyna að verja samfélagið gegn útþenslu ríkisvalds og markaða með því að hægja á henni og í hópi þeirra síðarnefndu eru menn sem vilja að samfélagið endurheimti sumt af því sem þessir tveir risar nútímans hafa lagt undir sig. Rajan á vissa samleið með hvorum tveggja, því þótt hann vilji að lýðræðislegt ríkisvald og opnir markaðir haldi áfram að dafna segir hann að einnig þurfi að styrkja grenndar­ samfélagið og vald venjulegs fólks á vett­ vangi daglegs lífs. Um Jörmungand, Jötunheima og stjórn almennings á eigin lífi Fyrr á öldum lifði fólk lífi sínu mest á vettvangi grenndarsamfélags þar sem sjálfsþurftar­ búskapur í ættbálki, þorpi eða á sveitabæ sá fólki fyrir helstu nauðsynjum. Valdið sem þurfti að hlýða var fremur húsbóndavald en ríkisvald og fólk þurfti meira að semja sig að venjum og siðum en lögum og fyrirmælum stjórnvalda. Þetta samfélag gamla tímans hefði aldrei brauðfætt nema brot þess mann­ fjölda sem nú lifir á jörðinni og það var langt frá því að vera réttlátt á mælikvarða nútímans. Þótt Rajan telji að grenndarsamfélagið sé enn forsenda farsæls mannlífs fer því fjarri að hann sjái fortíðina sem horfna gullöld. Hann bendir á að vald smárra samfélaga yfir lífi fólks hafi víða staðið gegn frelsi kvenna og varið ýmiss konar mismunun og rangindi. Allar þrjár höfuðskepnurnar – samfélagið, ríkið og markaðurinn – geta verið grimmar og heimskar. En, segir hann, ef þær hafa rétt taumhald hver á annarri geta þær líka stuðlað að góðu mannlífi og við eigum ekki annars úrkosti en að lifa við þær allar þrjár og reyna að temja þær okkur í hag. Þar sem Rajan talar um stóru skepnurnar tvær – ríkið og markaðinn – notar hann líkingamál sem rekja má til Gamla testa­ mentisins. Hann kallar ríkið „leviathan“ og stórfyrirtæki á markaði „behemoth“. Leviathan eða Levjatan er ættaður úr ævafornum átrúnaði og mér skilst að hann sé eitthvað líkur Miðgarðsormi eða Jörmungandi í norrænni goðafræði. Eftir þessu skrímsli heitir bók eftir enska sautjándu aldar heim­ spekinginn Thomas Hobbes sem markaði upphafið að stjórnmálaheimspeki nútímans. Síðan sú bók kom út árið 1651 hefur ríkinu oft og iðulega verið líkt við þennan Jörmun­ gand. Hitt orðið merkir tröllslegar ófreskjur og er stundum notað um hvers kyns þursa og risa. Við náum hugsuninni trúlega nokkurn veginn með því að líkja veröld stórfyrirtækja við Jötunheima. Vandi stjórnmálanna er, segir Rajan, að finna jafnvægi milli samfélags, markaðar og ríkis. Fólk líður fyrir það, segir hann, ef eitt af þessu verður annaðhvort of voldugt eða of vesælt. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um hvernig ríki og markaðir samtímans urðu til og mótuðu hvert annað: Ríki, einkum heimsveldi Evrópu, sköpuðu alþjóðlegan markaðsbúskap og settu honum skorður. Samtímis gerðu markaðirnir útþenslu ríkisvaldsins mögulega, en takmörkuðu vald þess um leið og neyddu það til að fara að lögum. Þegar sögunni víkur til nútímans segir Rajan að eftir seinni heims­ styrjöld hafi ríkið og ríkisrekin kerfi eins og velferðarkerfi víðast verið í sókn fram um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.