Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 77
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 75 Lengst af ævinnar átti Beethoven andstreymt og átti gjarnan í útistöðum við samtíðarmenn sína. Mikið af þessum karaktereinkennum hefur verið rakið til heyrnarleysis hans, en Beethoven byrjaði snemma að missa heyrn og var orðinn nánast alveg heyrnarlaus árið 1811. Þá hætti hann að mestu að koma fram á tónleikum, hvort sem það var sem píanó leikari eða stjórnandi, en hélt þess í stað áfram að semja. Mörg af sínum helstu verkum samdi hann því alveg heyrnarlaus. Hér ætla ég að fjalla stuttlega um tilurð eins af meistaraverkum Beethovens, óperuna Fidelio (eða Leonore eins og Beethoven sjálfur kaus að kalla hana). Þrátt fyrir að vera í hópi bestu verka tónskáldsins er Fidelio að mörgu leyti gallað verk enda gekk fæðingin ekki þrautalaust. Það er líka að því leyti sérstakt að smíði þess teygir sig yfir tvö tímabil á ferli tónskáldsins, það er að segja hann hóf að semja óperuna snemma á miðtímabilinu (1802­12) en lauk ekki endanlega við hana fyrr en á síðasta tímabili tónskáldaferilsins (1812­27). Beethoven lagði fyrstu drög að óperu árið 1803, þegar hann var ráðinn til þess að semja slíkt verk við texta Emanuels Schikaneder (hann þekkjum við einmitt sem textahöfund Töfraflautu Mozarts). Þær áætlanir runnu hins vegar út í sandinn en eitthvað af því sem Beethoven samdi af þessu tilefni nýttist í Fidelio (hér má nefna dúettinn „O namen­ lose Freude“ sem rataði í 2. þátt lokagerðar óperunnar). Árið 1804 hóf Beethoven hins vegar að semja óperu við nýjan texta, að þessu sinni þýska þýðingu Josephs Sonnenleithner á leikriti franska skáldsins Jean­Nicolas Bouilly, Leonore, oder Der Triumph der ehelichen Liebe (1794), og var verkinu að mestu lokið þegar kom fram á árið 1805. Ýmsar tafir urðu til þess að óperan var ekki frumflutt fyrr en 20. nóvember sama ár. Frumflutningurinn fór fram í Vínarborg (Theater an der Wien), sem þá var hersetin af mönnum Napóleons, og viðtökurnar voru ekki góðar. Óperan, sem þá var í þremur þáttum, þótti meðal annars of löng og hún var aðeins sýnd þrisvar sinnum í upprunalegri gerð. Forleikurinn að verkinu var sá sem við þekkjum nú sem Leónóru- forleikinn nr. 2. Florestan, fangi Tenór Leónóra, eiginkona hans, dulbúin sem maður undir nafninu Fidelio Sópran Rocco, fangavörður Bassi Marzelline, dóttir hans Sópran Jaquino, aðstoðarmaður Roccos Tenór Don Pizarro, fangelsisstjóri Barítón Don Fernando, erindreki konungs Barítón Tveir fangar Tenór og bassi Hermenn, fangar, þorpsbúar Hlutverkaskipan í Fidelio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.