Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 66
64 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Bókarýni Stefán Einar Stefánsson Sagan af skrítna hnettinum Um tímann og vatnið Höfundur: Andri Snær Magnason Útgefandi: Mál & menning, 2019 320 bls. Í frétt sem birtist á heimasíðu Háskólans á Akureyri í október 2019 sagði um nýjasta höfundarverk Andra Snæs Magnasonar: „Andri Snær Magnason hefur undanfarin ár viðað að sér rannsóknum um tímann og vatnið, hvernig allt í heiminum mun taka breytingum á næstu hundrað árum með loftslagsbreytingum. Hann setur málefnið í samhengi, birtir okkur stærðargráðuna, leitar að vonarglætum og veltir upp spurningunni, hvað þýðir það að vera ung manneskja og standa frammi fyrir þessari áskorun.“ Með lýsingunni var boðað til viðburðar í Hofi, menningarhúsi Akureyrar þar sem höfundur fór yfir efni bókarinnar. Aðgangseyrir var 3.900 krónur. Þarna var um að ræða gesta­ sýningu frá Borgarleikhúsinu sem hefur boðið upp á sama viðburð á stóra sviðinu frá útgáfu bókarinnar og mun halda áfram þar á nýju ári. Bókin sem um ræðir nefnist Um tímann og vatnið og líkt og lýsingin á viðburðinum í Hofi vitnar um tekst höfundur í henni á við spurningar tengdar loftslagsmálum og þá vá sem virðist fyrir dyrum í þeim efnum. Að mörgu leyti er bókin rökrétt framhald af vinsælli bók höfundar, Draumalandið – sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð sem kom út hjá Máli og menningu árið 2006. Allt frá útgáfu hennar hefur Andri Snær skipað sér í hóp ötulustu málsvara umhverfisverndar í landinu. Náði sú barátta líklega hápunkti þegar hann árið 2016 bauð sig fram til forseta Íslands. Þegar hann tilkynnti um framboðið sagði hann umhverfismálin langstærstu áskorun 21. aldarinnar og að ef jörðin ætti að geta borið allan þann mannfjölda sem stefndi í þyrfti að „endurhanna og endurhugsa nánast alla 20. öldina.“ Þá sagði hann að þjóðgarðar á Íslandi væru ein af þeim stóru hugmyndum sem þjóðin þyrfti að láta verða að veruleika. „Þjóðgarður myndi staðfesta mikilvægi og gildi náttúrunnar í sjálfri sér. Hálendið er hluti af sjálfsmynd okkar. Hálendið er kjarninn í ímynd Íslands og þjónar þannig öllum landsmönnum. 40.000 ferkílómetra þjóð­ garður væru mikilvæg skilaboð út í heim þar sem náttúran á alls staðar í vök að verjast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.